Vikan - 09.10.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 41, 1947
11
Framhaldssaga:
IIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIItllllffflllllltlltllltllBIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIISIIIIIIIIIIIIItttllllllllllllltf^
SPOR FORTBDARIIMIMAR
28
l•■l•lll■■lll■l■■ll■■llllltlllll■l•t«■lrt■ll■l■l•l■■lll■•ll
ÁSTASAGA eftir Anne Duffield
aði og fór upp í rúm. Hún svaf til dögunar,
vaknaði við að sólin skein inn til hennar og fugl-
arnir tóku að syngja í garðinum.
Hún reis á fætur, gekk að glugganum og
horfði út í garðinn.
„Kaye, ástin mín. Ertu vaknaður, eða gaztu
sofið í nótt?“ Ó, þetta dásamlega sólskin og
hreina loft!“ Henni fannst hún hafa vaknaö af
martröð. Hvenær skyldi Kay kalla á hana, en
það hlaut hann að gera. Nú var kominn nýr dag-
ur og allar leiðinlegu hugsanimar frá því kvöldið
áður roknar út í veður og vind.
„1 dag vill hann hlusta á mig og trúa mér.“
Hún stóð brosandi í sólinni og augnahár hennar
voru rök af tárum. Andlit hennar ljómaði af von
og ást. En all í einu hrökk hún við og fölnaði.
Frá fletinum, á milli „mango“-trjánna barst
hljóð, sem hún kannaðist við — vélarsuð, eins
og þegar flugvél er sett af stað.
„Ó, nei — nei,“ rödd hennar var hálfkæfð. „Nei,
þeir eru bara að reyna hana —“ en hljóðið barst
nær og nær og að lokum flaug flugvél yfir húsið
og hvarf.
Kaye var farinn — floginn burt í flugvélinni.
21. KAFLI.
„Auðvitað hefir orðið eitthvert uppistand,"
sagði Alberta og hnussaði. „Þú skalt ekki telja
mér trú um —“
„Það þarf alls ekki að vera,“ mótmælti Michael.
„Góði Michael — þú getur séð það á henni Auk
þess gekk ég á eftir henni, fyrir þremur vikum,
að koma heim með okkur og hætta þessari
heimsku. Það voru margar ástæður til þess að
hún hefði átt að játa þessu strax, til dæmis Italíu-
ferðin, það að Axel greifi fer með okkur og verður
eitthvað á Great Spinneys og að lokum fjárhag-
ur hennar, sem refir batnað svo mjög. Helming-
urinn af eignum hennar gefur nú arð af sér. Þá
sagði hún nei og vildi fyrir hvern mun standa
við loforð sitt — vera allt árið með Sybil. Eg
gekk svo á eftir henni þá að ég var dauðþreytt."
„En hvað segir hún núna,“ greip Holtzein
greifi fram í og horfði rannsakandi á Albertu.
„Nú segir hún okkur — eins og þér vitið að
sér hafi snúizt hugur og vill fara heim með okk-
ur.“
„Þetta eru ekki annað en kvenlegir duttlung-
ar,“ muldraöi Axel.
„Nei, Linda er ekki duttlungafull. Hún er þrá
eins og múlasni. Og hvar er svo Kaye? Hvers
konar ferðalag er hann farinn í? Enginn veit
hvar hann er, ekki einu sinni Saunder ofursti."
„Hann þarf ekki að gera ofurstanum grein
fyrir öllu, sem hann gerir,“ mótmælti Michael.
„Það hefi ég aldrei sagt að hann þyrfti," svaraði
Alberta, „en ég er ekki alveg skyniskroppinn.
Hann fór af stað í dögun, en hafði ekki minnzt
einu orði á ferðalag við Axel, sem þó var hjá hon-
um daginn áður. Sama morgunin hringir Linda
til Michael og biður hann að sækja þær Sybil,"
Alberta hnusaði aftur. „Þið karlmennimir eru
alltaf svo blindir á þessa hluti.“
„En út af hverju hefir getað orðið uppistand?“
spurði Michael.
„Mér er næst að halda að það hafi verið eitt-
hvað á milli þeirra — meira en margur sá,“ svar-
aði kona hans með áherzlu.
Michael varð skelfdur á svipinn.
„Hvaða dauðans þvættingur er í þér, Bertie!"
„En hvers vegna var Linda svona áfram um að
fá þessa heimskulegu atvinnu? Svaraðu því.“
Michael var ekki kunnugt um það. Axel von
Holtzein, sem hefði getað svarað henni, sat þögull
og hugsandi.
Að lokum svaraði Alberta sjálf spumingu sinni
eins og kvenna er siður.
„Hún hefir fengið einhverjar rómantískar hug-
myndir — orðið ástfangin af nafni hans eða mynd
af honum áður en hún sá hann. Jæja, en hann er
nú afar laglegur maður og myndarlegur."
„Drottinn minn,“ greip Michael fram i.
Þetta stendur heima,“ hélt Alberta áfram. „Mig
grunaði þetta frá upphafi, en þegar ég sá þau
fyrst saman hér í Egyptalandi, hélt ég að mér
hefði skjátlazt. Þau virtust alls ekki vera hrifin
hvort af öðru — en það þ,efir getað breytzt fljótt.
Kaye hefir orðið ástfanginn af henni —“
„Hvers vegna heldur þú það?“
„Af hverju heldurðu að þau hafi annars verið
að rifast, Michael? Notaðu nú heilbrigða skyn-
semi þína.“
„En —“ Michael var ennþá ruglaður og forviða
á svipinn, „ef þú hefir rétt fyrir þér, Bertie, hvers
vegna hafa þau þá verið að rífast. Hvorugt þeirra
er neitt bam lengur — og Linda ekki gjöm á að
rífast —“
„Mér finnst það afar einfalt," svaraði Alberta.
„Þau eru svo ólíkt skapi farin — og eiga illa
saman hvað það snertir."
Axel greifi fór nú að fylgjast með samtalinu
af meiri áhuga — og Michael hrukkaði ennið
óánægður.
„Það er leiðinlegt, ef svona hefir farið fyrir
þeim. Kaye er ágætismaður. Linda hefir áreiðan-
legað hagað sér kjánalega — skapraunað honum
á einhvem hátt. Það hlýtur að vera meira en litið
að, þar sem hún fer heim með okkur. Ég er viss
um að þetta er einungis Lindu að kenna, ég skyldi
lesa yfir hausamótunum á henni, ef hægt væri að
blanda sér í svona málefni."
Alberta hnusaði í þriðja sinn með fyrirlitn-
ingu:
„Svo að þú þykist þekkja systur þína, en þar
skjátlast þér. Þú segir það Lindu að kenna —
en hún er áreiðanlega að hilma yfir eitthvað fyrir
stelpukjánann —
' „Þú átt þar við Sybil? En hvemig getur þú
vitað það —?“
„Eg hefi ekki togað orð út úr Lindu um þetta,
en ég er samt sannfærð um hvernig farið hefir
— Sybil á ein sök á þessu öllu. Gláptu ekki svona
heimskulega á mig, Michael. Ég get ekki útskýrt
það neitt nánar — en þetta er svo líkt henni Lindu.
Það er einmitt margt svona, sem hún getur tekið
upp á. Vertu nú ekki að mótmæla mér!“
Alberta þagnaði og leit þrjózkulega á karlmenn-
ina. Hún brosti vandræðalega þegar Axel greifi
greip hönd hennar og kyssti hana.
„Kæra frú Summers," sagði hann, „þér emð
eins vitrar og þér emð töfrandi!“
Klukkan á arinhillunni sló í sama bili tólf á mið-
nætti.
„Við leggjum snemma af stað í fyrramálið, og
ætla ég að fara að hvíla mig,“ bætti hann við,
hneigði sig kurteislega og fór út úr stofunni.
„Það var aldrei!" sagði Michael og brosti til
Albertu, sem ennþá var rjóð í framan eftir fagur-
mælin.
„Einn í viðbót?" át Michael upp eftir henni.
„Já, hann er einnig ástfanginn af henni, og ef
hún hefði nokkra vitglóm tæki hún honum. En
þá þurfti hún að láta Kaye krækja í sig, sem er
að vísu yndislegur maður en ekki heppilegur fyrir
Lindu. Axel hæfir henni aftur á móti mjög vel.“
„Ég hélt að Kaye væri fremur að þínu skapi —
hann er sannur Englendingur, i húð og hár. Axel
er mikill heimsmaður og mjög geðþekkur, en
samt -—“
„Ég sagði ekki að Axel greifi væri fremur að
mínu skapi. Mér geðjast vel að honum, en það
er Linda, sem við vomm að tala um. Þau em
alveg sköpuð fyrir hvort annað."
„Ég fer að halda að þú sért djúphyggin Bertie."
Michael lagði handlegginn ástúðlega utan um
konu sína.
Michael, Alberta, Axel og Linda ætluðu að fara
frá Abbou-Abbas morgiminn eftir með hraðlest-
inni, dvelja næstu nótt í Kairo og far síðan með
skipi frá Alexandríu til Triest. 1 upphafi höfðu
þau ekki ætlað sér að fara svona fljótt, en þama
fengu þau betri skipsferð, svo að þau ákváðu að
drifa sig með. Alberta sagði að það væri ekki eftir
neinu að biða þar sem Linda var laus við Sybil.
Linda var sérlega áköf að komast af stað.
„Ég þrái heimili mitt," sagði hún. Michael
skyldi hana mæta vel, því að hann þjáðist sjálfur
alltaf af heimþrá ef hann var lengi að heiman frá
Green Spinneys.
Michael hafði ekki þótt neitt undarleg að Linda
breytti um skoðun og vildi fara heim með þeim.
Hann tók ekki eftir neinni breytingu á systur
sinni, en Albertu fannst hún líta illa út — „eins
og einhver hefði lamið hana —“ eða þannig komst
Alberta að orði.
Hún hafði rétt fyrir sér. Linda var þreytuleg
og lokaði sig sem mest inni í herbergi sínu og
afsakaði sig þá með höfuðverk.
Linda var mjög föl og augu hennar óeðlilega.
stór. Hún lá i myrkrinu og hafði gluggahlerana
opna. Það var mjög kyrrt úti — því að allir voru
í fasta svefni í Abbou-Abbas. Aðeins vökumenn-
imir rufu öðm hverju þögnina, þegar þeir hrópuðu
til hvers annars. Það var örlitill andvari og með
honum barst inn sterkur ávaxtailmur, sem Lindu
fannst svo góður, en hann minnti hana einnig á
Friðarlund.
Það var Sybil, sem varð til að segja henni frá
brottför majórsins, þegar hún morguninn eftir
atburðinn með Hussein kom til Lindu. Sybil var
mjög hæglát og kvíðafull, en henni létti auðsjáan-
lega þegar hún sá að Linda var komin á fætur
eins og venjulega.
„Ég barði á dymar hjá yður í gærkveldi, en
þér sváfuð víst,“ sagði unga stúlkan.
„Já, ég var þreytt og alltof syfjuð til að borða
matinn. Hvemig fór, Sybil?“
„Það fór allt vel. Majórinn var bara dálítið
skapvondur. Hann er farinn burtu, imgfrú Summ-
ers.“
„Já, mér heyrðist ég heyra í flugvélinni hans,“
svaraði Linda og sneri sér að snyrtiborðinu.
„Hann sagðist ætla til Sudan og vera þar
kannske í nokkrar vikur. Hann spurði hvort þér
væruð búnar að segja mér fréttimar."
„Og hvað sögðuð þér?“
„Að ég hefði alls ekki séð yður, en þér hefðuð
ákveðið að fara til Englands með blessuninni
henni A1 — ég á við frú Summers. Þau vildu endi-
lega fá yður með sér og hann hefði ekki viljað
hindra það.“