Vikan - 01.01.1948, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 1, 1948
11
Framhaldssaga: —------------------------
Hver var afbrotamaðurinn ?
___________—---------— Sakamálasaga eftir Agatha Christie
því athygli fram að þessu, að frú Mercado var
komin inn í stofuna til okkar. Hún hlýtur að
hafa læðzt inn á meðan við vorum að virða fyrir
okkur blóðug-a kvamarsteininn, því þá voru mest-
ar líkur til að eginn hefði tekið eftir henni.
Nú rak hún skyndilega upp skrækt vein og
sagði upp úr eins manns hljóði:
„Ö, guð minn góður! Nú sé ég, hvemig í öllu
liggur. Séra Lavigny á sök á þessu öllu saman.
Hann er haldinn trúarbragðaofstæki. Hann held-
ur, að allt kvenfólk sé svo óguðlegt og ætlar
því að myrða okkur hverja á fætur annarri.
Fyrst var það frú Leidner, síðan ungfrú John-
son og næst verður það ég .... “
Hún hljóp þvert yfir herbergið til dr. Reilly
og greip báðum höndum um jakkakraga hans.
„Ég verð ekki héma lengur!“ skrækti hún.
„Ekki einum deginum lengur! Hér er hætta á
ferðum — alls staðar. Hann liggur í felum ein-
hvers staðar — og bíður eftir tækifæri. Siðan
tekur hann undir sig stökk og hremmir mig!“
Ég fór til dr. Reilly til að aðstoða hann við
að róa frú Mereado. Ég losaði tak hennar á
jakkakraga læknisins og neyddi hana til að setj-
ast i stól.
„Það sækist enginn eftir lífi yðar,“ sagði ég.
„Við skulum líka vemda yður fyrir öllum árás-
um. Setjist aðeins niður og segið ekkert!"
Þetta hreif. Hún lokaði munninum og horfði
á mig undrandi og skelfd.
En nú kom annað óvænt atvik fyrir. Dymn-
um var hmndið upp og Sheila Reilly kom inn.
Hún var óvenjulega hæg og föl og gekk beint
til Poirots.
„Hg kom við á pósthúsinu snemma i morgun,“
sagði hún, „og það var komið símskeyti til yðar,
svo ég tók það hingað með mér.“
„Þakka yður fyrir, ungfrú,“ svaraði Poirot.
Hann tók við símskeytinu og opnaði það. Sheila
Reilly horfði fast á hann, en enginn dráttur
hreyfðist í andliti Poirots. Þegar hann hafði les-
ið skeytið, braut hann það saman og stakk því
í vasann.
Frú Mercado hafði einnig horft á hann á með-
an hann var að þessu og spurði nú með hinni
skræku rödd sinni: „Var þetta skeyti —- — frá
Ameríku ? “
„Nei, frú,“ svaraði Poirot. „Það var frá Túnis."
Hún starði á hann nokkur augnablik eins og
hún skildi hann ekki, en síðan hallaði hún sér
aftur í sætinu og skrækti: „Já, það er um séra
Lavigny. Ég hef þá haft rétt fyrir mér. Ég vissi
alltaf, að það var eitthvað einkennilegt við hann.
Hann sagði einu sinni nokkuð skritið við mig ....
Ég býst við, að hann sé bilaður." Hún þagnaði,
en bætti siðan við í afsökunarróm: „Ég skal
vera róleg og ekki segja meira, en ég verð að
fara héðan. Við Jósep getum án efa fengið að
dvelja í gistihúsinu til að byrja með.“
„Verið hægar, frú,“ sagði Poirot. „Ég skal
skýra þetta allt bráðum."
Maitland yfirforingi leit á hann undrandi:
„Haldið þér karmske, að þér hafið komizt fyrir
morðin og þetta allt?“ spurði hann.
Poirot hneigði sig eins og leikari á leiksviði.
Ég sá, að þetta fór í taugamar á Maitland.
„Nú, jæja,“ rumdi í honum. „Orðið er laust
fyrir yður.“
En þetta var ekki aðferð Poirots. Ég sá strax,
að hann ætlaði að setja þetta á leiksvið, ef svo
mætti segja. Ég var ekki viss um að hann hefði
í rauninni komizt að nokkurri niðurstöðu, bjóst
jafnvel við, að hann segði þetta aðeins í einhverj-
um ákveðnum tilgangi.
Poirot sneri sér að dr. Reilly og sagði: „Vild-
uð þér gera svo vel, dr. Reilly, og kalla á hitt
fólkið."
Dr. Reilly stökk á fætur og þaut út. Eftir dá-
litla stund fóru leiðangursmenn að koma inn.
Fyrst komu þeir Reiter og Emmott, næst kom
Bill Coleman, þá Richard Carey og loks Jósep
Mercado.
Aumingja Jósop Mercado, hann var bleikur
sem nár. Ég býsi við að hann hafi óttazt, að
nú mundi hann fá skammir fyrir að hafa látið
eitruð efni liggja tvona á glámbekk.
Allir settust í kring um borðið, á svipaðan hátt
og við höfðum gert fyrsta daginn, sem Poirot
kom. Það kom dálítið h:k á þá Bill Coleman og
David Emmott, þegar þeir komu auga á Sheilu
Reilly. Hún stóð úti við giuggann og sneri baki
að þeim.
„Stól, Sheila?“ spurði Bill Coleman.
„Viltu ekki fá þér sæti?“ sagði David Em-
mott með hinni viðkunnanlegu, lágu rödd sinni.
Sheila sneri sér við og leit á þá til skiptis.
Þeir ýttu báðir sitt hvorum stólnum í áttina
til hennar. •
Hún settist á hvorugan stólinn, heldur tyllti
sér á lítið borð úti við gluggann. „Ég ætla að
sitja héma,“ sagði hún, en bætti síðan við: „Það
er að segja, ef Maitland yfirforingi hefii ekkert
á móti því að ég sé viðstödd.“
Ég veit ekki, hvað Maitland mundi hafa sagt,
en Poirot varð fyrri til og svaraði: „Ég óska
þess, að þér verðið kyrrar, ungfrú Reilly. Það
er meira að segja nauðsynlegt, að þér séuð við-
staddar."
Hún lyfti augabrúnunum og horfði á Poirot.
„Nauðsynlegt ?“ át hún eftir.
„Já, ég sagði það, ungfrú,“ svaraði Poirot. „Ég
þarf að leggja fyrir yður nokkrar spumingar.“
Hún lyfti enn brúnunum, en svaraði engu. Hún
sneri sér við og horfði þrjózkulega út um glugg-
ann, eins og hún ætlaði sér ekki að hlusta á
það, sem fram færi að baki henni.
„Nú, jæja,“ sagði Maitland yfirforingi. „Kann-
ske við fáum þá loks að heyra sannleikann í
málinu!"
Hann virtist vera orðinn óþolinmóður, því hann
var sýnilega áhlaupamaður. Mér fannst eins og
hann vildi losna sem fyrst og snúa sér að öðr-
um verkefnum, svo sem leitinni að séra Lavigny
eða einhverju þess háttar. Hann leit á Poirot,
og vax ekki laust við að lítilsvirðingarsvip brygði
fyrir á andliti hans. Ég þóttist sjá, að hann
hugsaði sem svo, að ef þessi Poirot hefði eitthvað
að segja, þá skyldi hann fara að opna á sér túlann.
Poirot leit yfir söfnuðinn og reis siðan hægt
og virðulega úr sæti sínu. Ég veit ekki, hvað ég
bjóst við að hann mundi segja, en þegar hann
hóf mál sitt, kom hann mér mjög á óvart, því
hann mælti fram setningu á arabisku. Hann hafði
setninguna yfir hægt og hátíðlega — já, eins og
hann væri að prédika: „Bismillahi ar rahman ar
rahim.“ Síðan þýddi hann hana á ensku: „1 nafni
Allah, hins miskunnsama, hins samúðarfulla."
27. KAFLI.
„Bismiliahi ar rahman ar rahirn." „Þessa setn-i
ingu hafa Aarbarnir yfir áður en þeir leggja
upp í ferðalag. Ég ætla nú að leggja upp í ferð
með ykkur, ferð inn í fortíðina, hið liðna."
Mér fannst þetta einkennilega til orða tekið
hjá Poirot, en þegar ég hafði litazt um i stof-
unni, fann ég þó, að þetta voru orð að sönnu hjá
honum. Við vorum að vísu öll saman í þessari
stofu núna, en brátt mundu leiðimar skilja og
við færum sitt í hverja áttina.
Poirot hélt áfram:
„Frá því ég fór fyrst að rannsaka þetta mál,
hefi ég gert mér ljóst, að til þess að komast á
rétta sporið, yrði ég að kynna mér persónuleika
allra þeirra, sem hér bjuggu, áhugamál þeirra
og leyndardóma hjartna þeirra.
Ég vil strax taka það fram, að þótt ég telji
mig hafa komizt að endanlegri og réttri niður-
stöðu í máli þessu, þá hef ég engar beinar sann-
anir fyrir máli minu. Ég veit aðeins, að þetta
hlýtur að vera þannig, því að einmitt á þennan
eina hátt verður hvert einasta atvik skiljanlegt
og skýranlegt og myndar samfellda og eðlilega
heildarmynd. Þetta er að mínu áliti bezta sönn-
unin, þegar hvað kemur heim við annað, og verð-
ur ekki á betri sönnun kosið.
Ég ætla þá að byrja á því, þegar ég var beð-
inn að koma hingað og rannsaka þetta mál. Mér
var skýrt lauslega frá því, sem komið hafði fyrir
og hvernig ástatt hafði verið hér fyrir morðið.
Ég þóttist strax sjá, að allt yrði að snúast um
að fá upplýsingar um persónuleika frú Leidners.
Ég mundi aldrei komast að því, hvers vegna frú
Leidner liafi verið myrt, nema ég kæmist að því
með vissu, hvernig kona frú Leidner hafði verið.
Þessu næst yrði ég að rannsaka það atriði,
að sambúðin hafði verið eitthvað þvinguð hér.
Ég hafði frétt að svo var úr ýmsum áttum og
flestir töldu, að þetta væri frú Leidner að kenna.
Mér fannst þetta vel geta verið, en þó fannst.
mér þetta ekki fullnægjandi skýring á því, sem
gerzt hafði. Eitthvað meira varð að koma til.
En ég mun víkja nánar að þessu síðar.
Eins og ég sagði áðan, byrjaði ég á því að
kynna mér persónuleika frú Leidners. Flestum
bar saman um, að hún hefði haft talsverðan per-
sónuleika til að bera. Hún hafði góðan smekk,
en barst þó ekki mikið á í klæðaburði. Ég hafði
séð handbragð hennar á útsaumuðum dúk og
furðaði mig á, hve vandvirk og smekkleg hún
vera í verkum sínum. Með þvi að skoða bækum-
ar, sem hún hafði hjá sér í svefnherbergi sínu,
komst ég að því, að hún var hugsandi manneskja,
en jafnframt mjög eigingjöm.
Mér hafði verið sagt, að frú Leidner væri mjög
ástleitin kona og legði sig mjög fram um að
ganga í augun á karlmönnunum. Ég lagði engan
trúnað á, að þetta væri satt.
Fyrst og fremst sá ég strax, að hún hafði á-
huga á listum og nútíma vísindum. Þetta dró ég
af rannsókn bóka þeirra, sem frú Leidner hafði
í herbergi sínu, eins og ég sagði áðan. Með rann-
sókn ýmsra annara atvika, gat ég gert mér
nokkra mynd af skapferli hennar.
Því næst sneri ég mér að leiðangursmönnum
og öðmm, sem kynnzt höfðu frú Leidner. Við
þetta gat ég fullkomnað mjög mynd mína af
henni.
Ég varð þess fljótt fullviss, að dr. Reilly og
nokkrir aðrir ásamt honum, höfðu rétt fyrir sér
þvi, að frú Leidner var einn þeirra kvenmanna,