Vikan


Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 22, 1947 7 Málarinn Waisteí og sýning hans Martha C. Björnsson. Móðir og barn. ■<Sm- ■• . . .-. Þar segir m. a.:........Svo var það einn dag, að ég fór út í Pimlico og var leiddur inn á vinnustofu Waist- els. Sú hrifning sem greip mig við fyrstu sýn þessara undarlegu mynda, hefir síðan farið stöðugt vaxandi, og er ég nú, ásamt öðrum, sem betur til þekkja sannfærður um, að það séu fáir meðal yngri málara Breta, er stahdi honum framar að frum- ræxmi tjáningu eða sterkari listskynj- an. Myndirnar, sem héngu umhverf. is mig þennan dag, voru svo gagn- ólíkar þeim, sem ég áður hafði séð, unnar í allt að brjálæðiskenndum krafti, annarlegar, dansandi verur. þögulir heimspekingar með meitluð andlit, en þó var það fyrst og fremst litróf þeirra, sem greip augað, svo hnitmiðað og undarlega áhrifa- ríkt . . . Óhætt er að fullyrða, að styrjöldin hafi valdið nokkrum breyt- ingum í listþróun Evrópu, skapað nýtt viðhorf til lífsins, og ef vel er leitað, má nú um alla álfuna finna Penny. þennan nýgræðing. Það var einmitt þetta, sem mér fannst, er ég sá myndir Waistels í fyrsta sinn, að hér væri eitthvað nýtt að fæðast, ein- hver ný lífstjáning þeirrar kynslóð- ar, er hefir gengið í hinn harða for- skóla stríðsins. Síðan hafði ég um tveggja ára skeið tækifæri til að fylgjast með verkum hans, sköpun hverrar myndar frá frumdrætti til hins fullgerða verks, og nú, þegar ég hefi fyrir framan mig ljósmyndir af flestu því, sem hann hefir gert síðan hann kom til Islands í fyrra- haust, get ég gert mér nokkra hug- mynd um hina feiknarlegu hröðu og öruggu þróun í list hans, og séð fyrir mér i huga veggi Listamannaskál- ans, eins og þeir munu vera í dag . . .“. Vikan átti tal við Waistei meðan á sýningunni stóð og sagði hann þá m. a.: Framhald á bls. 15. Hann hélt sýningu í Listamanna- skálanum í Reykjavík, dagana 5.—18. maí. Sýndi hann þar fjörutíu olíu- málverk, auk vatnslitamynda og teikninga og munu fimmtán myndir hafa selzt. Sýning þessi var ákaf- lega skemmtileg og fékk mjög góða dóma hinna færustu manna. Magnús Á Árnason listamaður segir t. d. m. a. í Alþýðublaðinu: „ . . . Hjá Waistel aftur á móti er varla nokkur mynd, sem ekki ber einkenni alda- gamalla erfðavenja, sem kemur með- al annars fram í því hversu auðveld- lega hann tileinkar sér þær stefnur og þá strauma, sem nú byltast fram i málaralistinni. Sá einn, sem hefir tileinkað sér erfðavenjur allra alda, getur leyft sér að umturna þeim og skapa sér sitt eigið lögmál . . . Það, sem einkennir Waistel og sýningu hans, er leitandi fjölbreytni, auðugt imyndunarafl og skapandi næmni. sem er listamannsins aðall og þyngsta böl. Ég er illa svikinn, ef hann á ekki eftir að marka spor sín í list lands ins . . Björn Th. Björnsson listfræðingur, sem er nákunnugur Waistel frá dvöl i London, sendi grein um Waistel og verk hans heim frá Kaupmanna- höfn og birtist hún í Þjóðviljanum. Kjaftakerlingar. Sköpuð hvort fyrir annað Framh. af bls. 3. Eva mundi ekki líkjast móður sinni og verða afmynduð af fitu? Þessi ímyndun hafði hrætt hann svo mjög, að hann einn góðan veðurdag fór til Suður-Frakklands, þar sem honum hafði hoðizt atvinna hjá sendiráðinu þar. Árin höfðu liðið hvert af öðru, og núna var hann kominn heim aftur og sat við hliðina á Evu eins og í gamla daga — og öll þessi ár höfðu ekki sett nein merki á Evu. — ,,Eva,“ sagði hann alvarlegur, ,,það er ekki orðið of seint. Eigum við ekki að gifta okkur?“ Hún leit vingjamlega á hann, en hristi höfuðið. „Langur tími hefir liðið, Gústav, og við höfum bæði breytzt.“ „Nei, þú ert sjálfri þér lík,“ sagði hann innilega. „Ef til vill.“ Hún stóð á fætur. „Nú verð ég því miður að fara. Ef til vill sjáumst við seinna.“ „Já, en hvar . . . ?“ spurði hann með ákefð í röddinni. „Veröldin er lítil,“ sagði hún hlæjandi, „við hittumst sennilega einhvern tíma. Vertu sæll.“ „Vertu sæl,“ sagði hann lágt. Hann gekk í vondu skapi heim til sín, en hann bjó á gistihúsi. Þegar hann var kominn inn í herbergið sitt, hringdi hann og bað um heitt vatn til þess að raka sig úr. Hann var í þann veginn að hafa fata- skipti, þegar hann heyrði skrækróma stúlkurödd úti í ganginum segja: „Flýttu þér- Karen — fitubelgurinn bíður eftir heita vatninu.“ „Við hvem áttu?“ „Loftbelginn, sem býr í herbergi núm- er 23.“ Loftbelgurinn ? Gústav gekk í nærföt- unum að stómm spegli í fataskápnum og horfði með athygli á sjálfan sig. Hann glápti. Það var eins og hann sæi sjálfan sig þar í fyrsta sinn með undir- höku, ístru og digra fætur og handleggi. „Jæja, það fór þá svona,“ tautaði hann fyrir munni sér.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.