Vikan


Vikan - 10.07.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 10.07.1947, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 28, 1947 Framhaldssaga: SPOR FORTIÐARINNAR 15 ÁSTÁSAGA eftir Anne Dnffield Sybil, sem ennþá hélt glasinu að rauðum vör- um sínum, horfði stöðugt á Michael, en henni var ljóst (það var Lindan sannfærð um) að -augnaráð unga Arabans beindist að hennar fögru persónu, og hún dreypti aftur á víninu, hló framan í Michael og fékk honum svo glasið. Þetta var falleg en úrelt aðferð — Linda hafði séð ótal konur gera þetta. Hún hafði aldrei gert þetta sjálf — jafnvel ekki á æskuárunum — af þeirri einföldu ástæðu að hún hafði megnasta við- bjóð á að drekka úr annarra manna glösum os bollum. En það bar ekki á öðru en að karlmönn- unum geðjaðist að þessum sið og Michael var engin undantekning frá því. Þetta var gert að mestu leyti til að skaprauna Albertu. Lindu varð af tilviljun litið á Hussein. Ur blágrænum aug- um hans, sem störðu á Sybil, brann allt í einu . eldur. Sybil hristi lokkana frá enninu og horfði um stund á hann, bæði kuldalega og með hroka. „Hún- er að leika þetta hans vegna," hugsaði Linda. Auðvitað myndi hún daðra við Michael hvort sem væri, en það að vita af unga Araban- um varð til að ýta undir hana. Hún var að æsa hann og egna. Linda hrökk í kút við þessa hugs- un. Þá hlaut stelpan að halda að Hussein væri hrifinn af henni. Og það var lika auðséð að hún var búinn að eggja hann og egna — augu unga Arabans komu upp um hann. Þessi skyndilegi eldur, sem brann úr augum hans — og hroka- fullt augnaráð Sybil á móti. „Þá veit hún það," hugsaði Linda. „Hún kærir sig ekkert um hann — hún fyrirlítur hann — en hún getur ekki látið nokkurn karlmann í friði. Ég verð að tala alvarlega við stúlkuna — það verður að sjá um að hún hætti þessum leik —" Enginn hinna hafði veitt þessu athygli. Hussein drakk kaffi sitt, stóð á fætur, gekk aftur fram hjá léttum skrefum og heilsaði þeim um leið kurteislega. Hvarf hann síðan niður svalatröpp- urnar. „Þetta þykir mér undarlegt! Ég hefi aldrei séð Hussein hér fyrr," sagði frú Sanders, um leið og ungi maðurinn var horfinn. „Það er auðséð að hann er meðlimur í klúbbn- um," sagði Michael kæruleysislega. „Hann er löglegur meðlimur og gamli maðurinn líka. Þeir gáfu stóra upphæð til félagsskaparins. En þeir hafa aldrei láti sjá sig hérna." „Koma hingað Arabar?" spurði Sybil. „Ójá — fjöldi þeirra. En El Bedawi-feðgarnir sneiða alltaf frekar hjá öðru fólki. Þeir um- gangast ekkert Evrópumenn, nema við einstök tækifæri — svo sem í veizlum, er þeir halda. Sama er að, segjum um Egyptana, þeir skipta sér sem minnst af þeim." „Eru þeir óvinsælir?" spurði Linda. „Ég held að þeir séu það fremur. Þeir eru hirðingjar eða segjast vera það. Þeir þykjast fyrirlíta Egypta og Egyptarnir líta niður á þá. En þeir eru ákaflega auðugir og ég held að þeir geti haft mikið vald hjá þessum ýmsu ættum og þjóðflokkum. Það reyna flestir að halda vin- fengi við þá." „Þetta er glæsilegur piltur," sagði Michael, „ég tek hann langt fram yfir þá hérlendamenn, •sem hafa tileinkað sér siði Evrópumanna." „Já, í útliti stendur hann þeim framar," sagði írú Sanders brosandi. „En þó vil ég heldur hina — þeir eru traustari." „Traustari?" „Ég veit vel að þið karlmennirnir segið að \ þessi Evrópumenning þeirra risti ekki djúpt hjá þeim," svaraði frú Sanders, „og þið hafið líklega rétt fyrir ykkur. En ef maður klórar ekki burtu þessa ytri fágun þeirra — og hver hefir löngun til þess — þá þarf ekki að óttast þá. El Bedawi- ættin er — ó, já eins og tígrisdýr í hringleika- húsi. Ekki vel tamin — og aldrei hægt að vita hvenær þau verða óð." „Hafa þeir einhvern tima sleppt sér lausum?" spurði Michael fullur áhuga. „Það held ég ekki. Og þetta er nú bara mín skoðun á þeim, Summers. Maðurinn minn væri mér ekki sammála." Lindu fannst hún vera sömu skcðunar og frú Sanders. IH. KAFLI. Kaye sat á svölunum þegar gestir hans komu heim aftur, öllum til mestu undrunar nema Lindu, en hún hafði heyrt í vél hans, þegar þau óku eftir veginum. „Hann var þá kominn heim aftur!" Þegar þau óku upp trjágöngin og hún sá „Friðarlund," vissi hún að enginn máttur gat fengið hana til að yfirgefa þennan stað. Það var þjáningarfullt fyrir hana að dvelja á heimili Kaye, en það yrði verra en dauðinn ef hún ætti að yfirgefa það. Majórinn kom niður tröppurnar, þegar bif- reiðin nam staðar. „Nú — var þetta ekki viðunanlegt," spurði hann Albertu, um leið og hann hjálpaði henni ofan úr bifreiðinni. „Jú, ágætt!" „Það þykir mér leitt að heyra." „Leitt?" át hún upp eftir honum, þegar þau gengu upp tröppurnar. „Ég vonaði að það yrði eitthvað til hindrunar — mig langar ekki til að missa ykkur burt svona fljótt," sagði Kaye. „Þetta er vingjarnlega mælt," svaraði Alberta, „en mér finnst við hafa notað okkur fulllengi gestrisni yðar —" „Nei, alls ekki, sagði hann brosandi. „Eg skil ekki hvers vegna þið sækið það svona fast að fá íbúðina, þið ættuð heldur að vera kyrr hér á „Friðarlundi". Hvað segið þér um það?" sagði hann og sneri sér að Michael. „1 þrjá mánuði! Ég er hræddur um að það sé of mikið. En okkur þykir báðum leitt að fara héðan — þér hafið verið svo vingjarnlegur við okkur." Linda yfirgaf þau og gekk upp í herbergi sitt. Skömmu seinna heyrði hún Sybil koma á eftir. Linda þvoði sér um hendurnar og gekk inn til ungu stúlkunnar. „Ég vil gjarnan fá að tala við yður, Sybil." „Nú, um hvað?" „Um Hussein El Bedawi." Linda komst strax að efninu. Sybil, sem hafði búizt við allt öðru umræðu- efni, varð forviða á svipinn. „Hvað á það nú að þýða —" varð henni að orði. „Hafið þér aldrei tekið eftir að við rekumst alls staðar á hann, eins og mágkona mín sagði í morgun?" „Ó, jú — ég er nú ekki blind," svaraði Sybil. „Þér hafið þá tekið eftir því?" „Hvernig gat ég annað?" „Ég hugsaði sjálf ekkert um það, fyrr en Alberta vakti athygli mína á því. En mér virðist — ég er hrædd um að það séuð þér, sem hann er á hnotskóg eftir." „En hvað þér eruð glöggskyggnar, ungfrú Summers. Þetta hefði ég getað sagt yður fyrir þrem vikum. „En Sybil! Hann má ekki — þetta gengur ekki." „Hvernig á ég að hindra þetta. Hann er ekki sá fyrsti sem lætur svona. Sá, sem einu sinni hefir séð mig getur ekki gleymt mér. Svona er það nú. En hvers vegna, veit ég ekki!" Hún leit ánægð í spegilinn, tók bursta og fór að bursta gyllta lokka sína. „Það er ekki erfitt að geta sér til um það," sagði Linda og skjallaði Sybil af ásettu ráði til að hafa hana áfram í góðu skapi. „En að hafa Araba á hælunum á sér — það er ekkert til að vera hreykin af." „Hann er Arabi, það er að vísu satt," svaraði Sybil, '„en fegursti maður, sem ég hefi augum litið, og þér heyi'ðuð sjálfar hvað frú Sanders sagði. Hann er ríkur og atkvæðamikill — vold- ugur, sagði hún, og allir reyna að vera í vináttu við þá. Kaye majór reynir það líka — það vitið þér vel." „Sybil!" Linda var skelfd. „Þér eigið þó ekki við, að yður þyki gaman af að hafa hann á eftir yður? Ég hélt að þér hefðuð viðbjóð á Aröbum." „Það hefi ég lika, en þetta er voldugur mað- ur. Eg er svo sem ekkert hreykin af því en hann hleypur áreiðanlega ekki eftir hverri stelpu sem er — .—" „Það vitið þér ekkert um," greip Lindá fram í fyrir henni. „Það getur ekki verið að þér viljið að hann sé hrifinn af yður!" „Ég kæri mig kollótta um hann," svaraði Sybil kæruleysislega. „Mér er alveg sama hvað hann gerir. Þér ætlizt þó ekki til að ég segi honum berum orðum að hann verði að hætta að elta mig?" „ „Auðvitað ekki. Hann hefir ekki ennþá sýnt neina frekju, og það getur vel hugsast að okkur skjátlist. En ég ætlast til þess, Sybil, að þér gefið honum ekki undir fótinn." „Gefi honum undir fótinn? Við hvað eigið þér?" „Við það, sem ég sagði. Þér egnduð hann í dag, eða að minnsta kosti gáfuð þér honum ljóslega í skyn að þér vissuð um tilfinningar hans í yðar garð og hefðuð gaman af." „Nei, það gerði ég ekki." „Ég sá yður, Sybil — ég sá, hvernig þér horfð- uð á hann, þegar þér drukkuð úr glasi Michael." „Og hvað um það, ungfrú njósnari, þér sáuð mig þá bara horfa á hann með megnustu fyrir- litningu, til að sýna honum ljóslega álit mitt á honum." Linda hrukkaði ennið. i „Já, það er satt," játaði hún, „en það hefðuð þér ekki átt að gera." „Því ekki það? Ég þekki hann. Hvers vegna mátti ég ekki horfa á hann?" „Þér máttuð ekki horfa á hann eins og þér gerðuð. Þér megið ekki láta hann verða varan við að þér vitið að hann eltir yður — og þér megið ekki vísa honum á bug. Ef slíkt verður nauðsynlegt, sér Kaye majór um það. „Ég skil yður ekki," sagði Sybil. „Fyrst segið þér að ég megi ekki gefa honum undir fótinn, en svo að ég megi ekki gera það gagnstæða. Hafið þér fengið sólstungu, ungfrú Summers?" „Ég kemst víst ekki heppilega að orði," svaraði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.