Vikan - 07.07.1949, Blaðsíða 8
8
VIKAN, nr. 27, 1949
Kvenleg sanngirni
Teikning eftir George McManus,
Rasmína: ó, hvað það er yndislegt, frú Jónasína.
Við skulum vera komin á mínútunni sjö.
Rasmína: Flýttu þér i fötin. Frú Jónasína
var að bjóða okkur í söngleikahús i kvöld. En
fyrst eigum við að stanza heima hjá henni.
Gissur: Söngleikahúsið er nú nógu bölvað!
Rasmína: Við verðum að flýta okkur. Láttu mig;
ekki þurfa að bíða. Náðu í bláa hattinn minn í
hattöskjunni.
Gissur: 1 hvaða öskju? Ég vildi lieldur reika.
um frumskóga en leita í öllum þessum hattöskjum.
Gissur: Það getur enginn lifað nógu lengi til
þess að nota alla þá hatta, sem Rasmtna á.
Rasmína (frammi): Vittu hvort hanzkamir mín-
ir eru þama í öskjunum. Ég hugsa, að þeir séu
hjá sumarhattinum mínum.
Gissur: Ég finnn enga hanzka og ég fann tíu
bláa hatta. Þú verður að segja til, hvern þú vilt.
Rasmína: Gott og vel! Komdu með þá hing-
að. En hlauptu fyrst inn í bókaherbergið og vittu,
hvort leikhúskíkirinn er þar ekki.
Rasmína (kallar): Flýttu þér! Það er einhver
að berja. Svo er síminn að hringja, svaraðu honum.
Gissur: Ég sagði: Viljið þér gjöra svo vel og
l.ringja seinna. Rasmína er vant við látin.
Rasmína (kallar): Farðu til dyra og færðu mér
r.’o vatnsglas. Ertu búinn að finna eymalokkana
r.úna ?
Rasmína .(frammi): Læstu eldhúsdyr-
unum og gættu að þvi að allir gluggar
séu vandlega lokaðir. Farðu niður i kjallara
og slökktu ljósið. Sapktu fyrir mig — —
Rasmína: Drottinn minn! Ertu ekki búinn að hypja.
þig í spjarirnar ennþá! Sagði ég þér ekki að flýta þér?-
Af hverju getur þú aldrei verið stundvís?
Gissur: Mig langar að segja þér af hverju það er
en ég þori það ekki!