Vikan


Vikan - 01.01.1948, Qupperneq 6

Vikan - 01.01.1948, Qupperneq 6
6 VTKAN, nr. 1, 1948 að og ábreiður óslitnar. Á veggjunum héngu tvser myndir, auðsjáanlega kápur af myndablöð- um, sem settar höfðu verið í ramma. Hálfri klukkustund síðar fór Cherry niður. Það var enginn í setustofunni nema eldri kona, sem sat og las dagblað. Borðstofan var auðsjáanlega hinum megin við setustofuna og þarna var góð matarlykt. Cherry fór út, gekk niður veginn og út í snjó- inn. Hún var i græna skíðabúningnum og háum stígvélum með þykkum sólum. Hún fór veginn áfram, sem lá bak við húsið. Hundurinn hljóp á eftir henni og dinglaði rófunni vingjarnlega. Cher- ry talaði til hans: ,,Já, seppi minn, ég hefði ekki átt að koma hingað — hann er allt of öruggur með sig.“ t Hún hnoðaði snjókúlu og kastaði henni eins iangt og hún gat. Hár hennar fiaksaði niður und- an prjónahúfunni og liðaðist um ennið og hún var rjóð í kinnum. „Ef til vill væri bezt fyrir mig að fara héðan aftur," hélt hún áfram við geltandi hundinn, „án þess að hann sæi mig —.“ En hún var svöng, og henni fannst hún frjáls og hamingjusöm. Hún vildi ekki fara aftur. Hún gekk upp að húsinu, gægðist inn í úthýsið og dró þar út fallegan og rennilegan sleða. Með hundinn á hælum sér staulaðist hún með sleðann upp litla hæð og renndi sér niður aftur. Þetta var gaman! I þriðju ferð fór illa fyrir henni, Cherry hentist af sleðanum og stakkst á haus- inn í snjóskafl. Einhver tosaði henni upp. Það var Amberton — nei, Smith — hinn vinsiæli ferðalangur og rithöf- undur. Hann var klæddur skíðabuxum og þykkri peysu, en var berhöfðaður. „Eg vissi, að þér mynduð koma," sagði hann og hló. Cherry stappaði snjóinn af sér, þurrkaði sér í framan og um augun og hnerraði duglega. Hún horfði fokreið á hann. Hann hafði engan rétt til að vera svona yfirlætislegur á svipinn. „Ég vildi óska, að ég hefði ekki —,“ sagði hún óðara. „Nei, það segið þér ekki satt. Lofið mér nú að draga hann —.“ Hann tók sleðataugina og lagði af stað upp brekkuna. „Tveir geta hæglega komizt fyrir á sleðanum," sagði hann. „Það var gaman að þér skylduð koma.“ „Ég —,“ hún nam staðar uppi í miðri brekk- unni. „— Ég er ekki komin til að hitta yður," sagði hún. „Ég kom af því að ég var þreytt og mig langaði til að fara eitthvað." Hún mundi á síðustu stundu að tala með útlendingslegum fram- burði, eins og hún hafði gert í fyrra skiptið, sem hún hitti hann: „Mig langaði til að leita einverunnar," sagði hún að endingu dauflega. „Og þess vegna komuð þér hingað, þar sem þér hélduð að þér mynduð hitta mig.“ Hann stakk hendinni inn undir handlegg hennar. „Kom- ið og streitist ekki lengur á móti. Nú erum við loksins tvö ein og frjáls —.“ „Heitið þér i raun og veru Smith?" spurði hún skyndilega. „Já, það er nafn rnitt," svaraði Anthony Am- berton. „En ég ber einnig annað nafn, sem fólk þekkir mig aðallega undir. En ég vil ekki segja yður nafnið, því að það myndi spilla öllu fyrir okkur." Þama var yndislegt að vera. Himininn heiður og blár, jörðin alhvit af snjó og engan dökkan díl að sjá nema furutrén uppi í fjallahlíðunum. Loftið var tært og heilnæmt og sólskinið svo bjart, að það skar í augun. „Eruð þér vissir um, að nokkru sé að spilla okkar á milli?" spurði Cherry. „Já, og það eruð þér einnig vissar um," svar- aði Anthony, sem var talsvert ráðrikur. Hann nam staðar upni á brekkubrúninni. „Setjizt fyr- ir aftan mig á sleðanum — og takið utan um mig. Og nú af stað!" „Finnst yður þetta gaman?" spurði hann, þeg- ar niður var komið. „Dásamlegt," svaraði hún.. „Þér hafið auðvitað lifað allt yðar líf eins og fugl í búri —- aldrei komizt út í náttúruna," bætti hann við skömmu síðar. „Hér er hægt að njóta lifsins eins og bam, því að hingað nær ekki spilling og glys heimsins. Hér er ekkert nema fjöll og skógar, snjór og heiður himinn. Já, ég var sanfnærður um að þér mynduð koma. Ég vissi að hér myndum við hittast — úti í náttúr- unni." Hann þrýsti handlegg hennar. „Þér emð dásamlegár — það hefi ég sagt yður áður. Og ég mun segja það aftur — ótal sinnum." Þegar þau komu heim að húsinu, kom frú Simpson, ljómandi af góðvild, á móti þeim. „Þér hafið þá fundið frænda yðar, ungfrú Brown," sagði hún og Cherry kinkaði kolli. Þegar þau gengu inn í borðstofuna, hvíslaði Anthony að Cherry: „Heitið þér í raun og vem Brown?" „Já,“ svaraði Cherry, „en ég er þekkt undir öðm nafni, og það segi ég yður ekki. Það myndi spilla öllu." Og nú var jafnt á komið með þeim báðum. Þrátt fyrir taugaslappleika sinn, borðaði ung- frú Hambridges við borðið með hinum gestun- um og „nartaði í matinn" eins og hún sjálf orð- aði það. Hún „nartaði" ætíð þar til öll föt vom orðin tóm. Hún var feitlagin kona, með blá, blíð- leg augu, og afar málgefin. Snerist tal hennar aðallega um þrjá uppskurði, sem hún hafði þurft að ganga undir. Hún var mjög glöð við komu hins nýja gests, því að hún var næstum alveg komin í þrot með lýsingar á taugaáfalli sínu við hitt fólkið, og hinum sífelldu svörtu deplum, sem hún sá fyrir augunum. Hill var lágvaxinn maður, sem hafði fyrir fimm árum hætt verzlun sinni á feitmeti. Hann hafði falskar tennur með óvenju rauðum tanngörðum, var vingjamlegur og alveg laus við alla for- vitni. Þegar Cherry og Anthony komu inn i borð-^ stofuna í fylgd með fni Simson, og hún kynnti þau, sagði Hill aðeins þrjár setningar: „Hann var glaður yfir að kynnast þeim, sagðist vera frá Boston, og vonaði að þau hefðu ánægju af dvölinni þama.“ Simpson, hávaxinn, gráhærður maður, var á- gætur gestgjafi og skar sundur steikina af mestu list. En Cherry var ekki i nokkmm vafa um að Mitty — frú Simpson — réði mestu um bústjóm- ina. Ungfrú Hambridge, sem var frá New Haven, kunni betur við að þekkja deili á hlutunum. Kann- ske hafði hún orðið þannig í starfi sínu sem kennslukona! Ljósblá augu hennar horfðu ýmist á Cherry eða Anthony. Tvisvar tautaði hún: „Ég er viss um að ég hefi séð yður áður — einhvers staðar, hr. Smith." Hjarta Cþerry hafði tekið að slá örar við fyrstu orð hennar, og bætti það ekki úr skák, þegar ungfrúin bætti við, „og yður, ung- frú Brown." Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Langar litla drenginn til að leika á Pabbinn: Hlustaðu, mamma, hve tónamir, sem hann Lilli nær úr munnhörpuna? munnhörpunni, em fallegir! LilU: Da-da-da! Mamman: Það er dásamlegt, elskan mín, en síminn er að hringja. Og Lilli er einn um Pabbinn: Það er yndislegt að heyra munnhörpuhljóðin hjá Lilli: Da-da? stund ... honum Lilla. Pabbinn: Guð almáttugur! Lilli hefir gleypt munnhörpuna!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.