Vikan - 15.04.1948, Blaðsíða 5
lÍÍÍÍÉIÍlÍÍÍlllllllllllllÍlllllllllltlltÍÍÍllllÉÍ
VTKAN, nr. 16, 1948
5
Ný framhaldssaga: .-......-.—.
PARADlS
...................... ÁSTASAGA EFTIR ANNE DUFFIELD
Eftir á gátu þær Stella og ungfrú Emrys
ekki gert grein fyrir því, hvemig þetta hafði í
rauninni viljað til. Stella mundi aðeins, að um
leið og hún hafði stigið út úr sporvagninum,
hafði hurðin á leigubíl fyrir aftan hana opn-
azt og lítill gulbrúnn hnoðri með dillandi skotti
stokkið út.
„Chang! Chang! Drottinn minn, hann verður
undir bíl!“ heyrðist æpt inni í bílnum.
Stella skeytti ekkert um umferðina, þaut af
stað á eftir hnoðranum, sem var henni líkt, —
og einhvem veginn heppnaðist henni að hand-
sama hann og sleppa ómeidd út úr bilaþvögunni.
Þegar hún kom aftur að leigubílnum, var kona
stigin út úr honum.
„Hann er óskaddaður," sagði Stella móð. „Það
var vist köttur, sem hann sá.“
Hún setti kjölturakkann niður á gángstétt-
ina og hélt fast í bláu leðurólina.
„Hann verður alltaf óður, þegar hann sér kött,
ég get aldrei vanið hann af því. Vilduð þér véra
svo góðar, að halda í hann fyrir mig andartak ?“
Hún opnaði handtösku sína og gægðist ofan í
hana. „Ó, þessar töskur — það er aldrei hægt
að finna neitt í þeim.“ Hún rótaði utan við sig
í töskunni, fann peninga og rétti ökumanninum
þá. „Ég þakka yður fyrir, þér þurfið ekki að
gefa mér til baka,“ sagði hún og sneri sér að
Stellu. „Og ég þakka yður fyrir! En þér hefð-
uð ekki átt að gera þetta, — 'þér hefðuð getað
orðið undir bil. Svei þér, hundskömmin þin, Chang!
Þú ert ljóti hundurinn!“
Stella brosti. *
„Við skulum ekki minnast á það. Eg er svo
fegin að verða þarna að liði.“ Hún togaði i háls-
bandið. „Komdu nú, litli ljónsunginn þinn.“
Það voru vafalaust þessi orð Stellu, sem riðu
baggamuninn. Ljónsunginn! Gamla konan, ung-
frú Emrys, varð á þessari stundu hugfangin af
ungu stúlkunni og hver sá, sem á kjölturakka,
skilur hvers vegna.
Chang gekk til eiganda stns, og stóð skottið á
honum beint upp í loftið, eins og b’aktandi fáni.
Rakkinn kunni auðsjáanlega ekki að skammast
sín fyrir framferðið! Stella rétti ungfrú Emrys
bláa leðurbandið, — það var auðséð, að hún hefði
mjög gjaman viljað halda lengur i það.
„Yður finnst gaman að kjölturökkum ?“ sagði
ungfrú Emrys.
„Já, afar gaman," svaraði Stella.
„Hvers vegna?"
„Líklega af þvi að þeir em svo indælir. Þeir
eru litlir, vamarlausir og fullir trúnaðartrausts."
Ungfrú Emrys kinkaði kolli.
„Það er eðli þeirra," sagði hún. „En það eru
svo margir, sem ekki skilja það. Til dæmis hefir
Gay ekkert gaman að þðim, en Piers, þótt það
sé undarlegt —.“ Hún þagnaði skyndilega, roðn-
aði lítið eitt og brosti. Stellu fannst hún brosa
óvenjufallega. „En hvað er ég að rausa, — ég
gleymi alveg, að ég er að tala við ókunnuga
stúlku. Fyrirgefið mér, góða bam. En ég fæ
því ekki' með orðum lýst, hvað ég er þakklát."
Hún rétti ungu stúlkunni hendina.
„Jæja, verið þér sælar," sagði hún svo allt i
einu stuttaralega, eins og hún gerði stundum.
Stella kinkaði brosandi kolli og hugsaði hver
þessi gamla kona gæti verið. Henni gat ekki
annað en geðjazt vel að henni.
Þær skildu, — eða héldu að þær hefðu skilið,
en komust svo að raun um, að þær gengu að
,jltl*lllllllllimalM«IIIIIIIIMItllll*IIIUIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIMIIII* l/4
E % ■
í í þessu blaði endar framhaldssagan |
1 Ást leikkonunnar, sem fjöldi fólks |
\ hefir haft ánægju af að lesa. Nú |
i getum við glatt alla þá, er á undan- f
f förnum árum hafa haft yndi af því i
i að fylgjast með góðum framhalds- =
Í sögum í Vikunni, með því, að í þessu i
í blaði birtist upphaf að sögu eftir höf- í
i und, sem er gamalkunnugur lesend- i
Í um blaðsins, því að við höfum birt i
i eftir hann tvær framhaldssögur áð- i
[ ur, Nílaræfir^týri og Spor fortíðar- I
j innar. Þær urðu mjög vinsælar, og í
i varla þarf að efa, að þessi verður \
\ það ekld síður. Ef þið gætið þess, að i
i fylgjast með frá upphafi og sleppa i
| engu blaði úr, þá er engum vafa bund- i
Í ið, að þið fáið í þessari sögu góða i
Í dægrastyttingu I hverri Viku.
'ú AJMaiMiaiiMaiiMiainiiiMMaMaaimMaiiMiiaiiiiMiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiciiiiiiMiiiiit**
sömu dyrum og yfir þeim dyrum var skilti, sem
á stóð „Ráðningarskrifstofa".
„Ætlið þér hingað inn?“ spurði ungfrú Emrys.
„Já.“
„Hvort eruð þér í atvinnuleit eða —?“
„Ég er að vonast til að fá atvinnu við mitt
hæfi,“ svaraði Stella brosandi.
„Eruð þér nokkuð mótfallnar því að segja
mér hvað þér heitið?"
„Stella Mannering."
„Ég þakka yður fyrir,“ svaraði ungfrú Em-
rys og sagði ekki fleira.
Þær komu inn í nokkurs konar forsal, búinn
nýtízku, einföldum húsgögnum, og fyrir glugg-
unum héngu þunn gluggatjöld. Þóttaleg stúlka,
sem virtist fremur ung, tók á móti þeim.
Þessi ráðningarstofa var nýlega stofnuð og
voru ríkir menn, sem stóð að henni. Réðu þeir
stúlkur til meiri háttar starfa, svo sem einka-
ritara, starfsfólk á herrasetur og lagskonur ríkra
kvenna.
Ugfrú Emrys var vísað inn um dyr til hægri
handar. Stella, sem auðsjáanlega var þama öllu
kunnug, kinkaði kolli til þóttalegu stúlkunnar
og hljóp upp þröngan stiga í endanum á for-
salnum.
Þar kom hún upp í lítið skrifstofuherbergi.
Stellu var sagt, að ungfrú Briggs, sem hún ætl-
aði að hitta, væri ekki viðlátin. Stella- fékk sér
þvi sæti og meðan hún beið, braut hún heilann
um, hvort ungfrúin gæti nú ekki fært henni ein-
hverjar góðar fréttir x dag. Hún hafði aldrei
unnið hjá neinum áður, — ekki þurft þess, fyrr
en faðir hennar dó skyndilega eftir þriggja daga
legu. Var það slæm flenza, sem reið honum að
fullu. Hafði hann vænzt þess, að lifa miklu leng-
ur, því að ekki hafði hann verið gamall að ár-
um, og þess vegna hafði hann skilið Stellu litið
eftir af eignum. Stella var móðurlaus t>g varð
að selja húsið og litla ávaxtagarðinn og fara
að vinna fyrir sér.
Til allrar hamingju var hún fær um það. Hún
hafði menntun þá, sem krafizt var af einkarit-
urum. Faðir hennar hafði verið rithöfundur og
orðið að leggja mjög hart að sér, en þoldi illa
að hafa ókunnugt fólk í kringum sig. Stella hafði
þvi lært það, sem til þurfti, og síðustu þrjú árin,
sem hann lifði, var hún hjálparhella hans í öllu.
Nú var liðið hálft ár frá dauða hans og þann
tíma hafði Stella búið hjá Doris frænku sinni
í London og verið að svipast um eftir heppilegu
starfi. Forstöðukona ráðningarskrifstofunnar var
kunningjakona Doris og hafði lofað því að út-
vega henni starf. En það tók auðsjáanlega lang-
an tíma að finna hið rétta handa henni.
Stella sat og beið og beið. Þetta var óvenju-
langt samtal, sem ungfrú Briggs átti við við-
skiptavininn. Unga stúlkan varp öndinni mæðu-
lega, opnaði handtösku sína, lokaði henni aftur
og leit á klukkuna.
Hún var í dökkbláum kjól og með hatt, og
undan hattbörðunum sást hár hennar, ljósbrúnt
með gullnum blæ. 1 sólargeislunum virtist það
verða alveg gyllt. Andlitið. var lítið og fíngert,
en mjög langt á milli augnanna. Augun voru
dimmblá og augnahárin voru stutt og uppbrett.
Augnaráðið var frjálsmarmlegt og það var vegna
augnanna einna, að móðir hennar hafði látið hana
heita Stellu.
Mimnur hennar, sem var með lágri efrivör,
var bæði svipmikill og fallegur og munnvikin
báru vott um skapfestu. En þessi munnur gat
verið broshýr, alveg eins og hann gat verið á-
kveðinn og hörkulegur, þegar tilefni var gefið
til þess. Sömuleiðis mátti lesa úr augum hennar
eigi alllítið af hugsunum hennar og tilfinningum.
Hún átti það til, að hrukka ennið og glenna upp
augun, þegar hún varð forviða eða sorgmædd.
Þetta hlaut með tímanum að setja hrukkur í and-
lit hennar, en núna gerði það hana aðlaðandi og
skemmtilega á svipinn. Sjálf hafði hú ekki hug-
mynd um það, — hún hugsaði lítið um sjálfa
sig, en hafði því meiri áhuga á öðru fólki og
öllu lífinu.
Að lokum opnaðist skrifstofuhurðin og ung-
frú Briggs kom í ljós. '
Stella hrökk við, tók fast um handtösku sina
og reis á fætur.
„Komið inn, Stella," sagði xmgfrú Briggs.
Unga stúlkan leit snöggt á hana, en það varð
ekkert ráðið af svip ungfrú Briggs. Ó, hvað
skyldi hún segja? Hafði hún að lokum eitthvert
s'tarf til að bjóða henni? Ef svo var, hvað skyldi
það þá vera? Það skipti raunar litlu máli, hugs-
að Stella ákveðin. Hún ætlaði að taka allt, sem
byðist! Það hafði svo mikla þýðingu fyrir hana.
Hún fór á eftir ungfrú Briggs inn í hið allra
helgasta og sá þá gömlu konuna sitjandi með
kjölturakkann, við gluggaim.
Henni hafði auðsjáanlega verið vísað inn á
skrifstofu xrngfrú Brlggs lyftumegin.
„Þér hafið nú áður hitt ungfrú Manning,"
sagði ungfrn Briggs. „Stella, þetta er ungfrú
Emrys, sem gjaman vill fá að tala við yður.“
Stella leit á ungfrú Emrys. Hún sá sjálfa sig
í huganum sem lagskonu þessarar gömlu, smá-
vöxnu konu, þar sem hún væri að skrifa bréf,
vökva blóm og í gönguferðum með kjölturakk-
ann. Nei, þetta gæti hún ekki fellt sig við. Chang
var auðvitað dásamlegur og ungfrú Emrys afar
viðfeldin, en þetta var eklti starf við henngr
hæfi. Ungfrú Briggs hefði átt að gera sér það
ljóst.
Framhald í næsta blaði.