Vikan


Vikan - 07.07.1949, Síða 16

Vikan - 07.07.1949, Síða 16
16 VIKAN, nr. 27, 1949 Aðeins örfá ðieimili á íslandi eiga þess nokkurntíma kost að eignast málverk eftir eftirlætismálara þjóðarinnar A Asgrím — Jón Stefánsson — Kjarval Meginhluti þjóðarinnar á ekki einu sinni kost á að standa eitt augnablik augliti til auglitis við það fegursta og stórbrotnasta, sem til er í íslenzkri list. Mestu afrek íslenzks anda og listahanda hafa fram að þessu verið lokuð bók fyrir fólkinu í landinu. .......y En þjóðin hefur ekki ráð á því að þekkja ekki sína beztu menn Við getum ekkí útvegað yður frumverk þessara meistara, en í tilefni fimm ára afmælis hins íslenzka lýðveldis gefum við yður kost á að eignast litprentanir af verkum þeirra, sem munu veita yður varanlega gleði og fullvissu um að hið ægifagra og tignarlega í íslenzkri náttúru, er einnig og enn til staðar í þjóðinni, sem byggir landið, í verkum hennar mestu og beztu listamanna. y Lastaforlag Helgafells hefur ráðizt í að láta gera prentaðar myndir í eðlilegum litum af fjölda hinna stórfengleg- ustu listaverka, sem þjóðin á, þar á meðal Djáknanum á Myrká, Flótta undan eldgosi og Vorkvöldi í Vesturbænum eftir Ásgrím; Svönunum, Þorgeirsbola og Útigangshestum Jóns Stefánssonar og Skógarhöllinni, Eldgamla ísafold og Heimahögum Kjarvals, svo nefndur sé lítill hluti þeirra mynda sem litprentaðar hafa verið. Vmsar þessara mynda eiga því miður ekki lengur heima hérlendis og eru því í vissum skilningi glataðar þjóð- inni fyrir. fullt og allt. Yfir 70 málverk prentuð í htum munu hér eftir prýða íslenzk heimili um Iand allt og verða þýðingarmikill þátt- ur í uppeldi þjóðarinnar og sérstaklega æskunnar. Margir skólastjórar hafa þessar bækur til sýnis nemendum sín- um eða koma þeim fyrir á veggjum stofnanna sinna. Það er varla ofsagt að þessar ótrúlega vel gerðu litprentanir muni verða fjölda manns hrein opinberun. Hverri bók fylgir brot úr sögu listamannsins á íslenzku og ensku og auk 20—25 litmynda, sem eru í hverri bók eru þar og 25—30 teikningar og myndir prentaðar í svörtu. Allar verða bækurnar í fallegu, sterku bandi og litprentaðri kápu. Áskriftarverð listaverkabókanna þriggja er 375,00 (125,00 hver bók) og áskriftarlistar í bókabúðum, en um- boðsmenn okkar munu koma víða á heimili og bjóða fólki að skoða bækurnar og panta þær með áskriftarverði. Áskriftarbækur eru ekki afhentar í bókabúðum, en verða sendar heim nema fólk óski að vitja þeirra sjálft á aðal- skrifstofu okkar, Veghúsastíg 5, sími 1651 (áður Smjörlíkisgerðin Smári). BÆKUR & RITFÖNG H.F. Áskriftardeild og bókaafgreiðsla, Veghúsastíg 5 (Sími 1651). STEINDÓRSPRKNT H.F.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.