Vikan


Vikan - 14.07.1949, Síða 5

Vikan - 14.07.1949, Síða 5
VIKAN, nr. 28, 1949 5 ■ I M lll 11 M I M V WM )% M I Dóttir miljónamæringsins 10 Sakamálasaga eftir Lawrence G. Blochman Er þau voru komin svo langt, að lengra varð ekki farið, sleppti hún handlegg hans. Hún studdi olboganum á borðstokkinn, lyfti höfðinu og and- aði djúpt að sér og með áfergju þokufullt loftið, á meðan hún hlustaði á öldugjálfrið við skips- hliðina. Larkin sneri sér að henni. Bak við hana sá hann rísandi sólina, sem reyndi að brjóta sér leið gegnum þokuna. Eldrauður sólarbjarminn, sem klauf þokufullt morgunloftið, minnti á geislana í japanska gunnfánanum. Dorothy stóð lengi þegjandi og sneri baki aö sólinni og horfði hátt. Larkin fannst, eins og hún væri að leita ráða og styrks hjá himninum og hafinu. Er hún talaði, virtist sem hún væri að svara spurningu, sem hún botnaði ekki vel í: „Það er víst bezt að hafa það svo.“ „Hafa hvað svo Dorothy ?“ Hún hélt áfram að horfa fram fyrir sig, en svaraði: „Arthur.Það er svo hreint og fagurt og svo stórfenglegt hér úti------. Ég á við, að bezt sé, að honum sé sökkt í hafið.“ „Þér ætlið sem sagt ekki að gera kröfu til líksins?" Hún hristi höfuðið. „Hví skyldi ég gera það? Til þess, að hann verði grafinn í vígðum reit. Eða til þess, að hægt verði að setja legstein á leiði hans? Nei, það verður einungis til þess að vekja óþægilegar minningar í hugum margra manna. Ég er raun- ar eina manneskjan, sem get sagt, að ég hafi góðar minningar tengdar við Arthur. Og mínar minningar get ég ekki grafið í stein. Þær eru grópaðar í hjarta mitt.“ Hún þagnaði. Larkin virtist rödd hennar ætla að bresta, en svo varð ekki. Það var ennþá mikil harka i henni, alltof mikil harka. Hann sagði: „Ég hélt, að þér munduð láta undan og fara að eins og flestir mundu gera. Þér voruð líka komin á fremsta hlunn með það. Hversvegna látið þér ekki undan ? Hversvegna lokið þér yður ekki inni í klefa yðar og grátið eins og þér hafið þörf fyrir?“ Dorothy dæsti. „Frú Greeve!" sagði hún stuttaralega. „Hvað um hana?“ spurði Larkin. „Ó, hún er hiæðilega ímyndunarveik!" „Hvernig þá?" „Út af því, sem komið hefur fyrir.“ „En hvernig veit frú Greeve það?“ hrópaði Larkin steinhissa. „Ég hef ekki séð hana á þilfari." Dorothy hristi höfuðið. „Ég veit það ekkií. Ég vissi ekki hvenær hún kom niður í nótt. En þegar ég vaknaði, sat hún á rúmstokknum alklædd. Tennurnar glömruíu í munni hennar." „En hún hefur þó verið með það mikla skynsemi, að hún gat sagt þér, hvað gerzt hafði." „Hún óð úr einu í annað, svo að illt var að henda reiður á, hvað hún var að fara. En samt skildi ég svo mikið, að eitthvað voðalegt hlaut að hafa komið fyrir og rauk því upp á þilfar." „Vissuð þér ekki, að bróðir yðar var um borð, fyrr en þá?“ „Jú, ég vissi það í gærkvöldi," svaraði Dorothy lágt. „Þá sá ég hann.“ ,.En þegar við töluðum saman i gær, áttuð þér engan bróður!" „Þetta er ekki fallega sagt, Glen!“ sagði Dorothy. „Þér hafið áreiðanlega þekkt Arthur. Svo að þér hefðuð átt að skilja, að ég vildi ekki ræða um hann." „Hvernig komst hann um borð?“ „Ég veit það ekki.“ „Hann hafði verið látinn laus til reynslu, var það ekki?“ „Jú,“ svaraði Dorothy ósjálfrátt, en áttaði sig svo. „Hvernig vitið þér það?“ Larkin lét sem hann hefði ekki heyrt spurn- ingu hennar og sagði: „Þá getur hann ekki hafa haft neitt vega- bréf. Hjálpuðuð þér honum til þess að komast um borð?" „Nei, auðvitað ekki!“ „Það hefur þá verið af einskærri tilviljun, að hann lenti um borð í sama skipi og þér.“ „Nei. Það veit ég annars ekkert um. Ó, hvað ætli það dugi, að ég sé að ljúga að yður, Glen? Auðvitað veit ég af hverju hann kom um borð. Hann var að elta mig.“ „Af hverju?" „Peningar!" svaraði hún stutt og laggott. „Hefur hann reynt að knýja út úr yður peninga ?“ „Nei, ég hef af fúsum vilja látið honum í té peninga síðan — ég á við síðan hann losnaði úr fangelsinu. Það hefur aldrei komið til, að hann vildi neyða út úr mér peninga. Ég hef hjálpað honum af því að hann er bróðir minn, og ég gat því ekki hugsað mér, að hann yrði að þola skort. Pabbi gerði Arthur arflausan fyrir mörgum árum. Ég býst við að Arthur hafi verið í mikilli spilaskuld, og þegar hann varð þess visari, að ég væri á förum, hefur hann laumast um borð." Larkin klappaði bliðlega á hönd henni. „Þér eruð holl, verð ég að segja. Þér hylmið stöðugt yfir gerðir bróður yðar, er ekki svo?“ „Ég skil yður ekki.“ „Það var þó að minnsta kosti Arthur, sem átti sök á því, að faðir yðar svipti sig lífi? „Nei," hversvegna segið þér þetta?" „Svipti hann sig ekki lífinu vegna einhvers, sem Arthur gerði?" „Nei, alls ekki! Það kemur ekki til greina. Ó, Glen, eigum við ekki að hætta þessu tali? Þér eruð verri en lögreglan, jafnvel ennþá leiðinlegri en blaðamenn. Og þér eruð alveg að gera út af við mig. Á nóttinni vakna ég við það, að mér finnst þér vera að spyrja mig í þaula. Ég get aldrei losnað við yður. Ég hata þessar spurningar. Ég hata blaðamenn, ég hata blöðin. Ég veit, að ef blöðin komast á snoðir um dauða Arthurs verður allt vitlaust á ný. Fréttaritarar og ljósmyndarar munu þá leggjast á mig eins og hrafn á hræ, þegar er ég hef stigið fæti á land í Honolulu. Ég get ekki þolað þetta, Glen. Það eyðileggur allt fyrir mér. Það fer með allar mínar framtíðaráætlanir. Þér — —“ „Hver myrti bróður yðar?“ skaut Larkin inn i. Skelfingarsvipur kom á andlit henni. „Það — það veit ég ekki,“ sagði hún. „Og þér grunið engan “ „Nei, nei. Hann hefur ekki verið myrtur. Þetta var slys. Þér heyrðuð, hvað skipstjórinn og Bioki læknir sögðu." „Það var nú hvorki satt né sennilegt," svar- aði Larkin. „Hver — —“ „Ó, þegið þér Glen! Ég vil hvorki né get lát- ið yður yfirheyra mig. Ef ég fer að tala um þetta fæ ég bara móðursýkiskast, miklu verra heldur en frú Greeve. Og það get ég ekki leyft mér, vinur minn! Vinur minn. Hún sagði það, án þess að hugsa um það, en Larkin sá fyrir sér ungan, hávaxinn, ljóshærðan mann með breitt og alltof fallegt bros á vörum. Hann mælti: „Ef til vill vilduð þér heldur gráta við öxl unnustans? Á ég að ná í herra Frayle?" „Nei, alls ekki! Ég vil helzt ekki tala við hann núna. Hann hataði Árthur. Nei, ég get ekki séð hann núna. Ég vil heldur tala við yður. Það er að segja, ég vildi langhelzt vera ein. Mig langar til þess að hugsa. Hugsa um lítinn dreng með hendurnar fullar af rauðum, klistruðum brjóstssykri og andlitið kámugt af sykurleðju. Ég man líka — —“ Hún tók að gráta. Tvö stór tár runnu niður fölar kinnarnar. „Gott og vel, Dorothy," sagði Larkin og þrýsti hönd hennar. „Ég skal fara. En ef þér skylduð þurfa á minni hjálp að halda--------“ Hún svaraði ekki, en endurgalt honum með því að þrýsta hönd hans á móti. Hann fór frá henni. Hún stóð ein eftir, hraust og dugmikil og starði án afláts út á hafið. Þegar Larkin var kominn inn í klefa sinn, hringdi hann og bað að færa sér kaffi. Síðan tók hann sér sæti á rúmstokknum, setti tösku eina á hné sér og þar ofan á ritvélina, setti í hana nýtt blað og tók að hamra á hana: tJ'ti á miðju Kyrrahafi hefur dauðinn enn heimsótt Bonner fjölskylduna, sem nýlega veitti þessum skelfilega vágesti viðtöku, er P. G. Bonner, silkikóngurinn frægi, fannst dauður með byssukúlu í höfðinu í Washing- ton. I dag liggur sonur hans Arthur Bonner, kunnur afbrotamaður, látinn á þilfari japanska skipsins Kumu-maru. Hann er höfuðkúpubrotinn. Dorothy Bonner, erfingi miljónanna, er einnig um borð í sama skipi, og óttast hún, að sömu örlög biði sín, áður en skipið leggur til hafnar í Honolulu. Skip þetta hefur með- ferðis stríðsvarning. Það er mönnum hulin ráðgáta, hvernig hinn svarti sáuður Bonner fólksins hefur látið lífið, sem og það, hvernig hann hefur komizt um borð vegabréfslaus. Nafn hans er og ekki á farþegaskrá. Þótt skipslæknirinn telji, að maðurinn hafi látizt af slysförum, er allt, sem bendir til þess, að úm morð sé að ræða. Larkin hallaði sér aftur á bak og kveikti sér í vindlingi. Beasley mundi verða glaður við þetta viðbragð. Auðvitað ætlaði Larkin ekki að senda þetta fyrr en búið væri að sökkva líkinu í sæ. TJr því að Dorothy vildi, að bróðir hennar fengi þessa hinztu meðferð, ætlaði hann ekki að sanna, hver hann í rauninni væri, með því að fara til loftskeytamannsins. Svo mikið tillit tók hann til hennar. Auk þess mundi sagan bara verða betri fyrir vikið . . . Og vel gat verið, að Fujiwara skipstjóri vissi, hver laumufarþeginn var. Larkin rétti allt í einu úr sér. Óþægileg hugsun flaug gegnum hug hans. Hver vissi nema hann væri undirrótin að dauða Arthurs. Hafði hann ekki hótað að stefna skipstjóranum fyrir lögreglurétt í Honolulu út af laumufarþeg- anum ? Setjum nú svo, að Bonner hafi verið

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.