Vikan - 01.01.1948, Side 9
VIKAN, nr. 1, 1948
9
Frétta-
myndir
Til vmsrtri er mynd af suðrænni næturklúbbadansmær í Havana, sem
tekin var föst, ákærð fyrir að hafa myrt bandariskan lögfræðing frá Chi-
cago (sést hér að ofan ásamt konu
sinni, sem einnig er dansmær). Lög-
fræðingurinn dó fimm dögum eftir
að hann hafði orðið fyrir skoti um
borð í, lystisnekkju sinni.
Borgarstjórinn í Havana á Kúbu hlýtur að hafa verið skyldu-
rækinn maður. Hann hafði lofað þvi i kosningabaráttunni, að hann
skyldi láta gera fullkomna vatnsveitu fyrir borgina. Honum tókst
ekki að efna þetta loforð, og framdi hann þá sjálfsmorð. Myndin
er tekin i anddyri-ráðhússins, og er heiðursvörður við kistu borgar-
stjórans.
Pjórtán ára gamall sonur forseta Mexíkó, Mi-
guel Aleman, sést hér á þessum tveim myndum.
Hann er-á skemmtiferðalagi i New York og þarf
margt að sjá og reyna, eins og gefur að skilja.
Til hægri sést hann vera að borðá pylsu hjá
pylsuvagni, en til vinstri er hann í skemmtiggrði
borgarinnar.
Þetta er mynd af áströlsku kvik-
indi, svonefndum ,,Tasmaníudjöfli“.
Hann er smávaxinn og í ætt við poka-
dýrið, en með afbrigðum grimmur.
Hausinn á honum er stór og ginið
vitt, eins og sjá má á myndinni, en
skrokkurinn frekar lítill. Myndin er
tekin í Bronx-dýragarðinum í New
York.
Þetta er 22 ára gömul Parísardama um
borð í skipi á leiB til Ameríku. Þar biður
kærastinn hennar, amerískur hermaður,
sem hún kynntist á striðsárunum.