Vikan - 04.11.1948, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 45, 1948
iiii
- HEIMILIÐ *
i iiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiii 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111»'*
Dýirmæfur eiginleiki
.... Eftir dr. G. C. Myers. ...
Matseðillinn
Sveskjusúpa.
2 1. vatn. 500 gr. sveskjur (stein-
lausar) 125 gr. sykur, 40 gr.
sagómél, natron framan á hnífs-
oddi.
Sveskjurnar eru þvegnar og látnar
liggja í bleyti í 12—24 klukkustund-
ir I vatni, natrónið sett út í, síðan eru
þær soðnar meyrar (i ca. 20 min),
nokkuð af sveskjunum tekið upp og
þær bornar heilar í súpunni, en hitt
síað í gegnum fína síu. Súpan soðin
upp með sagóméli og sykri hrærðum
út í vatni. Borin fram með tvíbökum.
Kálfakarbonaði.
IV2 kg. kálfskjöt, 1 egg; tvíböku-
mylsna, salt, pipar, smjör eða
smjörlíki, til þéss að brúna í.
Kjötið er þvegið, allar himnur
teknar burtu, skorið í þunnar sneið-
ar og barið með kjöthamri. Salti og
pipar stráð yfir, dýft í egg og velt
upp úr tvíbökumylsnu. Smjörið brún-
að vel og stykkin steikt þar í, ca. 5
mínútur á hvorri hlið. Borðað með
soðnum kartöflum.
Súkkulaði búðingur.
y2 1. þeyttur rjómi (þar af 1(4
dl. til skrauts), 75 gr. rifið
i súkkulaði, 20 gr. kakó, 25 gr.
sykur, 4 blöð matarlím.
Matarlímið er lagt í bleyti. Súkku-
laði, kakó og sykur er hrært saman.
Rjóminn þeyttur og öllu blandað sam-
an. Matarlímið er siðast sett út í.
Hrært í búðingnum, þar til hann fer
að stifna, þá er því hellt í glerskál.
Skreytt með þeyttum rjóma.
Mismunandi hárgreiðslur
H U S R AÐ
Skerðu laukinn aldrei á bretti;
notaðu heldur öfugan disk eða smjör-
pappir undir.
*
Hvítar marmaraplötur er gott að
hreinsa með spritti eða sítrónusneið
og þvo þær síðan úr sápuvatni.
*
Nikotin-blettum af fingrum má
ná með þessari blöndu: 10 gr. vín-
sýra, 10 gr. vatn og 1 gr. glyserin.
*
Nylon-bursta má ekki hreinsa í
veitu vatni. Þeir eru þvegnir úr
köldu vatni og salmiaki.
*
Heitt saltvatn gerir kristal falleg-
an og hreinan.
*
Salt hreinsar baðker og handlaug-
ar, og ef teppi eru burstuð úr salti
skýrast litirnir.
*
Regnhlífar, sem eru orðnar mjög
óhreinar á að hreinsa úr óblönduðu
ediki. Notaðu aldrei vatn til þess.
Enska kvikmyndaleikkonan Mar-
garet Lockwood er hér sýnd með
þrjár mismunandi hárgreiðslur. Hár-
greiðslan breytir fólki ekki svo
lítið eins og þið sjáið af þessu.
Poreldrar ættu aö gera sér far
um að efla hugmyndaflug barna
sinna.
Það er dýrmætt, að hugmynda-
flug barnsins geti þróast, hvort sem
það býr í höll eða hreysi. Enginn
þarf að vera auðugur til að geta
skapað með orðum og hugmyndum.
Sum börn hafa reyndar svo mikið
af glingri og verslegum hlutum
umhverfis sig, að það skaðar hug-
myndaflug þeirra.
Það, sem mest getur stutt barnið
í þessu efni, eru foreldrar og kenn-
arar, sem geta heyrt, séð og reynt
hluti, sem eru óraunverulegir og
mótað hugmyndaflug barnsins ásamt
því.
Það er mikill skaði, að margir
foreldrar vilja ekki njóta þess með
barninu, þegar það tekur að svifa
um heim hugmyndanna. Sumir
foreldrar hlæja bara að barninu,
gera gys að því. Og sumir foreldrar
núa jafnvel hinu unga hugmynda-
ríka barni ósannindum um nasir
þegar það frá sínum bæjardyrum
séð er sem næst sannleikanum.
Þá bregður litla anganum e. t. v.
mjög í brún, hann getur ekki gert
mun á réttu og röngu. Mörg börn
leiðast út í ósannsögli vegna skorts
á ímyndunarafli hjá foreldrum
þeirra.
Við skulum gæta að því, hvers
slíkir foreldrar fara á mis. Eg get
vart hugsað mér annað skemmti-
legra en að heyra lítil börn segja
langar sögur, sem þau sjálf hafa
búið til. Ég hefi skemmt mér við
slíkt stundum saman. Sumar slíkar
sögur hefi ég skráð eftir þeim og
lofað þeim að lesa þær síðar, er þau
eru orðin fullorðin, sér til mikillar
ánægju. Ég bæði skemmti mér og
börnunum og reyni að ýta undir hug-
myndaflug þeirra með því að segja
þeim alls kyns ævintýr, munnmæla-
sögur og þjóðsögur.
Sumir uppalendur hafa viljað halda
því fram, að börn, sem slíku vend-
ust, yrðu óhyggnir, ómannblendnir
draumóramenn, sem ætíð myndu
sniðganga staðreyndir. Þetta reynd-
ist ekki svo um þau börn, sem ég
minntist á áðan. Eitt þeirra varð
vélfræðingur, annað vísindamaður
og eitt hagfræðingur o. s. frv. Nú
eru þau orðin foreldrar.
Á vegi mínum hefur orðið margt
ungt fólk, sem teljast verður hyggið
og skynsamt, þrátt fyrir það að for-
eldrar þess hafa lesið þeim sögur
og ævintýri í bernsku þeirra og
æsku.
Ef þú héldir, að barn þitt, 15
mánaða til fimm ára gamalt,
yrði náttúrufræðingur, vélfræðingur,
læknir, lögfræðingur, prestur o. s.
frv., ættir þú þegar í stað að gera
þér far um að efla og þroska hug-
myndaflug þess. Þú gætir hvatt það
til að búa til smáhluti í höndunum
og leika sér og starfa mikið með
félögum sínum.
Ef þú hyggur, að það ætli að verða
verksmiðjumaður eða venjulegur dag-
launamaður, ættir þú engu að síður
að stuðla að þroska hugmyndaflugs
þess. Það skiptir ekki máli, hvaða
lífsstarf það kýs sér, það verður
skemmtilegra, hamingjusamara og
gagnlegra þjóðfélaginu í heild, ef
það hefur fjörugt og frjótt hug-
myndaflug.
Fararstjóri mexikönsku Olympíu-
faranna sýnir Griffen kardinála
mynd af hinni frægu „heilögu jóm-
frú frá Guadlupe“, í Westminster-
kirkjunni i London.
TÍZKUMYND
Kjóll úr svörtu tafti með öklasídd.