Vikan


Vikan - 16.01.1947, Side 13

Vikan - 16.01.1947, Side 13
VIKAN, nr. 3, 1947 13 COPR. 1846. KtNQ rEATORM BTNPICATK, rne. WORLD R1GHT8 RESERVEO ' ' Skrítlu- myndir Maðurinn með blöðrurnar: Er ekki hægt að fá ykkur til að blása upp nokkrar blöðrur — ég er orðinn alveg vindlaus. Umsækjandinn: Þér spyrjið, hvort ég geti tekið að mér ábyrgðarmikið starf og unnið það sjálfstætt — því þori ég ekki að svara nema spyrja konuna mína fyrst, því ég tek aldrei neinar ákvarðanir nema í samráði við líana. WAtA >PR. 194S. KING FEATURE3 SYNDICATK. Ine., WORLD RIGHTS RF.SERVED. Rauður. BARNASAGA eftir Musse Torp. AÐ var alltaf líf í tuskunum, þegar Bent var í heimsókn hjá afa og ömmu í stöðvarþorpinu. Þetta ár var hann hjá þeim í haustfríinu sínu. Afi var blikksmiður og fór Bent i margar skemmtilegar öku- ferðir, þegar afi þurfti út í sveitirn- ar til að setja upp þakrennu eða gera við ýmislegt fyrir bændurna. Afi átti lítinn, fallegan hest, sem hét Rauður. En hann hafði margar furðulegar venjur sá hestur. Til dæmis hréyfði hann sig ekki úr spor- unum, þegar honum hafði verið beitt fyrir vagn, nema hann fengi gulrófu að japla á. Ef pappirsblað lá fyrir framan hann á þjóðveginum stanzaði hann og stóð kyrr, þar til blaðið var tekið burt. Dag einn þurfti afi að fara upp að „Granly," sem var stór búgarður fyrir utan þorpið, og innheimta peninga. Bent átti auðvitáð að fara líka og hann fékk að taka bezta vin sinn, Óla, með. Bent og Óli skiptust á um að stjórna Rauði, en afi hallaði sér makindalega aftur og las blað. Þegar þeir komu að búgarðinum, fengu Bent og Óli að aka niður að ströndinni og fleyta kerlingum og leita að kröbbum. Afi stakk blaðinu í vasann og sagðist ætla að sækja þá eftir klukkustund. Drengirnir sneru vagninum og brokkaði Rauð- ur með þá í gegnum greniskóginn, niður að ströndinni. Þegar þangað kom, bundu þeir Rauð við trjástofn og fóru að leika sér. Þeir urðu fljótt þreyttir og sett- ust í klettaskoru, til að hvíla sig, en steinsofnuðu báðir. Bent vaknaði ekki fyrr en sólin var í þann veginn að ganga til viðar. Hann þaut á fætur og gáði að klukk- unni. Hún var að ganga fimm. Það var undarlegt að afi skyldi ekki vera kominn. Bent þreif í Óla og dustaði hann til, þar til hann vaicnaði. „Svona, svefnpurkan þin! Hypjaðu þig nú á fætur! Afi er ekki ennþá kominn, svo að við verðum að aka uppeftir og sækja hann.“ Óli hristi sig og skók og svo hopp- uðu drengirnir upp í vagninn. Rauð- ur fékk gulrófuna sína og skokkaði af stað í gegnum skóginn. En allt i einu stanzaði Rauður með rykk. Á brautinni fyrir framan hann lá blað. „Svona nú, Rauður, haltu áfram,, við höfum ekki tíma til að sinna þessari heimsku," hrópaði Bent og sveiflaði keyrinu óþolin- móður. En Rauður hreyfði sig ekki fet. Bent henti taumunum til Óla og stökk niður. Hann hljóp að blaðinu, þreif það og ætlaði að kasta því inn á milli trjánna, þegar hann rak aug- un í nafn afa sins skrifað með blý- anti efst í einu horni þess. „Óli, þetta er blaðið hans afa, hróp- aði hann undrandi. „Það er likast því sem hann hafi verið á leiðinni niður að ströndinni. Það er undarlegt, að hann skuli ekki hafa fundið oklc- ur.“ „Hann hefir gleymt einhverju uppi á búgarðinum og snúið við til að sækja það,“ svaraði Óli. „Já, en það er undarlegt að blaðið skuli liggja hérna. Afi er ekki vanur að fleygja blöðunum, hann gefur skósmiðnum þau alltaf á kvöldin." Drengirnir lituðust um í kringum sig og sáu að grasið við vegarbrún- ina var bælt eins og einhver hefði verið dreginn þarna inn á milli trjánna. Þeir létu nú Rauð eiga sig og hlupu af stað . Allt í einu komu þeir inn í rjóður og þar lá afi. Hanh dró þungt andann og blóð vætlaði úr sári á höfði hans. Drengirnir, sem voru óttaslegnir, gátu tosað honum niður að vagninum og upp í hann og óku.upp að ,,Granly.“ Frá búgarðinum var svo hringt eftir lækni, og þegar afi hafði fengið sprautu og góða aðhlynningu, komst hann til sjálfs sín og gat sagt frá því, sem skeð hafði. Þegar hann var á leiðinni niður að ströndinni, spruttu tveir menn upp fyrir framan hann, réðust á hann og heimtuðu peningaveski hans. Hann hafði reynt að verja sig, en fengifr högg í höfuðið og misst meðvitund- ina. Meira mundi hann ekki, en vesk- ið var horfið og 1100 krónurnar, sem í þvi voru. j_,ogregmnm var strax þetta og þar sem afi gat gefið lýs- ingu á mönnunum, leið ekki á löngu áður en tveir flækingar voru teknir fastir. Játuðu þeir að hafa ráðizt á gamla manninn og tekið veski hans. Læknirinn sagði, að það mættt ekki flytja afa, svo að fólkið á „Granly" sendi eftir ömmu. 1 hálfan mánuð dvöldu þau þrjú á búgarðinum og þegar afa fór að batna, fannst Bent dásamlega gaman að vera þarna. Auk þess fékk hann fleiri frídaga, því að hann var látinn bíða þar til afi og amma gætu farið heim. Einhver varð að vera með, sem gæti stokkið ofan úr vagninum og sinnt sérvizku Rauðs, ef svo bæri undir. Upp frá þessum degi var dekrað við Rauð á allar lundir, því að í raun og veru átti afi honum það að launa, að drengirnir skyldu finna hann, þar sem Rauður gekk aldrei fram hjá pappírsblaði.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.