Vikan


Vikan - 26.05.1949, Blaðsíða 11

Vikan - 26.05.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 21, 1949 11 Framhaldssaga: Beiskur drykkur 22 Ástasaga eftir Anne Duffield Alec settist við hlið hennar. Hann horfði á hana með sínu rólega augnaráði, er hún þekkti svo vel. „Hvar er Lance?“ spurði hann. „Hann er ekki heima. Hann er í Virginía." „Og þér ein heima?“ „Ég kæri mig ekki um neinn. Og ég vildi ekki fara héðan." „En ef þér eruð kvíðandi-------“ „t>að er ég alls ekki. Ég get einungis ekki þolað Job — auðvitað tómir hleypidómar. Lance treystir honum í öllu. En hitt fólkið fellur mér vel í geð — Horace og Jinny og aðrir — þau koma prýðilega fram við mig.“ „Þér getið fullkomlega treyst Horace og öðr- um. Þau munu öll sjá vel um þig,“ sagði Alec. „En það getur ekki gengið, að þér séuð kvíð- andi og taugaóstyrk. Leyfið mér að fara með yður til ungfrú Anne.“ „Nei, aldrei í lífinu. Enda er ekkert að mér. Það er bara í dag, að ég er ónóg sjálfri mér. Það er svo heitt og mollulegt. „Auk þess“ sagði hún og brosti, „verð ég að venja mig á að vera ein. Lance á oft eftir að fara að heiman og ekki get ég alltaf lagt niður rófuna og flúið.“ „Þér verðið að fara með honum.“ Hún hristi höfuðið. „Nei, það er ógerlegt. Honum þykir mjög gam- an að ferðast einn. Það ættuð þér að vita frá gamalli tíð.“ „Já, þá var hann ókvæntur." „En ég vil ekki vera hinum fjötur um fót. Og nú,“ mælti hún, því að hún vildi gjarnan skipta uni umræður, „nú verðið þér að segja mér, hvemig á yðar ferðum stendur." Alec kvaðst vera á leið til Bandarikjanna. Hann hafði átt kost á fari með skipi, sem átti að koma við á Blanque, svo að hann hafði ekki staðizt freistinguna að hitta gamla vini þar á eynni. „Og hversu lengi stanzar skipið héma?“ „Aðeins í nótt. Við leggjum af stað snemma í fyrramálið. Það var aðeins ætlunin að stanza til þess að taka kol og vistir." „Ekki lengur! Eln það er samt skárra en eigi. Eg býst ekki við að þér getið borðað með mér, Alec. Ég get varla vænzt þess, að þér eyðið öllum yðar stutta tíma hjá mér, þar sem vin- irnir em svo margir.“ „Ég hef heimsótt alla hina. Ég drakk te á Sedrushlið og fékk vélbátinn að láni til þess að geta fundið ykkur Lance. Mig langar mjög til þess að borða með yður Celía." Þau neyttu matarins í stóra borðstofunni, sem lýst var með sterínljósi. Að snæðingi loknum settust þau úti á flötinni og ræddust við. Alec minntist ekki á Lance framar og Celía forð- aðist að tala um hánn. Hún spurði hann að ýmsu viðvíkjandi ferð hans og hvernig það gengi til á Englandi og Skotlandi. Hann sagði henni i fyrsta sinn um búgarð sinn heima i Hálönd- um. Hann stóð við vatn eitt umgirt með fjöllum. „1 þoku og kulda," sagði hann í gamansömum tón. „Ekki mundi ég gráta, þótt komið væri dá- litið af þeirri vöru,“ svaraði hún. Kvöldið var heitt og mollulegt. Hún hugði, að hann mundi taka sig á orðinu og segja: „Þetta sagði ég yður.“ En svo varð eigi. Hann var ákaflega ástúðlegur við hana. Hún fann til svo blessunarlegs friðar í návist hans. Þairnig hafði henni ekki liðið í háa herr- ans tið. I augum hans var svo mikil ró og festa, sem gagntók, hvern sem í návist hans var. Hún fann, hversu mjög henni féll hann vel í geð og hversu mjög hún hafði saknað hans. Hún varð þess vísari, að ekki hafði fólkið á Sedrushlíð rætt við hann um þau Guy og Ann- ettu og hún talaði heldur ekki um þau. Hún var þess vís, að Alec mundi hafa á þvi illar bifur, ef Lance leggði á það mikla áherzlu, að þau Annetta ættust á ungum aldri. Og þótt hún væri i þessu máli sömu skoðunar, þoldi hún ekki að heyra neina gagnrýni á gerðum Lancings. Hún minntist heldur ekki á það, sem gerzt hafði nótt- ina góðu, þegar fullt timgl var — hún vildi helzt gleyma þvi, merkingu þess gat hún ekki skilið. Alec tók að tala um Guy, sem hann hafði hitt á Sedrushlíð. „Myndarlegur piltur,“ sagði hann. „En hann þarf að komast í nýtt andrúmsloft. „Ég vildi óska, að Lance vildi einhvern tíma leyfa mér að bjóða honum með mér til Skotlands." „Guy þarf nauðsynlega að komast eitthvað burtu," mælti Celía, „en Lance má ekki heyra það nefnt.“ „Nei, ég er búinn að tala mig hásan um það máj, en allt kemur fyrir ekki.“ „Alveg vonlaust," samþykkti Celía. Og þar sem hún fann, að þaú tóku nú að nálgast hættusvæðið — gagnrýnina á Lance — reis hún á fætur, skjótt og eins og taugaóstyrk. „Eigum við ekki að ganga spölkom, Alec, það hressir okkur?" Hann samþykkti þegar. Þau gengu gegnum olíuviðarlundinn, niður bröttu steinþrepin og námu staðar við matjurtagarðinn. Nýtt tungl skein á himni. Blómabreiðurnar og ávaxtarunn- arnir láu böðuð í silfruðum ljóma. „Dásamlegt," sagði Celía blíðlega. „Það er það!“ „Munið þér, Alec, að þér báðuð mig að sjá Fairfaix ekki gegnum lituð gleraugu?" „Já, ég man það. Gerið þér það ennþá?" „Nei, ég held ekki,“ svaraði hún hægt. „Það hugði ég líka.“ „Það er betra að sjá skýrt, Alec.“ „Eruð þér ekki hamingjusöm ?“ „Jú, ég er hamingjusöm, en nú er ég allsgáð." Hann stóð teinréttur við hlið hennar — and- lit hans var harðneskjulegt að sjá. Celía leit upp til hans og mætti augnaráði hans. Hann starði á hana. Hún stóð þannig án þess að hreyfa sig eitt andartak. Hún var bersýnilega mun föl- ari en nokkru sinni áður. Hann ætlaði að fara í fyrramálið, hún mundi þar sjá af góðum vini. Mundi hann koma aftur? Og hún mælti eilítið barnaleg: „Ég óska þess eins, að þér færuð ekki.“ Það var ekki hægt að sjá, að hann heyrði til hennar. Hann stóð sífellt í sömu skorðum, óbif- anlegur. Síðan mælti hann allt í einu:' ,Þér eruð ekki hamingjusöm. Það hafði ég lengi óttast. Ég sagði eitt sinn við yður, að þér skylduð fara heim, og enn segi ég það sama — farið heim til Englands, Celía!“ Hún glápti á hann. „Fara heirn," endurtók hún. „Yfirgefa Fairfax, yfirgefa — Lance. Þér eruð ekki með öllum mjalla, Alec.“ „Hugsið, hvað þér viljið, um mig, en ég segi aftur — Celía, farið heim, farið heim áður en þér hafið látið troða yður um tær.“ „Ég læt ekki troða mér um tær, ég er eins hamingjusöm og ég framast get. Ég elska Lance — —“ „Ekki er síður ástæða til þess að fara frá honum. Þér getið aldrei lifað það af ef þér þverskallizt. Getið þér ekki sjálf séð, hversu breytt þér eruð. Þér eruð ekki nema skugginn af því, sem þér áður voruð. Þér hafið grennzt. Augu yðar sýnast álltof stór í samnaburði við andlitið." „Alec!“ Hún gat ekki varizt brosi, en hann var ekki á því að hætta. „Þér segist elska Lance. Þér eruð blinduð, þér hafið verið hrifin með. Það er ekki ást, Celía." Svo var eins og hann myndi allt i einu eftir því, hver hann var og bætti við: „Fyrirgefið mér. Ég hefði ekki átt að tala svona við yður. Fyrirgefið mér!“ Hún leit á hann. Hún var mjög róleg. Nú brosti hún ekki lengur. „Þér megið segja, hvað sem yður sýnist, Alec. Þér emð vinur minn. Meira en vinur minn, þér emð eins og „stóribróðir". Ég er yður ef til vill ekki alltaf sammála, en ekkert, sem þér segið, mim nokkru sinni gera mig reiða framar. Og ef til vill hafið þér rétt fyrir yður. Ef til vill er ég blinduð. Hjónaband mitt og Lancings hefur orðíð annað en ég bjóst við. Ég á ekki við, að það hafi verið óhamingjusamt, en það hefur verið mjög í andstöðu við lífsskilning minn. En þetta er orðið mitt líf, Alec, örlög min, væri ef til vill réttara. Ég get ekki lýst því með orð- um. Ég veit einungis, að mér er haldið af eynni og Lance. Ef til vill em það galdrar. Eyjan er full af göldrum." „Góða Celía, ég skil. Hann lagði hendina á armlegg hennar. Það var aldrei ætlun mín að gera yður illt.“ „Það hafið þér heldur ekki gert. Það er ég sem bersýnilega hef gert yður illt. Þér megið alls ekki aumkvast yfir mig eða bera fyrir mér kvíðboga." „Ég skal reyna.“ En augu hans sögðu annað en varirnar. „Ég varð mjög hryggur af að sjá yður i dag svona breytta. En nú mun ég ekki eyða að þvl fleiri orðum." „Ef — ef ég hef verra útlit en ég hef haft, þá — —“ V „Verra útlit!" hrópaði hann. „Vitið þér ekki að þér eruð fegurri en þér hafið nokkurn tíma verið? Þér emð miklu fágaðri og fínni, það er hægt að sjá sjálfa vitund yðar skína gegnum merg og bein." „Ó, Alec!" Hún brosti gegnum tárin, hrærð vegna orða hans. Fögur! Hún! „Það er heilagur sannleikur," hélt hann áfram, „en mér líður nær hjarta að sjá yður svona." „Það eru til þess fullgildar ástæður," sagði hún blíðlega, „til breytinganna á mér, á ég við." Hún fremur fann en sá, hversu augu hans urðu skelfd, er hún sagði þetta. „Celía?" Gráu augun hans störðu hvasst á hana, svo að hún gat ekki litið undan. Hún kinkaði kolli.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.