Vikan


Vikan - 15.04.1948, Blaðsíða 13

Vikan - 15.04.1948, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 16, 1948 13 DUGLEGUR DRENGUR. Barnasaga Skotin dundu á Kögevíkinni, og púðurreykurinn hékk sem ógnþrung- ið þrumuský yfir hinum stríðandi skipum. Þetta var 11. júlí 1677. Þama börð-' ust Danir og Svíar, eða réttara sagt flotar þessara þjóða. Á danska flota- foringjaskipinu, er átti í orustu við sex óvinaskip, og var illa útleikið, stóð flotaforinginn frægi, Niels Juel. Var hann á stjórnpalli. Skipið hét Christianus Quintus. — Skyndilega kom einn sjóliðinn með hálfvaxinn dreng í eftirdragi. Hann mælti: „Ég fann þennan ná- unga í leyni í lestarrúminu. Hann hef- ir laumast fram í skipið. Ef til vill er hann sænskur spæjari, þótt lít- iU sé.“ „Nei. Það er ég ekki,“ svaraði drengurinn. „Ég fór fram í þetta skip í því augnamiði að berjast fyrir kon- unginn og föðurlandið. Ég er ekki spæjari. Ég fullvissa ykkur um það.“ Niels Juel horfði hvössum augum á drenginn. En honum brá ekki. „Hvað heitir þú?“. spurði flotaforinginn. „Dines Manquard. Ég á ekki forelára og enginn elur önn fyrir mér. En ég vil fórna lífi mínu fyrir Dan- mörku.“ ,-,Þú ert drengilegur,“ svaraði Niels Juel. „Slepptu honum,“ sagði hann við sjóliðann. Hann hlýddi fyrirskip- un þessari. En þó með dræmingi. 1 þessu bili kom liðsforingi hlaupandi. Harin mæiti: „Mikill leki er kominn upp i skipinu. Það er fimm feta djúp- ur sjór í lestinni." „Þá neyðist ég til að skipta um skip,“ svaraði Niels Juel með hægð. „Gefið Fredericus Tertius merki um að koma svo ná- lægt okkur, sem tök eru á.“ „Merkja- flöggin sjást ekki sökum púðurreyks," svaraði liðsforinginn. „Ég veit ekki á hvern hátt við fáum samband ’ við „Tertius". Bátar vorir eru þegar skotnir í sundur." Flotaforinginn beit á jaxlinn. En samtímis hrópaði drengurinn: „Ég kann ráð við þessu. Ég ætla að sækja „Tertius“.“ „Hvemig þá?“ spurði Niels Juel. „Ég ætla að synda þangað." Biblíumyndir 1. mynd: Jóakín var átján ára gamall, þá er hann varð konungur, og þrjá mánuði ríkti hann í Jerú- salem . . . Og hann herleiddi Jóakín til Babel; og konungsmóður og kon- ur konungsins ... herleiddi hann og til Babel. 2. mynd: Og konungurinn í Babel skipaði Mattanja föðurbróður hans konung í hans stað og breytti nafni hans i Zedekía . . . En er hann kom í Benjamínshlið, þá var þar fyrir varðmaður,' að nafni Jería Salemja- son, Hananíasonar; hann þreif í Jeremía spámann og sagði: Þú ætlar að hlaupast burt til Kaldea! En Jere- mía sagði: Það er lygi! . . . Síðan var Jeremía settur í varðhald í varð- garðinum að boði Zedekia konungs. 31 mynd:' En er Jerúsalem var unnin (á niunda ríkisári Zedekía Júdakonungs), þá komu allir höfð- ingjar Babel-konungs og settust um Miðhliðið. En her Kaldea veitti þeim eftirför og náði Zedekia á Jeríkó- völlum, tóku þeir hann og fluttu hann til Ribla í Hamatthéraði til Nebúkadrezars Babel-konungs. Hann kvað upp dóm hans. 4. mynd: Lét Babelkonungur drepa sonu Zedekía í Ribla fyrir augum hans . . . En Zedekía lét hann blinda og binda eirfjötrum, til þess að flytja hann til Babel. „Ágætt,“ sagði flotaforinginn. „En þú leggur líf þitt i hættu. En takist þér þetta, skal þig ekki iðra þess.“ Hann reit fyrirskipun, stakk henni í neftóbaksdósimar sínar og fékk Di- nes þær. \ Að fám augnablikum liðnum, stakk þessi hugrakki drengur sér í bylgj- ur hafsins, og synti svo hratt sem kraftarnir leyfðu. Fallbyssukúlum rigndi hvarvetna umhverfis hann. Ein Drengnum hafði tekizt að inna af höndum hið hættulega hlutverk, og náð sambandi við Tertius. Það tók ekki langan tíma að flytja áhöfnina af Christianus Quintus yfir í Tertius. Og Niels Juel dró flotaforingjafán- ann að hún á Tertius'. Bardaginn hélt áfram. 1 annað sinn varð Niels Juel að skipta um skip. Að þessu sinni fór hann yfir. í „Carlotte Amalie". Það þeirra féll rétt hjá honum, og var það snarræði hans að þakka, að kúla þessi drap hann ekki. Hann smaug eins og áll milli kúlnanna. Svo var skothrið beint að Dines. Þá stakk hann sér þegar í stað. Svo hvarf hann vegna púðurreyksins og köfunar. Komst hann lifandi lejðar sinnar? Bátsmaðurinn mælti: „Hann lætur líf sitt. En hann var hugrakkur. Á því var enginn vafi.“ Niels Juel flota- foringi mælti: „Það er ekki vonlaust. Máske tekst honum að leysa hlutverk sitt af hendi. En þar sem skothríðin jókst, horfði það ekki vænlega. Ótrúlegt var, að drengurinn slyppi undan dauðanum, sem var svo áleitinn. Auk kúlnanna þeyttust jámabrot um allt. „Frede- ricus Tertius" lá í allmikilli fjar- lægð, umluktur þykkum púðurreyk. Nokkur stund leið, og „Christianus Quintus" skemmdist stöðugt. Hann mundi ekki haldast ofansjávar miklu lengur. En í þessu vetfangi gall við hróp. Tertius var í nánd. skip lá svo nærri, að ekki gerðist þörf á því að synda yfir í það. Er myrkrið féll yfir, höfðu Danir unnið sigur og stökkt óvinunum á flótta. Niels Juel varð frægur fyrir þenn- an sigur, er hann van í Kðgeflóa (eða vík). Sæhetjan efndi orð sín við Dines. En drengurinn slapp ósærður úr þess- um hildarleik. Flotaforinginn hafði drenginn fyrst í þjónustu sinni. En síðar gaf hann Dines búgarð á Taa- singe. En það er fögur eyja. Keypti Juel eyju þessa fyrir heiðursfé það, er honum áskotnaðist. Þessi frægi flotaforingi dó árið 1697. Á minnismerki Niels Juel, sem stendur í Holmenskirkju í Kaup- mannahöfn, em ristar línur úr sálmi eftir hið mikla danska sálmaskáld Kingo. Efni þeirra er það, að sálin sé hjá Guði, beinin í gröfinni, en nafn hans gleymist ekki á meðan nokkurt haf sé á jörðunni. S KR ITLU R 1. kona: Ég er orðin dauðþreytt á manninum mínum. 2. kona: Það er ekki að furða, þú gekkst ekki svo lítið eftir honum. 1. stúlka: Ég veit ekki, hvort ég á að heilsa honum hér í bænum, þó að við kynntumst þetta i sveitinni; ég þekki hann svo lítið. 2. stúlka: Já, en trúlofaðist þú honum ekki í sveitinni ? 1. stúlka: Jú, en svo var það held- ur ekki meira. Dóttirin: Við Páll emm að hugsa um að gifta okkur. Móðirin: Hefirðu gengið úr skugga \ um það, bamið mitt, hvort hann get- ur séð fyrir heimili ? Dóttirin: Nei, það þori ég ekki, ég gæti móðgað hann með þvi. Drengurinn: Já, en mamma, strák- arnir eru farnir að kalla mig vinnu- konu!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.