Vikan - 15.04.1948, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 16, 1948
15
Foringi fjögra milljóna hers
Framliald af bls. 3.
á stöðum svo þúsundum skipti
og kynntist fleira fólki en tölu
verði á komið. Ég hélt mér eins
mikið og ég gat burt frá skrif-
stofum og nefndarfundum —
þessum greftrunarathöfnum
starfsgleði og áhuga.
En það var margt, sem ég
aldrei gat öðlazt. Til dæmis þol-
inmæði. Ég var óþolinmóð sem
ung stúlka og ég hefi lítið batn-
að með aldrinum.
Ég get aldrei sýnt þolinmæði
gagnvart því fólk, sem heldur
að herinn okkar sé hópur glað-
lyndra fáráðlinga, sem ekki geri
annað en að syngja og leika á
gítar. Slíkt fólk hefði gott af að
kynnast starfsemi okkar nánar:
Trúboðsskólum okkar á stöð-
um þar sem ekki er völ á öðru
skólanámi. Sjúkrahúsum fyrir
ógiftar mæður. Kvöldheimilum
fyrir gamalt fólk. Sumardvala-
stöðum fyrir fátæk borgarbörn.
Drykkjumannahælum okkar,
þar sem notaðar eru nýjustu
vísindalegar aðferðir í barátt-
unni við ofdrykkjuna. Sauma-
verkstæðum okkar, þar sem þús-
undir manna vinna við að gera
við gömul föt, sem okkur hafa
verið gefin, svo að klæðlaus-
ir geti fengið föt. Vinnumiðlun-
arskrifstofum, og sjómanna- og
gestaheimilum. Auðvitað eru
mér sérstaklega hugstæð ódýru
gistihúsin okkar fyrir verk-
smiðjustúlkur; þau eru kölluð
Evangeline Booth-heimilin, og
ég stofnaði hið fyrsta þeirra.
Starf okkar er tvíþætt. Fyrsta
markmið okkar er að frelsa
mannssálir. Við trúum því, að
sérhver maður verði að frelsast
— þ. e. verði að iðrast og taka
kristna trú og byrja nýtt líf. En
við biðjum engan að byrja nýtt
líf, án þess að sýna honum
hvernig hann eigi að fara að því.
Margir af þeim sem frelsast
hrasa aftur og missa kjarkinn.
Það er þá, sem þeir þarfnast
hjálpar, og hana reyndum við
að láta þeim í té.“
Booth hershöfðingi lagði nið-
ur völd árið 1939, 73 ára gömul.
En hún vinnu enn 18 stundir á
sólarhring, heldur ræður, skrif-
ast á við fólk út um allan heim
og gefur foringjum hersins og
óbreyttum liðsmönnum góð ráð.
Og hún situr heldur ekki auð-
um höndum í tómstundum sín-
um. Hún hefir yndi af að synda,
UTSVÖR
í Reykjavík 1948
Hinn 1 þ. m. féll í gjalddaga 2. afborgun upp í fyrir-
framgreiðslu útsvara í Reykjavík árið 1948, og er þá
gjaldkræft alls sem svarar 25% af útsvari gjaldendanna,
eins og það var ákvarðað á síðastliðnu gjaldári 1947.
Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur eru sér-
staklega minntir á skyldu sína til að halda eftir útsvars
greiðslum af kaupi starfsmanna — og gera tafarlaust
skil til bæjargjaldkerans.
Það er mjög áríðandi, að gjaldendur greiði útsvörin
á réttum tíma — og þó einkum, að kaupgreiðendur ræki
þá skyldu sína, að halda útsvarsgreiðslum eftir af kaupi,
og að skila útsvarsgreiðslunum til bæjargjaldkera þegar
í stað.
Borgarstjóraskrifstofan.
og hún stekkur enn svanastökk-
ið. Á hverjum morgni fer hún á
fætur klukkan hálf sjö og fær
sér góðan sprett á hestbaki.
Ég spurði hana, hvort hún
hefði alltaf verið örugg í trú
sinni.
,,Ég hefi háð mína baráttu,"
sagði hún stillilega. ,,Ég hefi
spurt sjálfa mig að því, hvers
vegna mamma þurfti að deyja
úr krabbameini og pabbi að
verða blindur. Ég hefi spurt,
hvers vegna þjáningin í heim-
inum væri svona mikil, og hvers
vegna væri alltaf meira um sorg
en gleði. En ég hefi sagt við
sjálfa mig: guð væri ekki mik-
ill guð, ef ég gæti skilið hann.
Heimurinn væri ekki merkileg-
ur, ef hann lægi allur opinn fyr-
ir mér.
Það er erfitt að trúa. Þess
vegna eru trúleysingjarnir hin-
ir raunverulegu ístöðuleysingjar
í þessum heimi. Mér finnst bros-
leg trú sumra manna. Það er
eins konar háfleyg, dramatísk
trú, sem veitir þeim styrk í
stórum áföllum, en er þeim eng-
in stoð í amstri hins daglega
lífs. Þeir standa keikir meðan
húsið brennur, en missa stjórn á
sér, ef þeir týna hanzka. Trú
þeirra getur borið allt — nema
daglegt líf.“
Ég sagði: „Yður hefir verið
sýndur margvíslegur sómi —
hvað hefir snortið yður mest?“
„Allur sá sómi hefir mér ver-
ið sýndur vegna þess að ég er
fulltrúi Hjálpræðishersins,“
sagði hún stillilega. „En dásam-
legustu stund lífs míns átti ég
dag nokkurn í holdsveikraný-
lendunni í Poethenkuruz í Suð-
ur-Indlandi. Kór holdsveikra
telpna hafði æft einn af sálm-
um þeim, sem ég hefi gert fyrir
herinn. Þegar bænin var búin,
fóru þær upp að altarinu og röð-
uðu sér upp í hvítu kjólunum
sínum. Andlit þeirra og hendur
voru alsett örum, en raddir
þeirra voru hreinar og skærar.
Þegar þær komu að orðunum:
„With all my heart, I’ll do my
partf‘ (Af öllu hjarta skal ég
inna af hendi minn hlut), lögðu
þær litlu, vansköpuðu hendurn-
ar að hjarta sér.
Ég varð yfirkomin," sagði
hershöfðinginn, og það varð
stundarþögn áður en hún tók
aftur til máls. „Trúarljós þeirra
var svo miklu skærara en mitt,
að ég fylltist auðmýkt andspæn-
is þeim.“
Bezta fermingargjöfin er
Sjálfsævisaga
Benjamíns
Franklín
í þýðingu Guðm. sál. Hannessonar, prófessors og Sigur-
jóns Jónssonar, fyrrv. héraðslæknis.
Um bókina skrifar séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup.
„Þeir, sem lesa þessa ævisögu eru í góðum félagsskap.
. . . Þeir, sem þýtt hafa og ritað, eiga þakkir skilið, svo
og þeir, sem klætt hafa svo góða bók í svo fagran búning.
En því má bæta við, að bókin á það sldlið, að margi^
lesi Iiana og íslenzk æska á það skilið, að fá að kynn-
ast þeim dyggðum, sem leiða til heillaríkra dáða.“
Prentsmiðja Austurlands h.f.
— Seyðisfirði. —