Vikan


Vikan - 07.07.1949, Blaðsíða 2

Vikan - 07.07.1949, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 27, 1949 PÓSTURINN • Kæra Vika! Af því að þú Jiefur hjálpað mér svo oft í vandræðum mínum og svar- ar öllu svo greinilega, langar .mig til að biðja þig að hjálpa mér svo- lítið. Ég skrifaði til leikara úti í Ameríku og fékk mynd og eigin- handaráritun, en það var bara póst- kort, og mig langar svo mikið til að skrifa leikaranum aftur og þakka honum fyrir myndina, en biðja hann um að senda mér stóra litmynd af sér, þar sem hann skrifar sjálfur undir myndina (því þetta var stimp- illinn hans), og ég er svo ódugleg að skrifa bréf á ensku, þessvegna lang- ar mig til að biðja ykkur að skrifa bréf á ensku fyrir mig og skrifa þýðinguna fyrir neðan. Ég vona að þið gerið þetta fyrir mig og að það kæmi í næsta blaði, ég les alltaf Vikuna, og hún er eitt skemmtileg- asta blaðið, sem ég les, svo langar mig til að biðja ykkur að gefa mér upplýsingar um leikarann Stewart Granger. Fyrirgefið, hvað þetta er illa skrifað. L. N. Svar: Við fyrri bóninni getum við alls ekki orðið. Þú verður að fá ein- hvern kunningja eða kunningjakonu til þess að stila bréfið, það kunna margir á íslandi svo mikið í ensku, að þeir geta beðið um eina ljósmynd af leikara í Hollywood. — Stewart Granger er Englendingur að ætt og uppruna, f. 6. maí 1913 (nýlega orð- inn 36 ára) í London. Hann er dökk- hærður, brúneygur, 184 cm. á hæð og heitir réttu nafni James Stewart. Hann lauk námi til undirbúnings háskólaveru og hugðist gerast lækn- ir, en hætti í miðju kafi, staðráðinn i að þjóna köllun sinni, sem var leiklistin. Bjó hann lengi við kröpþ kjör í Hull og Birmingham, en komst síðan að við leikhús í London og hefur unnið sig áfram jafnt og þétt þar til í fyrra, að hann var, samkv. skoðanakönnun kvikmyndahússgesta, kjörinn einn af fimm vinsælustu leik- urum í Bretlandi. Stewart hefur leikið í fjölmörgum myndum, sem hér hafa verið sýndar (T.d. Töfra- boginn, Ceasar og Cleopatra, Sjö- mánastaðir, Kaptein Boycott o. fl.). Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Kristín Hróbjartsdóttir (við 14—18 ára), Lambaf elli, A.-Eyjaf jöll, Rang. Sigurást Klara Andrésdóttir (við 14—18 ára), Berjanesi, A.-Eyja- fjöll, Rang. Sigrún A. Ingimarsdóttir (við pilt eða stúlku 11—13 ára, mynd fylgi), Fagrahvammi, Hveragerði. Þóra Ingimarsdóttir (við pilt eða stúlku 13—15 ára, mynd fylgi), Fagrahvammi, Hveragerði. Unnur Ulfsdóttir (við pilta 17—20 ára), Edda Ulfsdóttir (við pilta eða stúlk- ur 16—18 ára), Nanna tjlfsdóttir (við pilta eða stúlkur 13—16 ára), allar til heim- ilis Ljósafossl, Grímsnesi, Árnes- sýslu. Inga Magnúsdóttir við pilt 16—18 ára, helzt á Norðurlandi, mynd fylgi), Vesturgötu 25, Akranesi. Jóna Árnadóttir (við pilt 16—18 ára, helzt á Norðurlandi, mynd fylgi), Vesturgötu 70, Akranesi. Kolbrún Þorsteinsdóttir (við pilt 18 —19 ára), Mel, Eskifirði. Guðmundur Guðmundsson (við pilt og stúlku 14—15 ára), Grímsstöð- um, Reykholtsdal, Borgarfirði. Andrés Kristinsson (við pilt og stúlku 11—12 ára, æskilegt að mynd fylgi), Grimsstöðum, Reyk- holtsdal, Borgarfirði. Gunnar B. Björnsson (við telpur 10 —11 ára, mynd fylgi), Neðra-Ási, Hjaltadal, Skagafirði. Bjami Björnsson (við stúlkur 10—12 ára), Gunnar Guðmundsson (við stúlkur 10—13 ára, mynd fylgi bréfum), báðir að Gröf, Víðidal, V.-Húna- vatnssýslu. Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar ritgerðir og bráðsmellnar skop- sögur. 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. V / Evelyn Stefánsson: Á heimsenda köldum Þessi bók, sem nú kemur fyrir almennings- sjónir, er eftir frú Evelyn Stefánsson, konu hins heimsfræga landkannaðar og Islendings Vil- hjálms Stefánssonar, í þýðingu Jóns Eyþórsson- ar veðurfræðings. Bókin f jallar um byggðir norðan heimsskauta- baugsins, segir á skemmtilegan og lifandi hátt frá lífi og lifnaðarháttum þeirra, er byggja kald- asta hluta þessa heims. Bókin er prýdd um 140 myndum úr lífi og starfi þessa harðgera fólks. Fáar bækur, ef nokkrar, hafa hlotið jafn fá- dæma góðar viðtökur og bók frú Evelyn Stef áns- son, ALASKA land og lýður, og ef reikna má vinsældir þessarar bókar, Á HEIMSENDA KÖLDUM eftir henni, má fullvíst telja, að bók þessi verði ófáanleg í bókabúðum innan fárra daga, vegna þess að upplag er mjög takmarkað sökum pappírsskorts. Á heimsenda köldum ættuð þér ekki að draga að eignast. Prentsmiðjan ODDI h.f. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.