Vikan


Vikan - 15.04.1948, Blaðsíða 4

Vikan - 15.04.1948, Blaðsíða 4
/ Eftir tuttugu ár Smásaga eftir PHYLLÍS HAMBLEDON. „Það hefir verið hringt frá París, ung- frú Chalmers," sagði Lorna Grant. „Þeir vilja fá aukasendingu af númer 23. Nýju gerðirnar af bláu efnunum eru komnar úr lituninni. Hafið þér tíma til að tala við Smith, sem hefir beðið um samtal við yð- ur? Hann segir að það sé viðvíkjandi úti- búinu í Birmingham." „Við höfum svo að segja ákveðið hver eigi að taka við stjórn þess!“ svaraði Je- anne Chalmers. „En ég get svo sem talað við manninn." Lorna Grant gekk út úr skrifstofu for- stjórans og skömmu síðar var drepið á dyrnar. Jeanne Chalmers leit upp úr reikn- ingunum, sem hún var að lesa yfir. „Gjör- ið þér svo vel, Smith . . .“ Þá þagnaði hún skyndilega. „Kristófer . . . ?“ sagði hún lágt. „Já, það er ég, Jeanne!“ sagði hávaxni, herðabreiði maðurinn og gekk nær. „Ég ætti að vísu að segja ungfrú Chalmers, með tilliti til alls þessa . . .“ Hann benti í kringum sig í skrifstof- unni. Úr breiðum gluggumnn sá út yfir Chalmers-verksmiðjuna, sem var aðal- framleiðslufyrirtæki borgarinnar og skap- aði fjölda íbúanna atvinnu. Eftir dauða föður síns hafði Jeanne, þá aðeins tuttugu og tveggja ára, tekið við stjóm fyrirtæk- isins og helgað því algjörlega líf sitt. „Ég gæti ekki hugsað mér að þú kall- aðir mig annað en Jeanne," svaraði hún stillilega. „Gjörðu svo vel að fá þér sæti.“ Hún hafði strax veitt því athygli að Kristófer hafði breytzt mjög á þessum tuttugu árum, sem hann hafði verið í Kína. Hann var undarlega tötralega búinn, horaður og þreytulegur; en augu hans og rödd voru hin sömu og þegar leiðir þeirra höfðu skilið, og augu hans hafði hún elsk- að heitast. Já, elskað! Það voru mörg ár síðan henni hafði flogið í hug það orð. „Ég vissi ekki að þú værir kominn aft- ur til Englands," sagði hún . . . til þess að segja eitthvað. „Kemur — kemur þú sem fulltrúi fyrir fyrirtæki tengdaföður þíns ?“ „Ég er ekki lengur hjá því fyrirtæki,“ svaraði hann stuttlega. „Auk þess hefir , það verið leyst upp . . . slík fyrirtæki eiga mjög erfitt uppdráttar í Austurlönd- um um þessar mundir. En það er þér vafa- laust eins vel kunnugt um og mér, Jeanne. Þú ert vel að þér í öllu, sem lýtur að heims- markaðinum.“ „Það var hryggilegt að svona skyldi fara,“ muldraði hún. „Já, og ennþá hryggilegra fyrir þá sök að Dermod varð að hætta námi. Við eign- uðumst bara þennan eina son . . . og ég hafði vonað að ég gæti lofað honum að lesa til læknis, sem hann hefir löngun og hæfileika til. En . . . ef ég fæ enga stöðu, þá . . . Jeanne svaraði engu, enda þótt hún læsi úr svip Kristófers að hann vonaði að hún skildi hvert hann var að fara. En hún skalf af niðurbældri reiði. Þess vegna haf ði hann þá minnzt á útibúið í Birmingham! Til þess að Dermod, sonur hans og Rosalie fengi aðstöðu til að ljúka námi sínu! En hvað var hún að hugsa um Dermod . . . hann var henni alveg óviðkomandi? Nú gat hún að endingu komið fram hefnd- um, sem hana hafði dreymt um árum saman. „Jeanne,“ hélt Kristófer áfram. „Ég hefi þá hæfileika, sem starfið héimtar — og ég þarf að fá atvinnu. Getur þú ekki látið mig sjá um útibúið í Birmingham?“ „Því miður,*4 svaraði Jeanne dræmt og yppti öxlum. Andlit hennar var unglegt enda þótt hún væri komin um fertugt, en nú var svipur þess hörkulegur. „Því miður er mér það ógjörningur að mæla með þér með góðri samvizku, þar sem þú gazt ekki starfrækt þitt eigið fyrirtæki þannig að það bæri sig. Hvað ætti ég að segja með- stjómendum mínum? Að þú sért fátækur og atvinnulaus og hafir ekki haft lánið ^IIIIIIHIIItMIIIIIIIIIMIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIiminilllllllllHllllllltMimiUllllllllltT u, I VEIZTU —? i 1. Það fara 100,000 stálstengur í smíði : eins orustuskips í Bandaríkjunum, | i Hvað er hægt að smíða margar bif- : : ^reiðar úr öllu því stáli ? | 2. Hvað heitir myntin í Argentínu? i 3. Hvað heitir höfuðborgin á Nýja-Sjá- 1 landi ? | 4. Hvenær var Danmörk og Noregur her- 1 numin ? § i 5. Hvenær er norska skáldið Johan Bojer : f æddur ? : | 6. Eru nokkur dýr af marðaættinni hér i á landi? i | 7. Hvað heitir hæsta fjallið í Wales? f 8. Hver var yfirmaður hers Bandaríkj- I anna í Evrópu í fyrri heimsstyrjöld- \ inni? • i Í 9. Hvað þýðir orðið alrenndur? 1 10. Hvenær komst Romanovættin til valda i í Rússlandi ? Sjá evðr á bls. 14. mnmiiiimiiwiuiiiimnuuwnimiininmmiuitiifintmmnnnnunmimn^ VIKAN, nr. 16, 1948 með þér í Austurlöndum, en að þú viljir fá stöðuna þar sem nám sonar þíns sé þér kostnaðarsamt ? Og að ég mæli með þér af því að þú hafir einu sinni verið ástfang- inn af mér . . .“ Nú var hún búin að segja það. Þau voru staðin á fætur og stóðu andspænis h'voru öðru. Kristófer var náfölur, svo að enginn vafi lék á því að þetta hafði sært hann eins og til var ætlazt. „Eigum við ekki heldur að orða það svo að við vorum einu sinni ástfangin af hvoru öðru?“ sagði hann hásum rómi. „Ég myndi aldrei hafa beðið þig um þetta hefði það ekki verið vegna Dermods. Vertu sæl, ungfrú Chalmers!" Þau höfðu bæði verið svo ung þá, Je- anne aðeins átján ára og Kristófer tuttugu og þriggja. En Jeanne hélt að ást þeirra væri heit og sterk. Kristófer hafði spurt hana, hvort hún vildi giftast honum ög hún hafði sagt að hún væri reiðubúin til að búa með honum við fátækleg kjör, ef hún ætti aðeins ást hans. En þá kom Rosalie í heimsókn til fjöl- skyldu móður sinnar. Hún var frá Shang- hai, þar sem faðir hennar átti stórt verzl- unarfyrirtæki og var stórauðugur. Kjólar hennar voru allir frá dýrustu tízkuhúsunum í London og hún hafði undarlegt lag á að segja ævintýralegar sögur, eins og hún sjálf í barnaskap sín- um skildi þær ekki. Hún varð ástfangin af Kristófer og heppnaðist henni að krækja í hann, því að hún var eftirlætisbarn og vön að fá það sem hún girntist. Mánuði síðar giftust þau. Kristófer hafði ekki haft hugrekki til að fara beint til ^panne og segja henni hvernig komið var. Heldur sendi hann henni bréf með ótal afsökunjjjm og skýr- ingum og fór svo með ungu konunni sinni til Shanghai. Jeanne sat ennþá og barði fingrunum í skrifborðsplötuna, en augu hennar hvíldu á litasýnishornum fyrir framan hana, en án þess þó að hún sæi þau. Síðan hringdi hún á einkaritara sinn. „Ef það koma fleiri viðvíkjandi stöð- unni í Birmingham, ungfrú Grant, athug- ið þá fyrst hvort meðmælin séu óaðfinn- anleg. Annars vil ég ekki tala við neinn.“ „Ekki heldur þó að maðurinn virðist vera áreiðanlegur . . . og mér lítist vel á hann?“ „Nei . . .,“ svaraði ungfrú Chalmers kuldalega. „Mér hefir alltaf fundizt þér meta mest, hvernig menn koma fyrir við fyrstu sýn,“ hélt Lorna Grant áfram varfærnislega, en þegar hún sá vanþóknun lýsa út úr svip ungfrú Chalmers, flýtti hún sér út úr skrifstofunni án frekari orða. Síðar um daginn átti Jeanne fundi með deildar- og skrifstofustjórum sínum og það var sama sem ákveðið hver skyldi hreppa stöðuna í Birmingham. Um klukkan fjögur kom Lorna Grant Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.