Vikan


Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 22, 1947 PÓSTURINN Kæra Vika! Viltu nú segja mér dálítiíS ? Er Gibbonapinn af mannöpum, eða hvað? Vilt þú nú gjöra svo vel að segja mér það. Þinn forvitinn. Svar: Gibbon-apinn telst til mann- anna og er hann minnstur þeirra. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að segja mér hvort frægi tenórsöngvarinn Benja- mino Gigli sé lífs eða liðinn. — Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Gyða. Svar: Eftir því sem við bezt vit- um er hann lifandi. Kæra Vika! Ég sá í blaði að þér hafði verið sent kvæði til að dæma, flaug mér þá í hug að rétt væri að ég gerði slíkt hið sama. Svo er mál með vexti, að ég hefi gaman af að reyna að koma saman hendingum, en ég hefi aldrei komið mér að því, að bera þetta undir neinn sem vit hefir á því, vegna þess, að ég hefi haldið að samsetningurinn væri svo vondur að ég yrði mér til skammar að sýna nokkrum, bið ég þig því að láta mig heyra álit þitt á þessu í næsta blaði, en birta alls ekki hendingamar. Með fyrirfram þökk. Klaufi. Svar: Ef þér yrkið yfirleitt ekki ver en það, sem þér sendið okkur er gert, þá þurfið þér ekki, að okkar viti, að skammast yðar fyrir að sýna a. m. k. hinum nánustu til fróðleiks og skemmtunar. Halló Vika! Ég sný mér til þín í þeirri von, að þú getir bætt úr vandræðum min- um. Mig langar til að skrifa söngvar- anum Paul Robeson, en ég veit ekki heimilisfangið hans. Ef þú getur ekki hjálpað mér, þá hver ? J. B. Svar: þvi miður getum við ekki hjálpað yður um heimilisfang hans. Veit ef til vill einhver lesandinn það ? Kæra Vika! Mér datt í hug fyrir skömmu að leita til þín eins og svo margir aðrir. Mig langar að biðja þig, að birta textann við lagið „Goodbye Hawall", mig hefir lengi langað til að læra hann. Svo er það annað. Ég þjáist af þunglyndi og heimþrá. Hvað á ég að gera? Ég vonast eftir svari helzt sem fyrst. Með fyrirfram þökk. Þunglynd. Es. Hvernig er skriftin? Svar: Þennan umbeðna texta höf- um við ekki og auk þess höfum við cftar en einu sinni auglýst það hér í ,,Póstinum“, að við birtum yfir- leitt ekki enska texta. Var sú ákvörð- un tekin, af því að á stríðstímanum barst okkur svo mikið af slíkum beiðnum, að ómögulegt var að sinna þeim og svo kann geysimikill fjöldi af lesendum blaðsins auðvitað ekki þetta tungumál. Við erum ekki fær um að gefa yður góð ráð gegn þung- lyndi og heimþrá, en samt getum við ekki stilt okkur um að segja, að þetta tvennt má oft lækna með miklu starfi, góðum lestri og hollum skemmtunum. Það er gott að lesa skriftina og hún er ekki ófögur, en þó eru dálitlir tilgerðardrættir í henni, sem við kunnum ekki við. Bréfasambönd. Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Vikunni hafa borist mjög margar beiðnir um bréfasambönd á undan- förnum árum og hefir hún birt þó nokkuð mikið af þeim. Margir hafa sent greiðslu fyrir birtinguna, en upp- hæðirnar hafa verið mjög á reild, frá 1 kr. upp í 10 kr. Blaðlð hefir því ákveðið að skapa fasta venju um þetta, að greiddar verði framvegis fimm krónur fyrir birtingu á nai'ni, aldri og heimilisfangi, og séu þær sendar með beiðninni. Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem óska að komast í bréfasamband: Svava L. Valdimarsdóttir (17—20 ára) Bíldudal. Jenny Lind (15—16 ára) Bíldudal. Hilda F. Nissen (15—16 ára) Bíldu- dal. Ragna Aðalsteins (20—24 ára) Laugabóli, ögurhrepp við Isa- fjarðardjúp. Karen Nielsen (15 ára) Farvegade 10, Horsens, Danmark. Margrét Jónsdóttir (16—18 ára) Vestmannabraut 73, Vestm.eyjum. Maria A. Óladóttir (15—17 ára) Vestmannabraut 12, Vestm.eyjum. Sísí Jóhannsdóttir (17—20 ára) Val- bjamarvöllum, Borgarfirði. Helgi Hallvarðsson (16—18 ára) Helgafelli, Sauðárkrók. Hrefna Bjömsdóttir (15—25 ára) Skagaströnd. Guðlaug Runólfsdóttir (15—17 ára) Hilmisgötu 7, Vestmannaeyjum. Fermingargjafir í fjölbreyttu úrvali | Gottsveinn Oddsson | | úrsmiður. - Laugavegi 10. 1 f (Gengið inn frá Bergstaðastr.) \ Málverkasýning Ásgeirs Bjarnþórssonar Hann opnaði sýningu í Lista- mannaskálanum 19. maí og sýndi um fjörutíu olíumálverk, sem hann hafði gert á tveim undanförnum árum. Það er bjart yfir þessari sýningu og gaman að sjá hana. í sumar fer Ásgeir með þessi olíumálverk og um þrjátíu vatnslitamyndir til London og sýnir þar á vegum „The Royal Society of Painting in Water Colours.“ Þetta er fimmta sýning Ás- geirs hér heima, en sú fyrsta var 1921. Ásgeir Bjarnþórsson. Glanni í Norðurá. Börn á berjamó. Útgefandi VTKÁN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, TjamargÖtu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.