Vikan


Vikan - 09.10.1947, Blaðsíða 15

Vikan - 09.10.1947, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 41, 1947 15 Kóngur kurekanna A Indíánaveioum. Kvikmyndaleikarinn Roy Rogers 1. Maður kemur þeysandi til bækistöðvar skógarhöggs- manna. „Rauðskinnar, Rauðskinnar!" hrópar hann um leið og hann stöðvar hestinn rétt við hhðina á Roy, sem er að tala við húsbóndann, Tex. „Hópur Rauðskinna réð- ist á mig, rændu frá mér kjötvagninum, sem ég var með á leiðinni hingað og voru nærri búnir að gera út af við mig!“ 2. Tex kallar á Roy og verkstjórann afsíðis. „Piltar", segir hann, „þetta er alvarlegt. Það er þriðja kjötsend- ingin, sem rænt er. Það er ekki annað sýnna en að við munum svelta í náinni framtíð." Augu Roys skjóta neistum. „Húsbóndi", segir hann einbeittur á svip, „þú skalt fá kjötið!" 3. Roy biður ekki eftir að húsbóndinn svari, heldur þeysir af stað á Þjósta sínum. Von bráðar kemur hann að háum kletti og fer af baki. Hann gægist fyrir klettinn og sér, að Indíánarnir hafa áð á sléttunni. Og hann sér líka, að kjötvagninn stendur skammt frá þeim. Roy dettur ráð í hug. 4. Bang! Bang! Bang! Það tekur undir þegar Roy hleypir af hverju skotinu á fætur öðru úr marghleypu sinni. Tilgangurinn er að fæla vís- undahjörð, sem er á beit alllangt í burtu. Roy fer á bak Þjósta og þeysir á eftir hjörðinni, sem fælist og brunar út á sléttuna í áttina til Indíán- anna. 5. Indíánarnir eiga sér einskis ills von. Þeir þjóta upp í ofboði og fara á bak hestum sinum og leggja á flótta undan trylltri hjörðinni. Ekill- inn, sem ók kjötvagninum, stekkur upp í ekil- sætið og keyrir hestana af stað. Hingað til hef- ir allt gengið samkvæmt áætlun hjá Roy. En hættan er á næsta leiti. (Niöurlag sbgunnar kemur í næsta blaði). og í herberginu var allt í röð og reglu. Varðhundurinn hafði sofið eins og ekkert væri, en framburður þjónsins var sá, að fyrir um það bil mánuði hefði eitthvað óvenjulegt borið fyrir húsbónda sinn. Hann hefði fengið mörg bréf, sem hann brenndi á stundinni. Oft var sem gripi hann vitfirring og hann tók sér hesta- svipu í hönd og lamdi höndina á veggnum með henni. Þessa hönd, sem hafði horfið á dularfullan hátt nóttina sem morðið var framið. Þjónninn bar það, að Sir John hefði að jafnaði gengið seint til hvílu og sjálfur gengið vandlega frá hurðinni á herbergi sínu. Þá hefði hann ætíð haft skotvopn við hendina. Oft hefði það borið við á næt- urnar, að hann talaði fullum rómi, eins og hann ætti í deilum við einhvern, en nótt- ina, sem morðið var framið, hefði aftur á móti hvorki heyrzt hósti né stuna, og þjónninn kvaðst ekki hafa orðið neins var, fyrr en um morguninn. Vitnið gat engan grunað um glæpinn. Ég skýrði frá öllu því, sem ég vissi um þann framliðna. Rannsókn var gerð um alla eyna, en hún bar engan árangur. Nótt eina þremur mánuðum eftir að morðið var framið fékk ég martröð. Mér fannst sem ég sæi höndina, þessa óhugnanlegu krumlu, fálma við glugga- tjaldið og vegginn í herbergi mínu, eins og köngurló. Martröðin leið frá stund og stund en kom svo aftur, og þrisvar sinn- um um nóttina sá ég höndina fikra sig um herbergið á fingurgómunum, eins og ægi- legt skordýr. Daginn eftir var komið með höndina til mín; hún hafði fundizt á grafreit Sir John Rowell — en vísifingurinn vatnaði. . Heiðruðu frúr, þetta er nú sagan um dularfullu höndina. Og meira veit ég ekki.“ Konurnar voru utan við sig, fölar og titrandi. Loks fékk ein þeirra málið og sagði: „En þetta er engin skýring. Leyndar- dómurinn er enn ekki leystur. Þér verðið að gefa skýringu áf þessu.“ Rannsóknardómarinn brosti: „Heiðruðu frúr,“ sagði hann. „Skýring mín er aðeins sú, að eigandi handarinnar hafi alls ekki verið dauður, og hafi komið að sækja höndina, sem hann hafði misst; að hann hafi sótt hana með þeirri, sem hann hélt, en notið beggja við hefndina. En hvernig hann fór að því, er mér ekki fyllilega ljóst og get því ekki skýrt frá því.“ „Nei, þetta getur ekki verið hin rétta skýring á atburðinum,“ andmælti ein konan. Rannsóknardómarinn birosti aftur og sagði: „Ég vissi alltaf, að þið yrðuð ekki ánægðar með skýringu mína, því að hún er ekki eins dularfull og yður grunaði.“ Vegleg kirkja á Bretlandi. Mynd þessi er af turni dómkirkjunnar í Salis- bury í Suður-Englandi. Fremst á myndinni eru kórdrengir kirkjunnar i knattleik.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.