Vikan


Vikan - 07.04.1949, Síða 3

Vikan - 07.04.1949, Síða 3
'VTKAN, nr. 14, 1949 3 Árbók Ferðafélags Islands: Vestmannaeyjar Árbækur Ferðafélagsins eru ákaflega vinsælar, eins og flestum mun kunnugt. Þær hafa selzt svo, að nokkrir árgangar þeirra hafa lengi verið algerlega ófáanleg- ir, en unnið er að því að bæta úr þessu, ný útgáfa af þessum uppseldu árbókum mun vera á leiðinni og er það mikið fagnaðar- efni öllum þeim, sem hafa saknað þeirra. Árbókin fyrir síðastliðið ár er um Vest- mannaeyjar. Aðalhöfundur hennar er Jóh. Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti á ísafirði. Um þetta segir í formála: ,, . . . Ferðafé- lag Vestmannaeyja fór fram á það við Ferðafélag íslands fyrir rúmu ári, að Ár- bókin flytti lýsingu Vestmannaeyja við fyrstu hentugleika, og benti á Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeta á Isafirði, sem æskilegan höfund. Stjórn Ferðafélags- ins féllst á þetta, og Jóhann Gunnar tók verkið góðfúslega að sér, en hann er upp- alinn í Eyjum, sem kunnugt er, og manna fróðastur um sögu þeirra, örnefni og at- vinnuhætti. Auk þess hefur hann fengið í lið með sér f jóra valinkunna menn og sér- fróða, sem lagt hafa til sinn kaflann hver um náttúru Eyjanna. Ritar Trausti pró- fessor Einarsson um jarðfræði, Þorsteinn íþróttafulltrúi Einarsson um fuglalífið, Baldur héraðslæknir Johnsen um gróður- inn og Geir Gígja um skordýralífið. . . .“ Fjöldi ágætra mynda er í Árbókinni, enda hefur verið leitað fanga til hinna beztu manna x þvi efni, en það eru þeir Kjartan Guðmundsson, G. Fr* Johnsen, Kjartan Ó. Bjarnason, Guðmundur Hann- esson, Þorsteinn Jósepsson, Páll .Jónsson, Arinbjörn Ólafsson, Sigurjón Jónsson, Friðrik Jesson, Guðni Þórðarson og Þor- steinn Jónsson. Auk þess eru nokkrar teikningar eftir Engilbert Gíslason. Svo fylgir og litprentað kort af Eyjunum. Að- alhöfundurinn segir m. a. í niðurlagsorð- um: „ ... Ég vil sérstaklega vekja at- hygli á ritgerð dr. Trausta Einarssonar um jarðsögu Vestmannaeyja. Þetta er í fyrsta skipti, sem tekin er til rækilegrar og vís- indalegrar athugimar myndun Vestmanna- eyja. Niðurstöðumar eru nýstárlegar og varpa nýju ljósi á ýms vafaatriði í sögu Vestmannaeyja. Pramhaid á bis. 7. Lúðrasveit Vestmannaeyja Framhald af forsíðu. Stofnendur voru 9 ungir menn. Af þeim voru aðeins 2, sem áður höfðu iðkað lúðraleik, þeir Hreggviður Jónsson og Oddgeir Kristjánsson, enda voru þeir aðal- forgöngumenn um félagsstofnunina. Aðrir stofnendur voru: Árni Guð- mundsson frá Háeyri, Árni Guðjónsson frá Breiðholti, Kjartan Bjarnason frá Djúpadal, Jóhann Gíslason frá Uppsölum, Haraldur Kristjánsson, nú rakari í Reykjavík, Guðjón Hjörleifsson, nú múr- arameistari í Keflavík og Karl Guðjóns- son frá Breiðholti. Hin fyrsta stjóm var þannig skipuð: Hreggviður Jónsson, formaður. Oddgeir ’Kristjánsson, gjaldkeri. Karl Guðjónsson, ritari- Þessi stjórn hefur haldizt æ síðan, en nú skipa stjórnina auk þessara manna Svanur Kristjánsson og Jóhann Gíslason. Oddgeir Kristjánsson hefur stjómað .sveitinni frá upphafi og nýtur hins bezta trausts í því starfi, enda er hann mikill áhugamaður um tónlist og óþreytandi starfsmaður á því sviði. Æfingar hafa jafnan verið tvær í viku hverri, sumar og vetur og mun sveitin því eiga um 1000 æfingar að baki. Mjög hefur það háð sveitinni, hve ó- stöðugir atvinnuhættir Vestmannaeyinga eru. Þó hefur hitt verið enn verri ann- marki í félagsstarfinu hin síðustu ár, hve hljóðfærakosturinn er lélegur, enda eru flestir lúðrarnir erfðagripir frá eldri lúðrasveitum. En vonir standa til að úr þessu rætist á næstunni. Starfandi félagar í Lúðrasveit Vest- mannaeyja em nú 17, þar af aðeins 4, sem starfað hafa frá upphafi. I tilefni afmælisins efnir sveitin til afmælishófs og opinberra hljómleika um páskana í byggðarlagi sínu. Lúðrasvelt Vestmannaeyja 1940. Standandi frá vinstri til hægri: Jón Kristinsson, 2. tromma. Hreggviður Jónsson (stofnandi), 1. túba. Árni Guðjónsson (stofnandi), 3. corinett. Kjartan Bjarna- son (stofnandi), 3. tenór. Jóhann Gíslason (stofnandi), 2. tenór. Karl Guðjónsson (stofnandi), 1. tenór. Björn Sigurðsson, 2. tenór. Jónas Dagbjartsson, 2. corinett. Gisli Kristjánsson, 2. túba. Sigurður Guðlaugsson, 1. tromma. — Sitjandi frá vinstri til hægri: Haraldur Ki'istjánsson (stofn- andi), 1. corinett. Guðjón Hjörleifsson (stofnandi), 1. alt. Oddgeir Kristjánsson (stofnandi), og stjórnandi, Guðlaugur Kristófersson, 2. alt. V Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur á Austurvelli 1948. (Pétur Thomsen tók myndina.)

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.