Vikan


Vikan - 07.07.1949, Qupperneq 4

Vikan - 07.07.1949, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 27, 1949 Barizt i þrem lotum Axel og Benjamín höfðu verið kunn- ingjar í æsku, áður en Axel fór til Ame- ríku. Síðan voru liðin mörg ár, Axel var orðinn rakari í New York og giftux, en Benjamín var matsveinn á strandferða- skipi. Einn dag stóð Benjamín fyrir utan hrörlegt hús í hafnarhverfi í New York- borg. Þar átti Axel heima og Benjamín hafði lofað m'ður hans því að koma til hans bréfi frá henni. Það var fagnaðarfundur, þegar þeir Axel hittust, en Benjamín gat ekki kom- izt hjá að veita því eftirtekt, hve íbúðin var lítil og húsgögnin fátækleg. Axel sagðist vera hamingjusamasti mað- urinn í heiminum, því að hann væri kvænt- ur yndislegustu konunni, sem til væri. Þau höfðu eignast erfingja fyrir misseri. — Ég hef nóg að gera í rakarastofunni, svo að það gerir ekkert til, þó að Karen geti ekki unnið neitt inn. Hún hugsar um bamið og heimilið, og það er nóg. Rétt á eftir kom Karen inn í herberg- ið, og Benjamín varð strax hrifinn af henni. Hann hafð verið svo lengi á flæk- ingi, að hann hafði næstum gleymt því, hve mikil hamingja það er að eiga yndis- lega konu og gott heimili. — Hann heimsótti þau oft eftir þetta, en hrifning hans af Karen óx svo mjög, að hann áleit bezt að koma ekki oft — það gat verið varasamt. Hann sá þann kost vænstan að fara burt úr New York — hann vildi helzt fara eitthvað langt í burtu, Benjamín var marga mánuði í burtu. En hann varð að sjá Karen aftur, og einn dimman haustdag fór hann inn í rakarastofuna, þar sem Axel vann, og bað hann um að klippa sig. Axel sagði honum, að Karen hefði verið lengi veik, en reynt að vinna hús- verkin af veikum mætti. En einmitt þexma morgun hafði hún lagzt í rúmið. Hann hafði hringt í lækni, og nú bað hann Benjamín að fara heim til Karenar og vita, hvað læknirinn segði. Benjamín gerði eins og Axel bað hann,. en þó nauðugur. Læknirinn sagði, að Karen væri alvarlega veik, en ætlaði þó ekki að gera neinar ráðstafanir fyrst um sinn, því að ef til vill myndi henni skána af sjálfu sér. Það fór vel á með þeim Karen, og hún lét hann skilja það á sér, að hún vissi vel, hve hrifinn hann var af henni. En hún bað hann að hugsa ekki um það að sinni, en vera um kyrrt hjá þeim og hjálpa til á heimilinu, meðan hún væri veik. Benjamín lofaði þessu og var í sjöunda himni af eftirvæntingu .... Benjamín vann heimilisstörfin á dag- inn og sinnti barninu. Hann átti í harðri baráttu við sjálfan sig að láta ekki und- an ástríðunni og taka Karen í faðm sinn. En hann stóðst freistinguna. Þannig liðu þrjár vikur, en þá sagði læknirinn að við svo búið mætti ekki lengur standa — Karen væri hættulega veik af blóðleysi og yrði annaðhvort að fara í sjúkrahús eða upp í sveit, helzt suður í land, þar sem sólskin væri og hiti. — Bara að ég hefði efni á að láta Karen fara upp í sveit, sagði Axel um kvöldið við Benjamín. Hann sat lengi þögull og um margar veltur eftir gólfinu. var áhyggjufullur á svipinn. Allt í einu stökk hann á fætur. — Ég ætla að skreppa út, meðan Karen sefur. Ég verð ekki lengi. Ef hún vaknar, skaltu segja að ég hafi farið út til að kaupa sígarettur. Benjamín beið óþolinmóður og gekk um gólf. Hvað gat Axel hafa dottið í hug? Hann hafði aldrei séð hann þannig út- lits fyrr. Hann hafði að vísu breytzt upp á síðkastið — hann var orðinn horaður og í augum hans brann óhugnanleg glóð. Loks kom Axel. — Sefur Karen? spurði hann. Þú mátt ekki láta hana vita neitt um þetta. Hefur þú heyrt um „Hvirfilbylinn frá Kansas4' — hnefa- leikakappann, sem býður hverjum hundr- að dollara, sem getur staðizt hann þrjár lotur? — Ég hef aamið rnn að berjast við hann annað kvöld. — Ertu brjálaður — þú, sem ert alveg óæf ður ? — Getur verið, en mig vantar hundrað dollara. — Hann slær þig í kléssu í fyrstu lotu. Láttu mig berjast við hann. Ég er tals- vert æfður í hnefaleik og er auk þess sterkari en þú. Vertu nú skynsamur og láttu mig eiga við hann. — Við Benjamín ætlum að skreppa út i | VEIZTU -? I 1. íjr hverju er alúmíníum unnið? | 2. Hver er harka þess? | 3. Hvert er bræðslustig eters? = 4. Hvað er langt frá Islandi til Noregs? = 1 5. Hvað eru margar Vestmannaeyja f byggðar? r 6. Hver orti Höfuðlausn? I 7. Hvað voru skipstjórar jafnan nefndir | til forna? jj 8. Eftir hvern er óperan „Meistarasöngv- f f ararnir"? | 9. Hvenær var óperan „Rigoletto" fyrst j leikin og hvar? f 10. Eftir hvern er bókin „Færeyjar", sem = Helgafell gaf út? Sjá svör á bls. 14. aiiimiiiiiiiifiiiiimiiiiiMMifiMimiiiiiiiiiiiiiifiifiMiifiiiiiiiiMiiiiiiimiiiiiMim** FELUMYND Það er maður á hlaupum. Hvar er hann? og fá okkur ferkst loft, sagði Axel um níuleytið kvöldið eftir. — Já, farið út og komið aftur í góðu skapi. Þið eruð báðir þreyttir, og hér ligg ég og er til einskis gagns. — Þú! Axel beygði sig niður og kyssti hana. Þú ert lífið og sálin í öllu, og báðir förum við þangað, sem sólin skín og fuglamir syngja. Hún kyssti hann ákaft. — Ég skal koma með hundrað dollara heim, sagði Axel, þegar þeir gengu niður stigann. Ég hef Karen fyrir augunum allan tímann. — Húsið var fullt af áhorfendum, sem voru komnir til að sjá „Hvirfilbylinn“ slá fífldjarfa rakarann í gólfið. Þegar Axel gekk upp á pallinn, kvað við hæðnishlátur um allan salinn. Hann var eins og grannur drenghnokki við hlið- ina á hnefaleikakappanum, sem klappaði hughreystandi á öxlina á honum. Þeir tókust í hendur og keppnin hófst. Axel varðist vel og brá sér undan höggim- um með snarræði og lipurð. Hann stóðst fyrstu lotu með prýði, en í annari lotu fór „Hvirfilbylurinn“ að sækja í sig veðr- ið. Það fór að bera á æsingi meðal áhorf- endana, þeir hrópuðu og stöppuðu. Allt í einu kom kappinn eldsnöggu höggi á Axel svo að hann féll. En á næsta augna- bliki var hann staðinn upp aftur, og barð- ist áfram, náfölur, en rólegur, þar til hléið kom. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna, þegar hann reikaði að stólnum til að hvíla sig, og menn fóru að storka „Hvirfilbylnum“ og segja honum að herða sig. Svo var merkið gefið. — -— Hnefaleikakappinn spratt upp eins og fjöður og nú hófst æðisgenginn bardagi. Axel reyndi að verjast, en áður en hann vissi af, fékk hann högg, sem þeytti hon- Dómarinn fór að telja: — Einn, tveir, þrír — Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.