Vikan - 01.01.1948, Qupperneq 5
~VIKAN, nr. 1, 1948
Ný framhaldssaga:
AST LEIKKOIMLIMIMAR
8
... Eftir FAITH BALDWIN .J
í hana. Hún spurði lestarstjórann hvert hún
ætti að fara, en hann fullvissaði hana um að
hún fengi rúm í svefnvagni. Fór hún inn í snyrti-
herbergið, sem var ætlað kvenfólki, með hand-
tösku sína. Skömmu seinna skreið hún upp í
rúmið, sem henni var ætlað, klædd náttfötum
og slopp. Alla nóttina hraut karlmaður ekki
langt frá henni, en í þessum svefnvagni ægði
saman körlum og konum. Og bamsgrátur heyrð-
ist öðru hverju.
Það hafði snjóað í Nýja-Englandi. Morguninn
eftir, snemma, þegar Cherry vaknaði og leit út
um gluggann var jörð alhvít. Á litlu járnbraut-
arstöðinni, sem þau komu við á, biðu nokkrir
hestar, spenntir fyrir vagna og lagði gufustrók-
inn frá vitum þeirra. Það var glampandi sól-
skin, svo að menn fengu ofbirtu i augun, en í
brekkunum renndu sér böm á sleðum.
Lestin þaut fram hjá þorpum og kirkjum með
háar tumspírur og dreifðum sveitabýlum. Skor-
steinarnir minntu á rauða pípuhatta, sem spúðu
upp úr sér reykjarmekki og öðm hverju voru
verksmiðjur á leið þeirra. Cherry horfði á ekkert
nema sveitabýlin og hún var í ljómandi góðu
skapi. Hún þráði að eiga heima á einhverju
þeirra, eða að minnsta kosti taldi hún sjálfri sér
trú um það.
Þegar komið var til Portland var nokkur við-
dvöl. Þar skipti Cherry um lest og hélt í aðra
átt, eða til Snæfjallanna, sem bera nafn sitt með
réttu. Skömmu seinna námu þau staðar á lítilli
stöð við sveitaþorp, sem ltktist öllum hinum
þorpunum, sem þau höfðu ekið um. Þama var
heiðskír himinn en kuldi í loftinu. ökumaður, sem
var hár vexti, klæddur loðkápu og loðhúfu, beið
á stöðvarpallinum og reikti biksvarta pípu.
Það var auðséð að þarna hafði verið mikil
snjókoma og talsverðir skaflar komnir, en vegir
samt allir færir. ökumaðurinn kinkaði kolli, þegar
Cherry sagði ákvörðunarstað sinn, og gerði þá
athúgasemd um leið að Simpson-hjónin hefðu eirki
haft marga gesti hjá sér þetta árið, aðeins einr.
mann. „Já, og hamj er skrítinn náungi,“ bætti
ökumaðurinn við hugsandi.
„Er það ungur maður?“ spurði Cherry, sem
barði sér til hita.
„Eg heiti Lemuel — en venjulega kallaðúr
Lem,“ sagði ökumaðurinn. „Ég veit ekki hvort
hægt' er að kalla hann ungan. Sjálfur er ég
fimmtugur og myndi ég gizka á, að hann væri
tuttugu ámm yngri en ég. Þér munuð tæplega
telja hann ungan,“ bætti hann við glaðlega. „En
ég heyrði ekki hvað þér sögðuzt heita.
„Sara Brown,“ sagði Cherry.
„Hann heitir Smith,“ sagði Samuel, „hinn gest-
urinn, á ég við.“
„Smith,“ Cherry gretti sig lítið eitt og vafði
kápunni þéttar að sér. „Smith! Já, því ekki það?
Brown og Smith em þokkaleg nöfn.“
Vegurinn lá nú í allmiklum bratta. Sveitabýl-
ið, sem þau vom á leiðinni til, stóð uppi á milli
hárra og brattra fjalia og umkringd af þeim á
alla vegu. Þarna var tekið á móti gestum árið
um kring, en þó meira á sumrin. Löng trjágöng
lágu upp að bænum, en fyrir neðan þau snævi-
þakin slétta með botnfrosinni tjöm. Sveitabýlið
var rauðmáiað og rauk upp úr strompinum.
Þama kom hundur hlaupandi út úr húsinu, gelti
og öslaði i snjónum.
„Jæja, þá emm við komin," sagði Lemuel kurt-
eislega.
6. KAFLI.
TJtidyrahurðin opnaðist, kona kom út og hast-
aði á hundinn. Það var auðséð, að þetta var hús-
móðirin, frú Simpson. Hún horfði rannsakandi
og kuldalega á Cherry og farangur hennar. Enga
hlýju var að sjá í svip konunnar og hún bauð
Cherry ekki velkomna.
„Þér hafið líklega ekki laust herbergi hér fyrir
mig í nokkra daga, frú Simpson?“ spurði Cherry,
sem varð allt í einu vandræðaleg og feimin.
„Ég veit ekki hvað segja skal,“ svaraði frú
Simpson og togaði rauðu prjónapeysuna, sem hún
var í, betur upp í hálsinn, •— „það er að segja,
ég hefi herbergi, en yður líkar það kannske ekki.
Þér hafið víst ekki skrifað og beðið um her-
bergi?“
„Nei,“ viðurkenndi Cheny. „Það gerði ég ekki.
Kunningi minn einn sagði mér frá þessum Stað
og ég hafði svo mikla þörf fyrir hvíld — þess
vegna fór ég hingað, án þess að gera boð á und-
an mér,“ stamaði hún vandræðalega. „Ó, þér get-
ið ‘ekki gert mig afturreka,“ hún var biðjandi á
svipinn.
„Ég rek ekki einu sinni hund héðan í burtu,
ná þess að gefa honum bein,“ sagði frú Simpson
þurrlega. „Komið inn,“ bætti hún við, og sneri
sér að Lemuel, ,,á hvað ertu að glápa?“
Lem tók töskumar. Frúin opnaði hurðina og
ökumaðurinn og Cherry eltu hana inn.
Á leiðinni upp stigann, litaðist Cherry í kring-
um sig, gægðist yfir handriðið og inn í hvern
krók og kima. Hún sá engan, en Lem hafði samt
sagt, að gestur væri þar fyrir. Þegar hún stóð
að lokum inni í snotru herbergi með stórum
gluggum, áræddi hún að spyrja:
„Ég er liklega ekki eini gesturinn héma?“
„Nei, það eruð þér ekki,“ svaraði frúin stutt-
lega og krosslagði handleggina. Cherry sneri sér
vandræðalega að Lem.
„Hvað skulda ég yður?“ spurði hún.
„Einn og hálfan dollar,“ sagði frú Simpson
fljótmælt, „látið hann ekki frá eitt ,,cent“ þar
fram yfir.
Lem þreif pípu sína órólegur. Hann var hálf
skömmustulegur á svipinn.
„En að þú skulir segja þetta, Mitty!“ sagði
hann. „Ég ætlaði mér ekki — —“.
„Það segir þú núna,“ Svaraði frú Simpson.
Cherry fékk honum tvo dollara og hann horfði
þakklátur á hana. Frú Simpson varð gröm á
svipinn, en sagði þó ekkert, Lem fór tautandi
út frá þeim.
„Morgunverður er klukkan átta, hádegisverð-
ur hálf eitt og kvöldverður hálf sjö," romsaði
frúin. Hún gekk að rúminu og þreifaði undir
sængina. „Hvort viljið þér liggja á hörðu eða
mjúku?“
„Hörðu,“ svaraði Cherry og sneri sér út að
glugganum. „Hér er svo fallegt — og friðsælt,"
bætti hún við.
„Já, það haldið þið öll,“ sagði frú Simpson
myrk í máli. „Það hafa átt sér stað tvö morð
og allmargir þjófnaðir í þessari sveit, síðustu
sex árin. Sömuleiðis mörg hneykslismál. En ég
er nú ekki þannig gerð, að ég tali um slíkt. En
þetta er allt sök unga fólksins, sem ekur um í
bílum, drekkur sig fullt og sækir allar skemmt-
anir. Hér á heimilinu er allt bindindisfólk," sagði
hún að endingu með áherzlu og horfði fast á
Cherry.
„Það þykir mér ágætt," svaraði Cherry hlæj-
andi. „Það er fallegt af yður, að vilja taka mig
— ég — —, býr héma maður að nafni Smith
hjá yður?“ spurði hún svo og dró djúpt and-
ann, eins og sundmaður, sem býzt til að steypa
sér í kalt vatn.
„Smith," át frúin upp eftir henni, eins og hún
hefði aldrei heyrt það nafn áður. „Ó, því sögð-
uð þér það ekki fyrr?“ sagði hún svo, ásakandi.
„Við hvað eigið þér?“ spurði Cherry, sem vissi
ekki hvort það var hún sjálf eða frúin, sem var
orðin brjáluð.
„Að þér væruð frænkan, sem Smith ætti von á.“
Svo að hann hafði þá búizt við henni! Cherry
fór strax að hugsa um, hvenær næsta lest færi
aftur þaðan.
„Ég var ekki viss um að ég gæti komið,“ sagði
hún svo varfæmislega, „og ég vissi ekki hvað
hann yrði héma lengi.“
„Hann er rólyndur, ungur maður, sem gerir
mér enga fyrirhöfn á nokkurn hátt. Hann hefir
góða matarlyst og eyðir kvöldunum við skriftir.
Ég held, að hann sé að semja bók,“ sagði frú
Simpson. „Hann sagði, strax og hann kom, að
hann óskaði eftir að vera sem mest einn, en að
frænka sín kæmi ef til vill eftir nokkra daga.
Hann gleymdi að segja.mér nafn yðar.“
„Ég heiti Sai'a Brown,“ sagði Cherry. „Og -—
það er að segja — við höfum ekki sézt í mörg
ár, frændsystkinin, en hittumst af tilviljun um
daginn, og hann sagði mér —“, stamaði Cherry,
sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð eða hvemig hún
ætti að snúa sig út úr þessu.
Frú Simpson kinkaði kolli. Auðsjáanlega kom
þetta allt heim og saman við það, sem ungi mað-
urinn hafði sagt frúnni. „Kannske þér viljið hvíla
yður, það eru tvær klukkustundir til hádegis-
verðar,“ sagði hún, „Þér heyrið í matarbjöllunni.
Það em tveir gestir fyrir utan yður og Smith.
Ungfrú Hambridge, kennslukona, sem hefir feng-
ið taugaáfall, og Hill stóreignamaður, sem dvel-
ur hér hálfan mánuð á hverjum vetri og mánuð
á sumrin."
I dyrunum sneri hún sér við og hélt áfram:
„Baðherbergið er innar á ganginum, til hægri,
og þér getið fengið eins mikið af heitu vatni hing-
að inn og þér viljið.“ Hún benti á þvottagrind-
ina með drifhvítum handklæðunum og tannbursta-
glasinu. „Síminn er í setustofunni og fyrir hvert
símtal þarf að borga. Það em skíði og sleðar
í úthýsinu, ef yður langar til.“
„Er Smith--------?“ tók Cherry til máls.
„Nei, hann, er ekki inni,“ greip frú Simpson
fram í fyrir henni. Hún var undarleg kona, því
að það þurfti aldrei að ljúka neinni setningu, til
að hún vissi við hvað var átt. „Hann er úti að
ganga. Hann er mikill göngumaður, enda held-
ur hann sér í hæfilegum holdum.“
Þegar hurðin lokaðist á hæla frú Simpson, tók
Cherry að opn.a töskur sínar og ná upp dótinu.
Herbergið var stórt, bjart og sólríkt. Veggfóðrið
var grátt, með stórtim rósavöndum. Það var einn-
ig rósaútflúr á þvottaskálinni og -könnunni, sem
stóðu á grindinni. Rúmábreiðan var hvít og hekl-
uð og á borðinu var ljós prjónadúkur. 1 herberg-
inu var einnig stállampi og tveir stólar, en ann-
ar þeirra var ruggustóll. Allt var hreint og fág-