Vikan - 26.05.1949, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 21, 1949'
City.
Klefi D: Frú Millicent Greeve, Panama. —
Ungfrú Dorothy Bonner, San Francisco.
Klefi E: T. Shima, Callao. — Y Izumo,
Guayaquil.
Klefi F: Heira Jeremy Hood, San Francisco.
Þegar Larkin rétti hrytanum listarm, sagði
hann:
„Herra Bonner er víst á öðru farrými."
Brytinn og læknirinn rannsökuðu skrána yfir
farþega á öðru farrými, en fxxndu ekki nafn það,
sem þeir leituðu að. 1 San Francisco hafði auk
þess aðeins einn nýr farþegi komið um borð
og farið á annað farrými. Sá hét Charles Frayle.
Nei, hr. Frayle var ekki dökkur. Hann var ljós-
hærður og bláeygur. Nei, Bonner gat ekki verið
á þriðja farrými. Milliþilfarið var alls ekki ætl-
að til þess að taka hvíta farþega.
„Og hvað um dauða Kínverjann í lestiimi, gat
það verið, að hann héti Bonner ?“
Skipslæknirinn og brytinn litu hissa hvor á
annan. Þeir skellihlóu. Larkin fannst það ákaf-
lega einkennilegt, einkum þar sem brytinn skildi
ekki ensku. En hann gaf sér ekki tóm til þess
að koma með athugasemdir. Dr. Bioki 'áttaði
sig skjótt og reyndi að afsaka og sagði, að það
væri alls ekki óalgengt, að Kumu-maru flytti
látna Kínverja heim til fósturjarðarinnar, þar
sem þeir gsetu verið grafnir eftir kínverskum
siðum.
„Ég þakka þessa prýðilegu upplýsingar," sagði
Larkin og hélt á brott.
En hann komst ekki langt. 1 dyrunum stóð
ungur maður í ljósum frakka og með enska húfu
á höfðinu. Hann var ámóta hár og Larkin, en
vart eins þrekinn. Hann hafði gult hár og stál-
grá augu.
„Afsakið," sagði Larkin. i
Maðurinn hreyfði sig ekki. Hann stóð fast
fjnir dyrunum og hélt höndunum á kafi niðri
í frakkavösunum. Hann virtist mjög sjálfum-
glaður og ánægður með sig.
„Þér voruð að spyrja um Charles Frayle,“
sagði hann. „Það er ég. Hvað viljið þér mér?“
„Ekki baun,“ svaraði Larkin kæruleysislega.
„Ég vil einungis komast héðan burtu."
Frayle stóð enn óbifanlegur.
„Hversvegna voruð þér þá að spyrja um mig?“
„Það var hreinasta tilviljun, að nafn yðar var
nefnt."
„Þér spurðuð annars eftir ýmsum nöfnxxm,
Bonner meðal annars."
„Nú, gerði ég það. Það er engu líkara en
að þér hafið legið á hleri, hr. Bonner.“
„Raunar kom ég til þess að tala um það við
brytann, hvort ekki væri hægt að verða flutt-
ur yfir á fyrsta farrými. En ég hef nú ákveðið
að gera það ekki. Ég sé, að hér er fullt af
ókurteisu fólki, sem sífellt er að hnýsast í annarra
hagi.“
„Alveg rétt, hr. Frayle.“ Larkin athugaði svip
xmga mannsins. Andlitið var frítt, fremur kven-
legt — þegar frá eru skildir klækjadrættir við
augnakrókana og augun voru flóttaleg, það
stakk Larkin strax. Þau sýndust lika alltof göm-
ul í samanburði við aðra líkamshluta, sem óneit-
anlega geisluðu af æskufjöri.
„Nú, hvað viðvíkur Bonner, hvervegna spurð-
uð þér brytann einmitt um hann.“
„Mig langaði til þess að fá vitneskju um,
hvort hann væri með skipinu."
„Þér þekkið hann þá?“
„Nei, en ef til vill gerið þér það?“
„Ef ég væri í yðar sporum, mundi ég ekki
spyrja að þessu.“
„Ég geri það nú samt,“ sagði Larkin með
hægð.
„Hversvegna ?“
„Af tómri forvitni?"
„Forvitni drepur fleiri menn árlega, en nokkur
elding,“ svaraði Frayle og glotti. „Ég hef átt
marga góða vini, sem fallið hafa fyrir þeim vá-
gesti."
„Á ég að skilja það svo, að þetta sé dulbúin
hótun," sagði Larkin og horfði hvasst í stálgrá
augu mótstöðumanns síns.
„Ó, nei, alls ekki,“ svaraði Frayle, „þótt sagt sé,
að Kyrrahafið sé fimm kílómetra á dýpt hérna
á þessum slóðum."
„Já, svo er sagt. Svo hef ég líka heyrt, að
dauðir menn, einkum ef þeir eni svo langt vmdir
yfirborði jarðar, fari ekki með neitt fleipur. Var
það það sem þér áttuð við, Frayle?“
Charles Frayle hló niðurbælt. Það var kvalara-
svipur á honum þrátt fyrir spékoppana.
„Þér gerið fullmikið úr hlutimum, herra minn.
Ég talaði aðeins almennt um þetta. Ég hygg, að
þér 'ættuð að láta lækna forvitnina í yður.“
„Ég óttast, að hún sé alltof rótgróin," svaraði
Larkin.
„Jæja, þá verður náttúran að hafa sinn gang,“
sagði Frayle og vék til hliðar, svo að Larkin
gat komizt leiðar sinnar. „Vonandi hef ég ekki
tafið yður?“
„Alls ekki,“ svaraði Larkin og gekk brott.
Larkin vafði þétt að sér kápunni og gekk upp
á efra þilfarið, rétt undir stjórnpalli. Þar
Þar voru þrír farþegar fyrir. Rodriguez hers-
höfðingi sat í sama stólnum og kvöldið áður og
virtist vera að krókna úr kulda. William Cuttle
frá New York stóð við grindverkið. Larkin var
sízt að skilja í því, hvemig hann færi að því
að hemja hattinn á sér í þessu veðurofsa.
Þriðji maðurinn var á að gizka þrjátíu og
fimm ára gamall, lágenna. Hann var klæddur
í ódýr föt og reykti pípu. Hann hafði svart yfir-
skegg, snúið. Þetta mundi annað hvort vera.
Jeremy Hood eða George Willowby. Larkin þreif-
aði fyrir sér.
„Góðan daginn, Willowby!"
Willowby lét sér hvergi bregða þó að hann.
væri ávarpaður með nafni. Hann kinkaði kolli.
„ömurlegur morgun, ha?“ sagði hann.
Larkin fannst það nú eiginlega ekki, grár,
en hressandi eins og „strammari" eftir fyllirí.
Hann sagði það samt ekki, en lét þessi orð'
falla:
„Já, hræðilega ömurlegur."
Hann var nýbúinn að taka eftir Dorothy
Bonner. Hún kom gangandi í áttina til lxans.
Hún var léttstíg eins og hind. Hún var berhöfð-
uð og sævarlöður var í hári hennar. Hún var
grafalvarleg, er hún sagði:
„Ég gefst upp, Larkin. Ég hef verið að velta
þessu fyrir mér í alla nótt, en ekki fundið lausn
á því. Þér verðið að segja mér það?“
„Það er á móti reglunum, ungfrú Bonner.“.
Hún stirðnaði upp.
„Ég man ekki til þess, að ég segði til nafns
míns í gærkvöldi. Eða gerði ég það?“
„Klefana,útur yðar, frú Greevel, getur ekki
þagað yfir nokkram hlut. Hershöfðinginn--------“
Dorothy stakk höndunum allt í einu undir
armlegg hans. Sneri honum við og gekk af stað.
Blessað
barnið!
Teikning eftir
George McManus.
Pabbinn: — Og litlu birnimir og ljónabömin urðu ávallt Pabbinn: — og laglegi tindátinn varð afarástfanginn af hol-
upp frá þessu beztu vinir. / lenzku brúðunni.
Lilli: Segja Lilla aðra, babba! Lilli: Meira, babba!
Pabbinn: — og konxmgurinn gekk
að eiga fátæku sveitastúlkuna.
Lilli: Meira, babba!
Pabbinrg Guð minn góðxir! Það vildi ég, að ég Mamman: Elskan! því notar þú ekki plötumar með ævin-
hefði aldrei byrjað á þessum ævintýrum. Nú verð týrxmum, sem hún Sissa frænka gaf Lilla í jólagjöf?
ég að ná í aðra bók. Pabbinn: Þú segir nokkuð!