Vikan - 04.11.1948, Síða 5
VIKAN, nr. 45, 1948,
5
Ný framhaldssaga:
BLAA LESTIM
Sakamálasaga eftir Agatha Christie
Van Aldin brosti þurrlega.
,,Þú segir þetta orð, Ruth, eins og þú hefðir
aldrei heyrt það fyrr. Og samt er skilnaður
daglegt brauð hjá kunningjum þínum.“
„Ó, ég veit það. En —“
Hún þagnaði og beit á vörina. Faðir hennar
kinkaði kolli, fullur skilnings.
,,Eg veit það, Ruth. Þú ert lík mér, þú getur
ekki fengið þig til að gefast upp. En ég hef
lært, og þú verður að læra, að stundum er það
eina leiðin. Ég gæti kannski fundið ráð til þess
að senda Derek til þin aftur,- en það bæri alltaf
að sama brunni. Hann er mannleysa, Ruth; hann
er gegnrotinn. Og ég ásaka sjálfan mig fyrir að
hafa látið þig giftast honum. En þú sóttir það
fast, og honum virtist alvara að brjóta í blað -—
og auk þess hafði ég einu sinni áður tekið af
þér ráðin . . .“
Hann leit ekki á hana um leið og hann sagði
síðustu setninguna. Ef hann hefði gert það,
hefði hann kannski séð, að hún skipti litum.
„Já, þú gerðir það,“ sagði hún hörkulegri
röddu.
,,Ég var of góðhjartaður til að gera það í
annað sinn. Ég vildi mikið til gefa nú að hafa
gert það. Þú hefur lifað aumu lífi undanfarin
ár, Ruth.“
„Það hefur ekki verið sérlega — þægilegt,"
sagði frú Kettering.
„Þessvegna segi ég þér, að þetta verður að
liætta!“ Hann barði í borðið með hnefanum.
„Það getur verið að hann eigi ennþá einhverjar
taugar í þér. Skerðu pœr í sundur. Horfstu í
augu við staðreyndirnar. Derek Kettering
kvæntist þér vegna peninganna. Það er mergur-
inn málsins. Losaðu þig við hann, Ruth.“
Ruth Kettering horfði niður fyrir sig andar-
tak, svo sagði hún án þess að líta upp:
„En ef hann samþykkir nú ekki?“
Van Aldin leit undrandi á hana.
„Hann ræður engu um það."
Hún roðnaði og beit á vörina.
„Néi — nei — auðvitað ekki. Ég átti bara
við —“
I-Iún þagnaði. Faðir hennar horfði á hana með
athygli.
„Við hvað áttirðu ?“
„Ég átti við —“ Hún hugsaði sig vei um áður
en hún hélt áfram. „Það er ekki víst, að hann
láti bjóða sér það þegjandi og hljóðalaust."
Miljónamæringurinn skaut fram hökunni.
„Þú átt við, að hann fari í mál? Látum hann
gera það! En þér skjátlast, hann fer ekki í mál.
Hvaða lögfræðingur sem er mun segja honum,
að ekki séu nokkrar líkur til að hann vinni.“
„Þú heldur ekki.“ — hún hikaði — „Ég á við
að hann kynni að gera mér það eins erfitt
og hann gæti, af eintómri illgirni í minn garð?“
Faðir hennar leit á hana undrandi.
„Fari í mál, áttu við?“ »
Hann hristi höfuðið.
„Það er mjög ósennilegt. Hann yrði að hafa
citthvað til að hengja hatt sinn á.“
Frú Kettering svaraði ekki. Van Aldin leit
hvasst á hana.
. Svona, Ruth, út með það. Það er eitthvað
ccm angrar þig — hvað er það?“
„Nei, það er ekkert, ekki neitt.“
En rödd hennar var ekki sannfærandi.
„Ertu hrædd við almenningsálitið — ha? Er
það það? Láttu mig um það. Ég skal koma
Forsaíia : -A-meríkumaður fer inn í
® * hrörlegt hús í illa þokkuðu
hverfi í París. Hann tekur þar við pakka
og greiðir mikið fé fyrir innihald hans. Tveir
menn veita honum eftirför, þegar hann kem-
ur út, og gráhærður maður, vel klæddur,
sem virðist hafa samband við þá, fer í hum-
átt á eftir. Mennirnir tveir ætla að ráðast
á Ameríkumanninn, en hann hrekur þá á
flótta. Gráhærði maðurinn heldur áfram göngu
sinni og fer til Papopolous forngripasala,
spyr eftir honum og kynnir sig sem mark-
greifann. Markgreifinn skýrir forngripasal-
anum frá þvi, að tilraun sín hafi mistekizt.
Ameríkumaðurinn, sem heitir Rufus Van
Aldin, er miljónamæringur. Einkadóttir hans,
Ruth, er gift enskum aðalsmanni, Derek
Kettering, en hjónabandið er óhamingjusamt
og Van Aldin ræður dóttur sinni til að skilja
við mann sinn.
þessu öllu í kring svo hljóðlaust, að það veki
ekki neina athygli."
„Jæja, pabbi, ef þú heldur, að þetta sé bezta
lausnin, þá —“
„Á hann enn taugar í þér, Ruth? Er það það?“
„Nei.“
Hún lagði áherzlu á orðið. Van Aldin virtist
ánægður. Hann klappaði á öxlina á dóttur sinni.
„Það fer allt vel, væna min. Hafðu engar á-
hyggjur. Nú skulum við hætta að hugsa um
þetta. Ég kom með gjöf handa þér frá París.“
„Handa mér? Eitthvað fallegt?“
„Ég vona, að þér finnist það,“ sagði Van
Aldin og brosti.
Hann tók pakkann upp úr frakkavasa sínum
og rétti henni. Hún reif utan af honum í flýti
og opnaði öskjuna. Langdregið „Ó!“ kom fram
yfir varir hennar. Ruth Kettering elskaði gim-
steina — hafði alltaf elskað þá.
„Pabbi, en — en hvað þeir eru fallegir!"
„Sérkennilegir, finnst þér ekki?“ sagði miljóna-
mæringurinn ánægður. „Lízt þér vel á þá, ha?“
„Lízt vel á þá? Pabbi, þeir eru óviðjafnan-
legir. Hvernig gaztu náð í þá?“
Van Aldin brosti.
„Það er leyndarmál. Ég gat auðvitað ekki
keypt þá á opinberum markaði. Þeir eru víð-
kunnir. Sérðu stóra steininn þarna í miðjunni ?
Þú hefur kannski heyrt um hann; það er „ela-
hjartað“.“
„Eldhjartað!" endurtók frú Kettering.
Hún hafði tekið steinana úr öskjunni og hélt
þeim nú upp að brjóstinu á sér. Miljónamæring-
urinn horfði á hana. Hann var að hugsa um
konurnar, sem höfðu borið þessa gimsteina. Þær
sorgir, þá örvæntingu og afbrýðisemi, sem „eld-
hjartað“ hafði látið eftir í kjölfari sínu, eins og
allir aðrir frægir gimsteinar. 1 styrkum lófa
Ruth Kettering virtist hann glata hæfileikanum
til að gera illt af sér. Ruth lét steinana aftur
í öskjuna; svo spratt hún á fætur og fleygði sér
um hálsinn á pabba sínum.
„Þakka þér fyrir, þakka þér afskaplega vel
fyrir, pabbi! Þeir eru dásamlegir! Þú gefur mér
alltaf yndislegar gjafir.“
„Það er allt í lagi,“ sagði Van Aldin og klapp-
aði henni á öxlina. „Þú ert mér eitt og allt,
Ruth, þú veizt það.“
„Þú borðar með mér kvöldverð, er það ekki,
pabbi?"
„Það held ég ekki. Þú varst að fara út, var
það ekki?“
„Jú, en ég get frestað þvi. Það var ekkert
áríðandi."
„Nei,“ sagði Van Aldin. „Farðu það sem þú
ætlaðir þér. Ég þarf ýmislegt að gera. Ég sé þig
á morgun, vina mín. Við getum kannski hitzt
hjá Galbraiths, ef ég hringi til þín?“
Galbraith, Galbraith, Cuthbertson, & Gal-
braith voru lögfræðingar Van Aldins i London.
„Jæja, pabbi.“ Hún hikaði. „Ég vona að þetta
spilli ekki fyrir ferð minni til Riviera?"
„Hvenær ætlarðu að fara?“
„Þann fjórtánda."
„Það er allt í lagi. Svona mál þurfa langan
undirbúning. Vel á minnzt, Ruth, ég mundi ekki
fara með rúbínana til útlanda, ef ég væri í
þínum sporum. Geymdu þá í bankanum."
Frú Kettering kinkaði kolli.
„Ég kæri mig ekki um, að þú verðir rænd og
myrt vegna „eldhjartans“,“ sagði miljónamær-
ingurinn gáskafullur.
„Og samt barst þú þá lausa í vasanum,"
svaraði dóttir hans brosandi.
„Já —“
Eitthvað, eitthvert hik, vakti athygli hennar.
„Hvað áttu við, pabbi?“
„Ekkert.“ Hann brosti. „Ég var að hugsa um
dálítið ævintýri, sem ég lenti í í París.“
„Ævintýri ?“
„Já, kvöldið sem ég keypti þetta.“
Hann benti á gimsteinaöskjuna.
„Segðu mér frá því.“
„Það er ekki frásagnarvert, Ruth. Einhverjir
þorparar gerðust full nærgöngulir og ég skaut
á þá og þeir tóku til fótanna. Það var allt og
sumt.“
Hún horfði á hann með stolti.
„Þú lætur þér ekki allt fyrir brjósti brenna,
pabbi.“
„Það er hverju orði sannara, Ruth.“
Hann kyssti hana ástúðlega og fór. Þegar hann
kom til Savoygistihússins, gaf hann Knighton
stutta fyrirskipun.
„Náið í mann að nafni Goby; þér getið fundið
heimilisfang hans í minnisbókinni minni. Hann á
að koma hingað í fyrramálið klukkan hálftíu.“
„Já.“
„Ég þarf líka að hitta Kettering. Finnið hann
fyrir mig, ef þér getið. Reynið í klúbbnum hans
-— eða einhversstaðar; þér verðið að ná í hann
og sjá um að hann verði hérna í fyrramálið.
Það er bezt að hafa það í seinna lagi, um tólf-
leytið. Hann er ekki sérlega árrisull."
Ritarinn kinkaði kolli til merkis Um, að hann
skyldi þessar fyrirskipanir. Van Aldin fól sig í
hendur þjónsins. Honum var búið bað, og meðan
hann naut ylsins i heitu vatninu, rifjaði hann
upp fyrir sér samtalið við dóttur sína. Þegar á
allt var litið, var hann ánægður. Skarpskyggni
hans hafði fyrir löngu opnað augu hans fyrir,
að skilnaður væri eina hugsanlega leiðin út úr
ógöngunum, og hann hafði sætt sig við þá til-
hugsun. Ruth hafði fallizt á uppástungu hans
af jneiri fúsieik en hann hafði þorað að vona. En
þrátt fyrir það var einhver óljós kvíði í honum.
Hann hafði fundið, að eitthvað i framkomu
hennar var ekki eins og það átti að vera. Hann
hnyklaði brúnirnar.
„Það getur verið, að það sé ímyndun," tautaði
hann fyrir munni sér, „og þó — ég er viss um,
að hún leyndi mig einhverju."
5. KAFLI.
Þarfur maður.
Rufus Van Aldin hafði nýlokið við morgun-
kaffið og brauðið, þégar Knighton kom inn.