Vikan - 09.10.1947, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 41, 1947
Guy de Maupassant:
Dularfulla höEndin.
T>ERMUTIER dómari var að láta í ljós
álit sitt á hinu svokallaði St. Claud-
máli og allur hópurinn þyrptist í kringum
hann. Þetta var ákaflega dularfullur glæp-
ur, sem dregið hafði að sér athygli París-
arbúa í langan tíma. Enginn gat komizt
að neinni skynsamlegri eða líklegri niður-
stöðu.
Bermutier ræddi um glæpinn fram og
aftur og kom með ýmiskonar tilgátur og
tefldi fram margskonar líkum og sönnun-
um, en bæði hann og aðrir voru engu nær
um málið.
Nokkrar af frúnum höfðu staðið upp og
fært sig nær dómaranum. Þær þrengdu
sér bókstaflega upp að honum og störðu á
hann með ákefð. Þær voru gagnteknar af
skelfingu, og hrollur læsti sig um þær.
Eftirvæntingin kvaldi þær ósegjanlega.
Ein þeirra, sem var fölari en aðrar og titr-
aði ögn meira, leyfði sér að skjóta framí:
„Skelfing er þetta draugalegt. Það hlýt-
ur að vera eitthvað yfirnáttúrlegt við
þetta. Sannleikurinn í þessu máli getur
aldrei orðið nokkrum kunnur."
Bermutier, dómari, sneri sér að konunni
og sagði:
„Trúlega ekki. Þó er langt frá því að um
nokkuð yfirnáttúrlegt sé að ræða í þessu
sambandi. Við stöndum aðeins andspænis
glæp, sem hefir verið kænlega framinn og
vel hugsaður. Auk þess er hann hjúpaður
svo leyndardómsfullri hulu, að við getum
ekki greint hann frá atvikunum, sem í
kringum hann liggja. Hins vegar þekki ég
af eigin reynslu þessi glæpamál, sem virð-
ast vera yfirnáttúrleg. En við verðum
sennilega að gefast upp við það, að skýra
þetta.“
Sumar konurnar kölluðu uppyfir sig ein-
um rómi:
„Segið okkur nánar frá því!“
Og með stillilegu brosi, eins og rann-
sóknardómara ber að temja sér, hélt hann
áfram:
„Fyrir alla muni megið þér ekki álíta,
að ég hafi sjálfur haldið, að hér væri um
neitt yfirnáttúrlegt að ræða. Ég trúi ekki
á neina dularfulla hluti. Það væri sönnu
nær að nota orðið óskýranlegt en yfirnátt-
úrlegt, yfir það, sem við kunnum ekki að
skýra til fulls. Raunar er það ekki atburð-
urinn sjálfur, sem vakti furðu, heldur til-
drögin í kringum hann. En nú skulum við
snúa okkur að efninu.
Þegar þetta gerðist var ég rannsóknar-
dómari á Ajaccio, lítilli borg með snotr-
um hvítmáluðum húsum. Borgin stendur
. við lítinn f jörð, sem er umluktur háum
fjöllum. Það, sem ég fékkst einkum við,
var að rannsaka blóðhefndina, sumar af
þessum blóðhefndum voru mikilfenglegar
og áhrifaríkar, stundum hetjulegar og
viltar. Þar var hatrinu svalað, sem hafði
legið falið, en lifði þó í glóðunum. Djöful-
leg vélabrögð voru viðhöfð, fólk var brytj-
að niður, en einnig voru hetjudáðir unnar.
I tvö ár heyrði ég ekki um annað talað
en blóðhefnd — blóðhefnd; þennan
ískyggilega og hræðilega arfshlut Kor-
sikubúa, sem knýr þann, sem ranglæti hef-
ir verið beittur, til þess að hefna sín
grimmilega á fjandmanninum, eða þeim
sem næstir eru honum að frændsemi. Ég
hef séð börn, öldunga og frændur brytjaða
niður af þessum ástæðmn. Og sögumar
um blóðhefnd hlóðust yfir höfuð mér.
Dag nokkum var mér frá því skýrt, að
Englendingur einn hefði tekið á leigu hús
innst í fjarðarbotninum og að hann hefði
búið þar í nokkur ár. Hjá sér hafði hann
franskan þjón frá Marseille. Þegar hann
hafði verið þama skamma hríð varð fólk
mjög hnýsið um hagi þessa sérvizkulega
manns, sem lifði þama einn út af fyrir sig
og fór aldrei út úr húsinu, nema þegar
hann gekk út til veiða.
Hann talaði aldrei við neinn og fór
aldrei til borgarinnar, en æfði sig með
byssu sína og önnur vopn á hverjum degi.
| VEIZTU — ?
I 1. Orðið „khaki“, sem er notað yfir sér- i
stakt efni í fötum hermanna í landher jj
Bandaríkjanna er ekki úr ensku. Úr i
hvaða máli er það og hvað þýðir það? =
= 2. Hvað eru íbúar Egyptalands margir? =
| 3. Hvar á fljótið Níl upptök sín ?
i 4. Hvenær og hvar fæddist Schiller?
1 5. Hver sagði þetta: „Lífið er stutt en =
| iistin er löng?“ i
É 6. Úr hvaða vísu er þetta:
Næturkyrrð svæfir manna sorg,
en álfakóngur opnar hamraborg?
Í 7. Að hvaða leyti er hjarta skriðdýranna i
= frábrugðið hjarta blóðheitu dýranna? i
i 8. Hvað cr húð hvalanna kölluð ?
Í 9. Hvað merkti mjötuður í fomu máli? |
| 10. Hver var Phidias? i
Sjá svör á blaðsíðu 14. [
........ ■■■•■iiiiiiiiiiiiiimmimmmmimimmimmmmmmi'^
Sagt var að þetta væri tiginn maður, sem
orðið hefði að flýja land vegna stjóm-
málaskoðanna sinna, og allskonar fleiri
ævintýrasagnir spmttu upp um hann.
Einnig var sagt, að hann hefði drýgt ein-
hvern hryllilegan glæp, og þess vegna hefði
hann leitað hingað til að leyna sér.
Hann gekk undir nafninu Sir John
Rowell, og stöðu minnar vegna fannst mér
ég verða að fá að vita hið sanna um hann,
en viðleitni mín í þá átt varð árangurs-
laus. Ég reyndi að hafa strangar gætur á
honum, en aldrei var ég var við neitt grun-
samlegt. En slúðrið og getgáturnar um
þennan mann uxu með hverjum degi sem
leið, og loks ákvað ég að reyna að sjá hann
með mínum eigin augum og fór að stunda
veiðar í námunda þar sem hann hélt sig.
Eftir langan tíma tókst mér að skjóta
akurhænu rétt við nefið á honum, og hund-
urinn minn kom með hænuna til mín, en
ég fór með hana beint til mannsins og bað
hann taka við henni, og afsakaði yfir-
sjón mína, að hafa skotið hænuna á hans
veiðisvæði.
Og nú sá ég hann augliti til auglits.
Hann var rauðhærður og rauðskeggjaður.
Hann var hár á vöxt og þreklegur, djarfur
og frjálsmannlegur í framkomu. Hann
virtist ekki eiga til þetta umtalaða brezka
stolt og hann þakkaði mér innilega fyrir
kurteisi mína.
•
Og áður en mánuður var liðinn höfðum
við hitzt fimm eða sex sinnum. Kvöld eitt,
þegar ég gekk fram hjá hliðinu hans,
reykti hann pípu sína í rólegheitum. Ég
heilsaði upp á hann, og hann bauð mér inn
til sín og bað mig þiggja glas af öli. Ég
þáði boð hans og hann tók mér af mestu
gestrisni. Þótt hann talaði frönskuna mál-
fræðilega rangt, virtist mér hann vera
fullur aðdáunar á Frakklandi og Korsíku.
Ég hagaði orðum mínum mjög gætilega,
en spurðist þó fyrir um hagi hans og fyrir-
ætlanir. Hann svaraði mér hæversklega og
hreinskilnislega og kvaðst hafa ferðast
mikið um Ameríku, Indland og Afríku. —
„Og ég hef lent í mörgum ævintýrum,“
bætti hann við.
Þá vék ég samtalinu að veiðiskap og
sagði hann mér þá frá hinum furðulegustu
ævintýrum, sem hann hefði lent í við veið-
ar á flóðhestum, tígrisdýrum, fílum og
górilum.
„Þetta eru allt mannskæð villidýr" sagði
ég-
„Ójá, að sönnu, — og þó er maðurinn
slægastur þeirra allra,“ svaraði hann.
„En auk þessa hefi ég líka nokkuð feng-
izt við mannveiðar," bætti hann við og hló
drýgindalega.
Síðan hélt hann áfram að tala um skot-
vopn og bauð mér að líta á margskonar
vopn. Setustofan hans var klædd með út-
saumuðu svörtu silki með gullnum blóm-
um, sem líktust stjörnum á dökkum flet-
inum. Hann sagði að þetta væri japansk-
ur iðnaður.
Á einum veggnum gaf að líta einkenni-
Framh. á bls. 14.