Vikan


Vikan - 07.07.1949, Qupperneq 6

Vikan - 07.07.1949, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 27, 1949 „Sleipt! Þilfarið! Vitleysa!“ hrópaði Larkin. „Maðurinn hefur verið myrtur.“ í>að leið löng- stund áður en nokkur maður bserði á sér. Loks heyrði Larkin hásan hlátur að baki sér og leit við. Það var William Cuttle, sem hlegið hafði. Þunnar varir hans voru strengdar í yfirlætislegu brosi. „Verið þér ekki að leika fábjána,“ sagði Cuttle fyrirlitlega. „Þessi maður hefur ekki verið myrtur. Honum hefur einfaldlega orðið fótaskort- ur og brotið á sér hauskúpuna. Skiljið þér það ekki ?“ Það var eitthvað það í rödd og framkomu Cuttles, sem æsti Larkin upp. Hann átti mjög illt með að þola suma menn, og Cuttle hafði sérlega ill áhrif á hann. „Þér eruð allánægður með yður, Cuttle,“ sagði hann. „Já, það er ég. Og hví skyldi ég ekki vera það í þessu tilfelli. Þetta er sérgrein mín.“ „Jæja!“ sagði Larkin efagjarn. „Já, það er það. Ég er leynilögreglumaður." „Nei, hugsa sér, eruð þér það í raun og veru!“ hrópaði Larkin háðskur. „Og hvers konar?“ „Það eru aðeins til tvennskonar leynilögreglu- menn. 33g er einn hinna réttdæmu." „Nei, nú skjátlast yður. Það eru til þrenns- konar leynilögreglumenn: áhugamenn, ríkislaun- aðir atvinnumenn og sératvinnumenn. Hinir síðasttöidu skipa stétt út af fyrir sig. Þeir taka peninga fyrir störf sín. Þér eruð í þeirra hópi, Cuttle." „Auðvitað!“ svaraði William Cuttle. „Hafið þér nokkurn tíma heyrt talað um fyrirtæki að nafni Inland & Oceanic Underwriters ?“ „Jæja, svo þér eruð starfsmaður hjá trygg- ingafélagi. Þá er skiljanlegt, að þér hafið ekkert vit á morðum." „Verið þér ekki að þessari vitleysu um morð,“ sagði Cuttle óþolinmóður. „Þetta er greinilegt slys. 1 fyrsta lagi var maðurinn morfínneyt- andi og í öðru lagi — —“ „Mjög gáfulegt, Cuttle. Þér dragið þessa á- lyktun út frá sárunum, sem eru á vinstri hand- legg hans. Og ég sem hélt, að þau hefðu komið, þegar hann datt!“ Cuttle skildi ekki háðið hjá Larkin og svar- aði grafalvarlega: „Nei, þetta eru för eftir morfíndælu. Þau sjást ævinlega á morfínneytendum. Og það er enginnn efi á því, hvernig þetta hefur átt sér stað. Maðurinn hefur verið undir áhrifum og því svo máttfarinn, að hann hefur hrasað. Og í fallinu hefur hann rekið höfuðið í lestarops- karminn og brotið hauskúpuna." „Það hefur sveimér verið fall í lagi! Það hefur ekki einungis mölvað á honum höfuðið, heldur líka snúið við vösum hans!“ „Ó, það!“ Cuttle bandaði með hendinni, eins og það væri algjörlega einskis virði. „Það hefur einhver af þriðja farrýmisfarþegum átt leið fram hjá og notað tækifærið til þess að skoða í vasa hans. Það sannar ekkert.“ „En það gæti víst ekki verið, að einhver hafi drepið hann til þess að ná í eitthvað, sem hann hefði í vörunum ?“ spurði Larkin. Cuttle hló storkandi. „Gáfaður morðingi, eða hitt þó heldur," sagði hann við Larkin. „Ef yður langaði til þess að koma einhverjum fyrir kattarnef hér á skipinu, hvað munduð þér gera? Fleygja honum fyrir borð auðvitað. Þér munduð ekki vera svo vit- laus að ganga svo frá líkinu, að allir gætu skoð- að það.“ „Nei, ekki ef mér ynnist tími til að fleygja því fyrir borð!“ svaraði Larkin. „En segjum nú, að ekki hafi unnizt tími til þess — —“ Cuttle þagði. Hann kveikti sér í vindlingi og fleygði eldspýtunni yfir borðstokkinn og stakk höndunum djúpt niður í frakkavasana. Andlit hans varð stíft og harðneskjulegt eins og venju- lega, er hann fylgdist með aðförum tveggja há- seta, sem tóku lík Arthurs Bonners og báru það á börum aftur á skipið. „Það er nú svo“, muldraði hann. „Það er víst bezt að fara niður og fá sér bjór.“ Fólkið yfirgaf staðinn hvert á fætur öðru. Larkin stóð kyrr og horfði á hásetana, er þeir hurfu á brott með börurnar. Fyrst er þeir voru komnir úr augsýn, tók hann eftir Dorothy —. 6. KAFLI Dorothy stóð og lét hallast upp að stoð einni. Hún var klædd hvítum ullarfrakka og hafði brett kraganum upp. Það var eitthvað við útlit hennar, er hún stóð þarna og skalf i morgun- kuldanum, sem minnti Larkin á lítið lamb, sem villzt hafði frá hjörðinni og stóð í höm undir kofavegg. Hann var raunar viss um, að það var ekki af kulda að hún skalf, heldur einhverju öðru. Hún var sem lömuð. Hún glápti á hann,. án þess hún virtist sjá hann. Svipur hennar minnti á mann, sem gekk í svefni. Hann gekk til hennar. Hún hélt áfram að glápa á hann, eða í gegnum hann. Svipur hennar var alltaf hinn sami. „Góðan daginn, Dorothy", sagði Larkin. „Góðan daginn." Rödd hennar var fjarlæg eins og miðils- rödd. „Þetta er Arthur, er það ekki?“ spurði Larkin og undraðist sjálfur, hvað hann gat verið nær- gætinn í málrómi. „Jú,“ svaraði hún. Hún starði ennþá á hann með sama tómleysis- augnaráðinu. „Reynið að gráta, Dorothy", sagði Larkin blíðlega. „Lofið tárunum að renna eins og þau vilja. Yður mun verða léttir af því.“ „Ég get ekki grátið, Glen.“ Hún horfði alltaf á hann án þess að sjá hann. „Ég get ekki grátið. Tárakirtlamir eru þurrir. Það er eins og mér sé sama um allt.“ „Já, ég skil það svo vel, en reynið samt, Dot. Þér megið gjarnan styðjast við öxl mína, er þér grátið, það sér okkur enginn.“ Dorothy hristi höfuðið sljólega. En allt í einu virtist sem hún vaknaði af dvala. Það var skelf- ing i augum hennar, og þau voru eins og augu í barni, sem hefur haft martröð. Hún rétti fram höndina og greip í handlegg Larkins. Hann fann neglur hennar nema við hold sitt. „Komið, Glen — við skulum fara!“ „Fara?-------Hvert?“ „Bara héðan burtu." Larkin tók að ganga frameftir skipinu. Dorothy hélt enn með krampakenndu taki um handlegg honum. Hún gekk við hlið hans með löngum skrefum og fyrirmannlegu fasi. Hann lét hana ráða ferðinni. Hún hélt áfram út að bógnum, eins og hún vildi helzt fara hraðara en skipið sjálft. Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Þetta er mynd af Indíánakerlingu með barnið Pabbinn: Það er einhver að hringja, Bíddu, Lilli minn. sitt á bakinu, vinur minn. Pabbi kemur rétt strax aftur og ætlar að segja drengnum sínum meira um Indíána. Bréfberinn: Hér er bréf til þín. Það er ófrímerkt og þú Pabbinn: Góður guð! verður að borga krónu fyrir það. Hvar er Lilli? Pabbinn: Það er ég viss um, að ekkert er í þvi nema reikningur.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.