Vikan - 14.07.1949, Side 2
2
VIKAN, nr. 28, 194»
PÓSTURINN •
leg forvitni er afar æskileg.“ 16—
17 ára og eldri.
Skriftin er læsileg.
það ilmar og hljómar í blæ!
Til fjallsins liggja nú fótspor
mín og þín,
meðan fólkið sefur enn í bæ.
Við göngum hljótt, því við hiýðum
á þann söng,
sem hljómar í blænum svo kátt,
— í morgundýrðinni er leiðin ekki
löng
við þann létta, glaða hörpuslátt.
Heyrðu, hjartans vina,
nú hlæja augun þín!
Skærri’ en himinljós,
fegri’ en vorsins vænsta rós,
ert þú, vona minna dís,
ástin mín!
Vinsamlegast,
Sólveig frá Ljárskógum.
'WýA iiíll
Jt ""T
r rJ
%
fv 5- ■z* / j
Hundur rekur „listsýningu” á flótta!
Konan: Vertu nú sæll og farðu þér
ekki að voða!
Timaritií SAMTÍÐIN
Plytur snjallar sögur, fróðlegar
ritgerðir og bráðsmellnar skop-
sögur.
10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr.
Ritstjóri: Sig. Skúlason magister.
Askriftarsími 2526. Pósthólf 75. '
Úr ýmsum ritumr
. . . 1334. í>au hræðilegu tíðindt
gerðust, að prestur var veginn á
Mesjum suður, er Þorbjörn hét, Mik-
jálsmessu, þá er hann var skrýddur
fyrir aitari til messu, en Þorleifur
hét sá, er vá og lagði sig siðan með.
knífi til bana. . . .“.
(Lögmannsannáll)
. . . Tvær konur fóru á vetrardag:
í miklu frosti og hörðu veðri á fjarð-
arís. önnur þeirra varð þar léttarl
fjarri byggðum. Þær hétu á Þorlák
biskup sér til hjálpar. Þá komu menn
að þeim og fluttu þær til bæjar. Barn-
ið var mjög meitt af frosti, svo að
knýta tók beinin, en út sprakk annað
augað á kinnina, en sár fell á likam-
ann. Móðirin harmsfull hét á inn
heilaga Þorlák biskup til nokkurrar
miskunnar barninu. Siðan batt hún
við augu barnsins mold úr leiði hans
og lagði síðan niður, og sofnaði
skjótt. Var þá nón dags. En að miðj-
um aftni vaknaði þat svo alheilt, að
augað var aftur komið blátt að lit
og skyggnt. Voru þá gróin öll sár og
af allir knútar af barninu, en það
augað var illa litt, sem heilt hafði
verið . .. .“. (Þorlákssaga)
Bréfasambönd
Birting á nafni, aldri og heimilis-
fangi kostar 5 krónur.
Samúel Ósvald Steinbjörnsson (við
pilta • eða stúlkur 14—15 ára),
Syðrivöllum, Kirkjuhvammshreppi,
pr. Hvammstanga.
Erna Priðriks (við pilta eða stúlkur
14—18 ára, mynd fylgi bréfi), Ós-
eyri, Skagaströnd.
Margrét M. Árnadóttir (við pilta
18—20 ára, mynd fylgi bréfi),
Tindum, A.-Húnavatnssýslu.
Kristíne E. Jóhannsdóttir (við pilta
13— 15 ára, mynd fylgi bréfi),
Tindum, A.-Húnavatnssýslu.
Guðrún J. Einarsdóttir (við pilta
14— 17 ára, helzt að mynd fylgi),
Lillý Erlends (við pilta 14—17 ára,
helzt að mynd fylgi), báðar til
heimilis að Bakkavelli, Hvolhreppi,
Rangárvallasýslu.
^IMMMIIMMIMMIMIIIMIMII.............
( Kirkjugarðar Reykjavíkur ]
| skrifstofutími kl. 9—16 alla virka j
| daga nema laugardaga kl. 9__12 !
f f. h. — Símar 81166 — 81167 ____ j
i 81168. — Símar starfsmanna: í
; Kjartan Jónsson afgreiðsla á lík- |
: kistum, kistulagningu o. fl., sími I
; 3862 á vinnustofu, 7876 heima. _ i
í Utan skrifstofutima: Umsjónar- *
' maður kirkju, bálstofu og líkhúss I
i Jóh. Hjörleifsson, sími 81166. _j
j Umsjónarmaður kirkjugarðanna í
i Helgi Guðmundsson, síini 2840. _I
i Ums-'ónarmaður með trjá- og I
í blómarækt, Sumarliði Halldórsson í
| sími 81569. — Verkstjóri í görð- !
1 unum Marteinn Gíslason sími 1
j 6216. ’ :
’........................ í
Svar til Di—dí: Það má ekki á milli
sjá. Skriftin er ágast.
Svar við 33.: Þú þarft ekki að fara
svona pukurslega með þetta vanda-
mál þitt. Biddu óhikað og tæpitungu-
laust um það, sem þig vantar.
Kæra Vika!
Ég sé að þú leysir úr svo mörgum
vandamálum fyrir þá, sem skrifa
þér. Mig langar til að biðja þig að
svara nokkrum spurningum fyrir
mig.
1. Hvað er hægt að gera við hár-
losi ?
2. Þarf sérstaka menntun til þess
að geta farið á leikskóla?
3. Hvað ,,háan“ aldur þarf til
þess?
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Hvernig er skriftin?
Eru villurnar margar?
Ein þrettán ára.
Svar: 1. Sjá Fegrun og snyrtíng
bls. 120—123. — 2.-3. Lárus Páls-
son svarar þessari spurningu svo í
viðtali: (sjá Vikuna nr. 37 ’48) „Nei!
En leikari þarf helzt að vita allan
skrattann og heilbrigð og skemmti-
Halló Vika mín!
Ég ætla nú að biðja þig að gjöra
svo vel að svara fyrir mig nokkrum
spurningum.
1. Viltu segja mér eitthvað um
Olgu San Juan og helzt að birta
vangamynd af henni. Mig langar
nefnilega að sjá hvernig nef hún
hefur.
2. Hvemig á ég að fara að því að
verða brún í sumar ? Ég er alltaf
úti, en er samt alltaf náhvít.
Bless. — Lína.
E. S. Hvernig er skriftin, ég er
11 ára.
Svar: 1. Hún er fædd 16. marz
1927 í New York. Svarthærð og
brúneyg. Söngkona og dansmær.
Hefur leikið í mörgum kvikmynd-
um. -— Við eigum því miður aðeins
eina mynd af henni, og er það ekki
vangamynd. — 2. Kunnum engin
óbrigðul ráð. — Skriftin er þolanleg.
Heimilisblaðið „Vikan"
Ég var að enda við að lesa síð-
asta tölubl. „Vikunnar” og sé að þar
er birt erindi eftir Jón bróður minn.
En þar sem erindið er alls ekki rétt
þarna, langar mig til að leiðrétta
það.
Rétt er það svona:
„Hið unga vor yfir austurfjöllum
skín,
Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.f.
Skúlatún 6
Sími 5753
Vélaviðgerðir
Vélsmíði
Uppsetningar á véinm og verksmiðjum
PRAMKVÆMIR:
Hvers konar viðgerðir á Dieselmótorum
og Benzínmótorum.
j SMlÐUM:
Tannhjól og hvers konar vélahluta.
Bobbinga úr járni fyrir mótorbáta.
Rafgufukatla.
Síldarflökunarvélar o. m. fl.
Höfum fullkomnustu vélar og tæki.
Vélaverkstæði
Sig. Sveinbjörnsson h.f.
Ctgefandi VIKAN H.F., Reykjavík.
— Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Gnðmundsson, Tjamargötu 4, 3Ími 5004, pósthólf 365.