Vikan


Vikan - 16.01.1947, Page 14

Vikan - 16.01.1947, Page 14
14 VTKAN, nr. 3, 1947 iNÓTT í HRAÐLESTINNI — Framh. af hls. 4- ] 1 -að Martigny hefði farið með Austurlanda- hraðlestinni. Ef til vill væri Victor búinn að þefa hann uppi í París? Samt sem áður hélt hann áfram að hugsa um þetta. — Það var alltaf mögu- leiki. — Hvers vegna ferðuðust mennirnir þrír saman án farangurs — þeir höfðu eina litla handtösku í sameiningu! Var ekki undarlegt að ungu hjónin skyldu hafa gleymt giftingarhringunum ? Hvað leynd- ist á bak við fleðulegt smettið á Grikkjan- um? Svo var það illskulegt augnaráð Frakkans. — Henri leit á úrið. Það var orðið fram- orðið. Farþegarnir kæmu út úr matvagnin- um á hverju augnabliki. Það var þá bezt að fá sér hreint loft á meðan að tækifæri var til þess. Hann gekk fram í ganginn og opnaði einn gluggann. Eftir skamma stund heyrði hann hávaða að baki sér. Hurð var opnuð og henni lok- að — reikult fótatak og háværar raddir. Farþegamir voru að koma. Henri vék kurteislega að klefadyrunum sínum og þrýsti sér upp að þeim. Þá gerðist það. Það var snögglega hemlað. Neistar frá teinunum hrutu í allar áttir, það ískraði í málmi og lestin sveiflaðist fram og aftur. Kona rak upp hátt, skerandi óp. Henri þrýsti sér að öllum mætti að hurðinni og beið þess sem verða vildi. Hann hafði aldrei lent í járnbrautar- slysi — aðeins lesið um þau. Honum fannst hann bíða eilífðartíma — bjóst við ógurlegu braki og brestum, rúðu- brotum, blóði og skelfingum. Hornun heyrðist hann heyra kvalaóp og dauða- stunur, en það var bara ímyndun ein. JEftir augnablik var þetta liðið hjá. Syfjuðum lestarstjóra hafði sézt yfir eitt mérki, en gat þó hemlað á síðustu stundu. Það var allt og sumt. Lestin hélt nú áfram ferð sinni eins og ekkert hefði í skorist. Henri dró djúpt andann og rétti úr sér — hann var máttlaus af skelfingu, en hafði þó getað staðið á fótunum. Farþegarnir lágu aftur á móti eins og hráviði á gólf- inu, náfölir, skelfdir og marðir. Henri hafði nóg að gera. Unga, franska stúlkan lá rétt hjá honum og var afmynd- uð af hræðslu. Henri hjálpaði henni stima- mjúkur og reyndi að róa hana. Hún hafði ekkert. meitt sig — var bara hrædd. Hávaxni Frakkinn hafði fengið djúpan skurð á ennið og rann blóðið niður kinnar hans. Henri vildi þurrka af honum, en maðurinn hrinti honum óþolinmóður til hliðar. „Þetta er ekkert," muldraði hann reiður og hvarf inn í klefa sinn. Henri tosaði upp Frökkunum þremur, sem lágu í kös. „Þetta er ekkert hættu- legt,“ sagði hann róandi. Þeir bölvuðu hverjum öðrum og lestarstjóranum. Henri dustaði rykið af kennslukonun- 357. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. skartkona. — 6. haks. — 9. kalkefni. — 10. strengur. — 11. rétt. — 13. gegnt vestan. — 15. ákveðum. — 17. herma. — 18. báru. — 20. þvemeita. — 24. reyna. — 25. kvisl. — 27. neyttu. —- 29. flug. — 31. viðbætur. — 32. manga. — 33. mótmæli. — 35. viður. — 37. blótar. — 40. tæplega. — 41. kropp. — 43. eftirstöðvar. — 46. skelfur. - hættir. — 49. veiðarfæri. — 50. blær. dýr. — 52. starfið. 48. stað- 51. mein- Lióðrétt skýring: 1. yrkja. — 2. hamar. — 3. plagg. — 4. öku- mann. — 5. rækta. — 6. deigar. — 7. gæzlu. — 8. sekur. — 12. mannsnafn. — 14. fótlegg. — 16. uppkoma. — 19. endaði. — 21. menn. — 22. kemur i verk. — 23. smábýli. — 26. skips. — 28. missa. — 29. hnýsin. — 30. tíðar. — 31. hirta. — 34. traust. — 36. veldur umhugsunar. — 38. ör- lagadísin. — 39. jarðyrkja. — 42. vana. — 44. húsdýr. — 45. ísstykki. — 47. dráttur. Lausn á 356. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. slagsmál. — 6. Seifur. — 9. tákn. — 10. ríg. — 11. sátt. — 13. ofnæmi. — 15. lát- laust. — 17. mær. — 18. tóma. — 20. kátleg. — 24. nautn. — 25. aðgang. — 27. býli. — 29. hlána. — 31. Þotar. — 32. vald. — 33. barmar. — 35. Katla. — 37. juðati. — 40. klak. — 41. oka. — 43. Gautlönd. — 46. yrktan. — 48. mælt. 49. lof. — 50. iður. — 51. dottið. ■—■ 52. maklegur. Lárétt: — 1. skrokk. — 2. auglit. — 3. sást. — 4. átta. — 5. látum. — 6. snotra. ■— 7. fræ. — 8. reikaðir. — 12. álegg. — 14. náttborð. — 16. sængur. — 19. ónýt. — 21. árla. — 22. Landakot. — 23. eða. — 26. afbaka. — 28. lagð. — 29. hviklynd. — 30. álka. — 31. þau. — 34. mjöll. — 36. lognið. — 38. andleg. — 39. illfær. — 42. aumur. — 44. tæra. — 45. ötul. — 47. kút. um. Þær þökkuðu honum fyrir á ensku og gleymdu að jagast. Grikkinn var sá eini sem hafði staðið meðan á öllu þessu gekk og fékk sér hinn rólegasti vindling, en ungu hjónin sáust hvergi. Farþegarnir týndust inn í klefa sína, rafmagnsljósin voru slökkt og dauðakyrrð hvíldi yfir svefnvagninum. Þegar Henri kom inn í klefa sinn tíndi hann upp farseðlana og vegabréfin, sem höfðu dottið á gólfið. Þegar því var lokið, hallaði hann sér aftur í stólnum og lokaði augunum. Þannig var hann vanur að geta blundað öðru hvoru, en í kvöld skulfu hendur hans og hann hafði hjartslátt. — 1 Vallorbe við landamærin tók franska lögreglan Martigny fastan. Þeir tóku hann í klefanum. þar sem hann lá og svaf. Farþegar á fyrsca farrými eru ekki vaktir ef Henri getur komizt hjá því. Þegar Martigny vaknaði var hann með handjárn og fimm lögregluþjónar stóðu og störðu á hann með skammbyssur í höndunum. Þeir fóru með hann yfir járn- brautarpallinn og inn í hraðlest, sem fór beint til París. Þetta tók ekki nema fimm mínútur, svo hélt Austurlanda-hraðlestin áfram. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. 1 Suður-Asíu og Afríku. 2. Júpiter. 3. Sannleikur. 4. 1 Mið-Asíu 5. 3. maí 1942. 6. 58 ára. 7. Tvær gaukaætt og spætuætt. 8. Ben Nevis. 9. Glysgjörn stúlka. 10. 50 444. » Það var einum farþeganum færra til að gefa Henri þjórfé .— en hvað var það í samanburði við tíu þúsund franka. Victor Lemoix var orðlaus þegar hann heyrði þetta. „Hvernig fóruð þér að þessu?“ hrópaði hann, þegar hann mætti Henri á leynilög- reglustöðinni tveimur dögum seinna. „Ég ætti annars að þegja yfir því, svaraði Henri brosandi. „En við erum gamlir kunningjar, svo að ég treysti á þagmælsku yðar. Hafið þér tekið eftir að það fyrsta, sem kona gerir, þegar hún dettur er að toga niður pils sín. Þetta myndi karlmaður aldrei gera — jafnvel ekki þótt hann væri dulbúinn sem snotur, ung, frönsk stúlka."

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.