Vikan - 14.07.1949, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 28, 1949
7
Gamanvísur
í>að er ekki ofsögum sagt af vinsæld-
um Alfreds Andréssonar sem gamanleik-
ara og gamanvísnasöngvara. Hvar sem
hann lætur sjá sig og heyra í sér í söng
eða leik komast menn í gott skap og
hlæja sér til heilsubótar. „Slíkir menn
eru þarfir þjóðinni“ er oft sagt um ýmsa
menn, sem þykja hafa unnið nytsöm störf
fyrir land sitt; við sjáum ekki betur en
að þessi orð eigi prýðilega við Alfred og
„hlutverk“ hans meðal okkar, því að
íslendingar hafa löngum hlegið of sjaldan
og of lítið!
Alfred Andrésson hefur nú gefið út
annað hefti af „Gamanvísum“, eftir ó-
nefnda höfunda, sem hann hefur sungið
við ýms tækifæri og þykir flestum fengur
í að fá slíka bók í hendurnar. Gallinn er
aðeins sá, að ekki fylgir með undir hvaða
lögum kvæðin eru ort, þó að margir geti
auðvitað fundið það út, hver þau eru.
Sumum finnst það ókostur, að ekkert
efnisyfirlit er í bókinni. En þetta eru ekki
stórvægilegir gallar.
Heftið hefst á „Hjónabandsvísum“ og
er þetta lokaerindið í þeim:
Þá er nú ekki burðulegt í bólinu á kvöldin,
bölvað ekki sins þverlyndið, sem hefur
alltaf völdin.
Hún lemur mig eins og harjfisk, ef mig
langar til að vona
og lætur mig snúa hinsegin, þegar ég vil
snúa svona.
Svo koma „Raunir piparsveinsins“,
„Kjósið M-listann“, „Rottugangur", „Á
ferð og flugi“, „Hún Sigga“, „Fyrr og
nú“, „Afburðamaðurinn", „Reykjavíkur-
lífið“, „Lofsöngur til kvenna“, þar í er
þetta erindi:
Og nýjan hatt hún fær sér aðeins áttunda
hvert ár,
en ekkert spyr um tízkuna, sé prisinn nógu lár.
Að konan vendi hverri flík og hryggist ekki par
— það hljómar likt og áróður við næstu
kosningar.
Síðan kemur „í ríkissjóð", „Söngur úr
síldinni“, Bjórfrumvarpið", „Kvæði fert-
ugrar konu af Akranesi“, „Um dagiim
og veginn“, „Skömmtun“, „Til viðskipta-
nefndar“, þar er þetta erindi:
Ég hef, — sko — til útlanda erindi brýn,
sem ei geta dregizt lengur. —
1 Florida liggur hún frænka min
og fer víst að deyja, eins og gengur.
Og í New York er frændi minn kominn í kör,
karlhróið, alveg að deyja,
það gæti því orðið gjaldeyrisför
þótt gott verði ei um að segja.
Viðskiptanefnd!
Hressari í hnjánum
ég kem máske aftur með arf, — you see!
arðmeiri dollaralánum.
Þá koma kvæðin „Um ungar og gaml-
ar jómfrúr“, „Þjóðvarnarfylkingin og
annað þess háttar“, „Happdrættisbíllinn“,
„Fegrum bæinn“, „Peningalykt“, „Draum-
ur leikaraspíru um þjóðleikhús og margt
fleira“, „Stóð ég út hjá þinghúsi“, „Dönsku
pillurnar“, „Bæjarfréttir“, „Ég kem þar
ekki aftur“, ,,Bæjarfréttir“, „Vísur um ís-
lenzku herstjórnina“, „Þegar rafmagns-
staurinn brotnaði fyrir austan“, „Ég
þekki mann . . .“, þar er þetta erindi:
Ég þekki mann, sem þekkir menn á mikið
háum stað,
og maður þessi sagði mér, — í laumi auð\ntað,
að bráðum kæmi í lög að sækja leyfi
um andardrátt
og líka þyrfti að sækja leyfi um hjartaslátt . . .
Þ'á kemur sér nú vel að þekkja mann, sem
þekkir menn,
í mikilvægum stöðum, — já, það gengur svo
til enn,
að hnippa í þann fyrsta, sem svo hnippir í
næsta mann,
það heitir að redda smávegis fyrir kunningjann.
Síðasta kvæðið í heftinu heitir „Óður
einyrkjans" og er um ráðningu þýzka
verkafólksins hingað til lands.
Beira í Austur-Afríku
Framhald af bls. 3.
mennirnir saman öllum sínum veraldlegu
fjármunum, konum og krökkum. Þar sofa
þeir líka. — Japanskar fjölskyldur eru
einnig við þessa götu.
Er þú hefur gengið yfir nokkrar fleiri
brýr, kemur þú á aðalgötuna. Þar eru
verzlanir með rándýrum varningi. Ensk
föt eru þar meðal annars til sölu fyrir
geypilegt verð. Samhliða götu þessari er
„Indverski markaðurinn“. Með harki og
prútti eru nokkrar líkur til, að þér takist
að herja þar út fallega indverska dúka á
þolanlegu verði.
Sitt hvoru megin þeirrar götu eru kvik-
myndahúsin tvö. Þar er miðstöð sam-
kvæmislífsins. Evrópumenn bíða hver
annars í drifhvítum smókingum undir
flöktandi ljóskerum. Á ljósmynd gæti
þetta litið ekki ólaglega út, en er í raun-
inni ekki eftirsóknarvert.
Annar aðalvettvangur samkvæmislífs-
ins er „kabarettinn“. Þar er fimm manna
hljómsveit með frumlegar skoðanir á því,
hvernig leika skuli jazz, kvenróma dans-
lagadúllari og kona með viðkvæma rödd.
Allir verða að koma þangað virðulega
klæddir, en fötin eru þar fljót að óhreink-
ast og pyngjan enn fljótari að tæmast.
Þótt Ijósadýrð sé nokkur umhverfis
kvikmyndahúsin, er bærinn yfirleitt ljós-
laus að kalla. Þú ert því hálfsmeykur að
paufast áfram í myrkrinu og hrekkur í
kút við hinn minnsta hávaða. En hér er
ekkert illt að óttast. Bæjarbúar hafa
prýðilega framkomu, og það er engin
hætta á, að þeir fylli þig og veiti þér
síðan aðför, eins og siður er í Durban, eða
betli og barmi sér eins og í Bombay og
Port Said.
En samt ertu hræddur og vilt ekki vera
einn á ferð. Þú leitar drykkjukránna og
þeirra er skammt að leita, þær eru á hverju
strái. Ef þú tímir að eyða þremur skild-
ingum fyrir bjórpotti (kostar rúman
skilding í Englandi) skaltu veita þér
þann munað, því að það er ósvikinn drykk-
ur. Hann er rótáfengur og himneskur á
bragðið. Það jafnast enginn enskur bjór
á við hann. Þarna fæst líka kampavín og
koníak og kostar nokkra skildinga flask-
an. Af innlendum vínum er hægt að
drekka nægju sína fyrir sama og ekkert
verð.
Portúgalska lögreglan í Beira er fá-
menn, en að sama skapi harðhent, eink-
um við enska sjómenn, enda er þeim betra
að drekka lítið og gæta sæmdar sinnar,
því að lögregluþjónunum er það sannkall-
að gleðiefni að geta danglað í Englendinga
með kylfu eða skammbyssuskefti.
Þannig er það ekki margt, sem hægt er
að skemmta sér við í Beira. Þar eru engin
gullin tækifæri. Það skársta, sem hægt
er að gera, er að eyða kvöldstund í járn-
bfautarklúbbnum með enskum og skozk-
Framhald á bls. 14.
Rómversku vatnsveiturnar voru samanlagt um
600 km. langar og birgðu Róm með 1 millj. lítra
af vatni á sólarhring. Þetta vatn vegur 1000 tonn.
Niagarafossarnir flytja 572 millj. m3 af vatni á
sólarhring.
I ; |
Heimsmetið í kafsundi var sett af John
Howard í Cicago, árið 1938. Hann synti 138
m. í kafi á 2 mín. 35 sek. En enn merkilegra
er metið fyrir að halda sér í kafi, sem var sett
af Frakkanum Pouliquen árið 1912, en hann hélt
cér í liafi í 6 mín. 29,2 sek.