Vikan


Vikan - 04.11.1948, Side 13

Vikan - 04.11.1948, Side 13
VIKAN, nr. 45, 1948 13 Þrjár prófraunir Eitt sinn í fyrndinni var uppi konungur, sem engan son átti, er erft gæti ríkið að honum látnum. Kóng- urinn lét kalla hirðgaldramanninn fyrir sig og mælti: „Við verðum að gera ráðstafanir til þess að ég fái eftirmann. Hann verður að vera ungur og hraustur, og umfram alt vitur. Að öðrum kosti getur hann ekki stjórnað landi og lýð. Segðu mér hvað þú álitur að gera beri til þess að fá rétta mann- inn." Galdramaðurinn hugsaði málið dá- litla stund. Hann átti son, sem hann vildi gjarnan að yrði kóngur. Og nú virtist honum tækifærið gefast. Hann gaf kónginum ráð. Voru svo sendir menn í allar áttir til þess að kunn- gjöra vilja konungsins. Boðskapurinn var þess efnis að allir ungir menn, frá átján ára til þrítugs skyldu mæta í höllinni og leysa þrjár prófraunir. Sá sem bezt tækist átti að verða kóngur. Að nokkrum tíma liðnum mættu mörg hundruð ungra manna, er keppa skyldu um konungstignina. Meðal þeirra var ungur skógar- höggsmaður, og brostu hinir að honum. Maður þessi hét Jens, og var fá- BARNASAGA tækur. Hann grobbaði ekki eins og hinir, en veitti öllu athygli. Sonur galdramannsins var meðal keppendanna. Var hann hvergi hræddur, og leit smáum augum á hina. Svo hófst prófið. Enginn stóðst það. Að lokum voru aðeins tveir eftir. Það voru þeir Jens og sonur galdramannsins. Áttu þeir að fara til prófsins samtímis. Kóngurinn sat í hásætinu og var þreytulegur. Galdramaðurinn stóð frammi fyrir konungi, og mælti: ,,Nú er betra að hafa augun hjá sér. Horfið gaumgæfilega á allt, sem er í sal þessum, og farið að því búnu inn í stofuna við hlið salarins. Þegar kóngurinn kallar, komið þið og segið hvað nýtt sé í salnum. Ég mun breyta mér í einhvern hlut. Ef þið sjáið hvað það er, hafið þið leyst fyrstu prófraunina." Þeir aðgættu hvað var í salnum, fóru inn í stofuna og voru þar þar til kallið kom. Galdramaðurinn hafði sagt syni sínum í hvað hann mundi breyta sér. Pilturinn gekk þvi til kóngsins Biblíumyndir 1. mynd. Ætlið ekki, að ég sé kominn til þess að niðurbrjóta lög- málið eða spámennina; ég er ekki kominn til þess að niðurbrjóta, held- ur til þess að uppfylla. 2. mynd. ... en eigi sé þvi svo farið yðar á meðal, en sér hver sá, er vill verða mikill yðar á meðal, hann skal vera þjónn yðar. 3. mynd. .. . og hann hljóp fram fyrir og steig upp í mórberjatré, til þess að hann gæti séð hann, því að leið hans lá þar fram hjá. Og er Jesús kom þangað, leit hann upp og sagði við hann: Zakkeus, flýt þér ofan, þvi að í dag ber mér að dvelja i húsi þinu. 4. mynd. En Zakkeus gekk fram og sagði við drottinn: Sjá, herra, helming eigna minna gef ég fátæk- um, og hafi ég haft nokkuð af nokkr- um, gef ég honum ferfalt aftur. hugsa sig um. Nú ætlaði kóngur að taka til sinna ráða. Er galdramaðurinn hugðist að breyta sér í þriðja sinn sagði kóngur- inn: ,,Ég krefst þess að þú breytir þér í vín í eitt af þessum glösum. Ef þeir leysa báðir þessa þraut verð- um við að finna upp eitthvað nýtt.“ Galdramaðurinn maldaði í móinn. En kóngurinn hélt fast við þessa kröfu. Og varð galdramaðurinn að hlýða. Þegar sonur hans kom hvíslaði hann að kónginum: „Faðir minn hefur breytt sér í fiðrildið, sem —“ „Hvaða vitleysa," sagði kóngur- inn. „Hvar er það fiðrildi?" Sonur galdramannsins starði riftgl- aður í kringum sig. Það var ekkert fiðrildi sjáanlegt. Hann þagði. Svo kom Jens. Hann mælti: „Ég sá hér áðan þrjú tóm glös. Nú er vín i einu þeirra. Ég hef það á loft og drekk skál konungsins." 1 sama bili og Jens tók glasið breytti galdramaðurinn sér í sína réttu mynd. Var hann fokvondur. Jens missti glasið, og brotnaði það. „Jens hefur sigrað," mælti kóngur- inn. Þegar galdramaðurinn heyrði þetta varð hann enn reiðari, en þó hræddur samtímis. Hann flaug því burt með son sinn, því hann vildi ekki vera í nánd við svo vitran mann sem Jens, er hafði leyst allar þessar próf- þrautir með prýði og hann gat ekki villt sýn. Kóngurinn var mjög ánægður yfir því að losna við galdramanninn, og gerði hann Jens þegar að ríkis- erfingja. Hann var vitur og varð ágætur konungur. Veiztu þetta — ? Mynd efst til vinstri: Hinar þrettán nýlendur í Norður-Ameríku brutust undan Englendingum sökum hinna háu skatta, sem lagðir voru á þar. En nú á dögum eru sambandsskattarnir einir hundruð sinnum hærri. Mynd neðan til vinstri: Hve mikla lífsorku notar maður þegar hann situr? Sem svarar til þess, sem 100 kerta rafmagnspera notar. Mynd í miðju: Allar köngulær geta gefið frá sér eitur en fáar eru mönnum hættulegar. Mynd til hægri: Risa-fíkjutréð í Himalayafjöllum ber ávexti sina allt frá rótum upp að greinunum. og hvíslaði rétta svarinu að honum. Jens var hugrakkur og gaf öllu gætur. Hann sá svartan gimstein í kórónu kóngsins, er hann áður hafði ekki séð. Jens mælti: „Þessi svarti gimsteinn var ekki í kórónu yðar hátignar. Hann hlýtur því að vera galdramaðurinn." Þetta var rétt svar. Galdramaður- inn breytti sér í sína réttu mynd. Hann horfði reiðilega á Jens. En nú kom önnur prófraunin. Sonur galdramannsins leit háðs- lega á Jens, er hann gekk til kóngs- ins og hvíslaði laukréttu svari að honum. Jens horfði á allt í salnum góða stund. Að því búnu sagði hann: „Þetta teppi, sem liggur framan við kónginn bar ekki þessa liti. Það er galdramaðurinn, sem hefur breytt sér í teppi. Hitt teppið liggur undir þessu." Þetta var rétt. Galdramaðurinn var nú orðinn enn reiðari en áður. En það var ekki öll von úti. Og galdramaðurinn vildi gera son sinn að kóngi hvað sem það kostaði. Kóngurinn var farinn að gruna galdramanninn um græzku. Hann var forviða á því hve sonur galdra- mannsins hafði svörin á reiðum höndum. Jens hafði þó orðið að

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.