Vikan


Vikan - 26.05.1949, Blaðsíða 4

Vikan - 26.05.1949, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 21, 1949 Stúlkan sem ætlaði að sigra heiminn Dyrnar að litlu póststofunni voru opn- aðar. Iskaldur vindurinn streymdi inn með frakkaklæddum herðabreiðum manni, er gekk að afgreiðsluopinu. Hann sagði af- greiðlustúlkunni nafn sitt og heimilisfang. Lilli Vendler horfði sljóum augum á bak mannsins, þaðan sem hún sat á bekk í biðstofunni. Hún sá, að maður þessi var vel efnum búinn, eða klæðnaður hans bar að minnsta kosti það með sér. Lilli and- varpaði og leit á skóræfla þá er hún hafði á fótunum. Hitinn hafði gert hana syfjaða. Hún sat og sat. Hvert ætti hún að? — Manninum var rétt þykkt bréf með inn- siglum. Lilli sá hann troða því í vasann. Hann kvaddi afgreiðslustúlkuna og fór. Bifreið var sett af stað úti fyrir og ekið á braut. Lilli opnaði hálflokuð augun og horfði í kringum sig. Hún sá bréf liggja á gólf- inu. Það var bréfið, sem maðurinn reyndi að láta í vasann. Hún starði á bréfið. Það heyrðist smellur. Loku hafði verið rennt fyrir afgreiðsluopið. En á því stóð þessi tilkynning: „Afgreiðslu hætt.“ Lilli stóð á fætur og litaðist um. Hún var eins og úti á þekju. Þarna hafði hún setið margar klukkustundir, og ekki komið bréfinu til frænku sinnar í póstinn. Hún greip hend- inni um ennið. Hana svimaði. Hún tók ósjálfrátt upp bréfið, sem lá á gólfinu. Það var blautt og óhreint. Hún þurrkaði af því með vasaklútnum. Hún stakk bréf- inu í töskuna, gekk út í þokuna og kuld- ann. Tveim tímum síðar, er hún sat í kaffi- húsi rakst hún á bréfið í töskunni. Henni varð hverft við. Það gat litið svo út eins og hún ætlaði að stela bréfinu. Hún þorði ekki að taka það upp og lesa utanáskrift- ina. Ef til vill var búið að tilkynna lög- reglunni hvarf bréfsins. Hvað átti hún til bragðs að taka? Hún átti svo erfitt með að hugsa. Teið í bollanum var orðið kalt. Hún flýtti sér að borða bolluna og tæma bollann. Er hún ætlaði að borga, komu ný vandræði til sögunnar. Peningabuddan hennar var horfin. 1 henni var eins punds seðill. Það voru allir hennar peningar. Hún sá utanáskriftina á bréfinu, er hún var að leita í töskunni. Húnvarþessi: Mr. John Goldberg St. James Street. Hún roðn- aði. Bréfið var til mannsins, sem fyrir tveim árum hafði beðið hennar, og hún hrygg- brotið. Þá var faðir hennar á lífi. John Goldberg var duglegur kaupmaður, og fað- ir hennar hafði mjög gott álit á honum og vildi, að hún tæki honum. En þá hafði Lilli tekið hina miklu ákvörðun um að sigra heiminn. Hún ætlaði að verða fræg og rík fyrir tízkuuppdrætti. Hún hafði unnið verðlaun fyrir teikningar á sýningu. Vænti hún þess, að brautin til fjár og frama yrði sér greið á þessum vettvangi. Og giftingu vildi hún þá ekki heyra nefnda á nafn. Faðir hennar var ekki hrifinn af þessari hugmynd hennar og vildi að hún giftist Goldberg og tryggði með því fram- tíð sína. — Svo dó faðir hennar. Og er dánarbúið var „gert upp“, kom það ótrú- lega upp úr kafinu, að það hrökk rétt fyrir • áhvílandi skuldum. Lilli erfði ekkert ann- að en frímerkjasafn föður síns. En það var nokkurs virði. Nú skildi Lilli, hvers vegna föður henn- ar hafði verið það svo mikið áhugamál að hún giftist John Goldbérg. Lilli átti móðursystur. Hún var ógift og hét Hanna Englund. Hafði hún tekið Lilli til sín og sýnt henni mikla ástúð og um- hyggju. Hanna Englund lifði á rentum af dálitlum eignum, er hún átti. En íbúð henn- ar var lítil og fremur fátækleg. Næstu mán- uði eftir að Lilli missti föður sinn, var hún mjög lömuð. Henni virtust draumarn- ir um að fara og sigra heiminn heilaspuni, sem enga stoð fengju í veruleikanum. Lilli ætlaði að verða fræg fyrir klæðatízkuupp- drætti. Gamla frænkan skildi hana, og hafði trú á sigurhugsjónum Lilli. Hún lán- aði Lilli dálitla upphæð, svo að hún gæti farið utan. Tók hún frímerkjasafnið að veði. Lilli sigldi. Mánuðir liðu. Engir sigrar. Loftkastalamir tóku að hrynja. Gamla frænkan varð nokkrum sinnum að senda Lilli peninga. Nei, hún mundi áldrei leggja heiminn að fótum sér. Lilli hafði selt fá- eina uppdrætti til þriðja flokks tízkustofn- unar fyrir lágt verð. Hún var orðin full- viss um að hún kæmist ekki áfram á þess- ari braut. Lilli hafði ákveðið að fyrirfara' sér. Svo djúp voru vonbrigðin. Hún skrif- aði frænku sinni bréf, þar sem hún sagði henni frá þessari ákvörðun. En hún var ekki búin að láta það í póstinn. Það hafði ^iumuuimummuimmuimhimumuuumumimimmmmmuuimuimmmmuuuummm t,, I VEIZTU ~ ? 1 1. Hvort eru fleiri grænkorn á efra eoa | neðra borði blaðsins? I 2. Hvenær var Skafti Þóroddsson lög- = sögumaður ? | I 3. Hvenær telja menn víkingaöldina I 1 hefjast ? 1 4. Á hvaða lengd er austasti tangi Is- | lands og hvað heitir hann? | 5. Hvað er langt milli Islands og Græn- | \ lands ? = I 6. Hver er eðlisþyngd benzíns (við 15°C) ? I \ 7. Hvert er suðumark benzins? | 8. Hverrar þjóðar var tónskáldið Xgor | Stravinski og hvenær fæddist hann? [ | 9. Eftir hvem er óperan „Rigoletto" ? I 10. Eftir hvern er ljóðabókin „Spor i | | sandi" ? H Sjá svör á bls. 14. = þó verið erindi hennar inn í póststofuna, þar sem hún sat sem lengst. Lilli varð sneypúleg, er afgreiðlustúlka kom til hennar og kvað kominn lokunar- tíma. Lilli roðnaði, horfði hrædd á stúlk- una og mælti: „Ég hef því miður týnt peningapyngju minni. En ég hef gullnælu með ósvikna perlu í hálsmálinu. Viljið þér ekki vera svo væn að taka hana að veði, þar til ég kem og borga veitingar þær, er ég fékk?“ Lilli losaði næluna. Stúlkan spurði, hvort nælan væri ó- svikin. Talaði hún í kuldalegum tón og var ekki trúuð á að Lilli segði satt. Það komu auðmýktartár í augu Lilli, er hún svaraði: „Já, nælan er ósvikin. Faðir minnkeypti hana fyrir fimm pund.“ „Jæja“ mælti stúlkan og yppti öxlum. Tók svo við nælunni og stakk í vasann. Lilli tautaði nokkur orð í þakklætisskyni, stóð á fætur og gekk eins og í leiðslu út úr veitinga- salnum. — Er Lilli kom út á götuna, sló klukkan 8. Gul þoka sveipaði borgina. Götuljósin voru óskýr. „Hvar skyldi St. James Street vera?“ Lilli ætlaði að fara þangað og skila bréfinu. Hún ákvað að fara með spor- vagni, en mimdi þá, að hún hafði enga peninga. Ef til vill er farið að leita að mér, til þess að taka mig fasta fyrir bréf- stuld?“ Lögregluþjónn gekk til hennar og mælti: „Fyrirgefið! Eruð þér veik? þér eruð svo föl“. Lilli hristi höfuðið og kvaðst aðeins vera þreytt. Hún spurði, hvar St. James Street væri. Lögregluþjónninn sagði henni það. Það var svo að segja rétt hjá. Lilli þakk- aði, þrýsti töskunni að sér og hélt leiðar sinnar. Þarna var húsið. Hún aðgætti nafn- spjöldin við dymar. John Goldberg bjó á annari hæð. Lilli hringdi. Roskin kona opnaði. Lilli var svo máttfarinn að hún fékk tæpast á fótunum staðið. Hún kvaðst hafa erindi við Mr. Goldberg. Hann er ekki kominn heim. „En viljið þér ekki koma inn fyrir og bíða eftir honum?“ Lilli þakk- aði. Konan bauð Lilli inn í herbergi. Þar voru húsgögn fóðruð skinni. Tóbakslykt var í herberginu og eldur brann á arni. Konan kveikti á grænum borðlampa, lagði fáein myndablöð á borðið og fór út úr herberginu. Lilli hneig niður á stól lokaði augunum og féll í væran svefn. Hálfri stundu síðar kom John Gold- berg. Hann varð dálítið hissa er hann sá sofandi stúlku á stólnum. Hann tók hatt- inn hennar upp af gólfinu og breiddi hlýja voð yfir hana. Þó að Lilli væri sofandi, hélt hún skinn- töskunni fast að sér. Hún var lagleg en mögur og tekin til augnanna. Síminn hringdi. Það var samtal við Scotland Yard. Þeir sögðu John að líklegt væri að brátt mundi bréfþjófurinn nást. Það hefði orðið vart við 1 unga stúlku í grárri ,,dragt“ með grænan hatt í póst- stofunni á þeim tíma er bréfið hvarf. Samtalinu var lokið. John leit á hina JIUUI»ll»»l»»lllllll»»»lUIMIIUIIIIIIU»UIUIUIIUUIIUIIIIIIIIUIIIIMUIUIUinvV Framhald á bls 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.