Vikan


Vikan - 14.07.1949, Qupperneq 11

Vikan - 14.07.1949, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 28, 1949 11 Framhaldssaga: Beiskwr drykkws* 29 Ástasaga eftir Anne Duffield „Ég stanzaði hjá Sedrushlíð.1 „Sáuð þér Annettu?" spurði hann snöggt. „Já. Það var ekki œtlun mín að tala við hana. En hún var úti í skógi. Ó, Alec--------“ „Veslings barn,“ sagði hann. „Ég vildi óska, að ég hefði getað hlíft yður við þessu.“ „Hlíft mér? En éy hef ekkert að segja. Það er hitt fólkið. Lance — Annetta — Guy sjálfur — ó, ég get ekki trúað þessu, ég get ekki skilið það.“ „Getið þér það ekki“ ? spurði hann rólega. „Jú, ég er að byrja að skilja núna,“ svaraði hún hvíslandi. „Alec, hvað er að gerast hér, hvern- ig er þessi ey? Hvað er að?“ „Ég geri ráð fyrir, að þér hafið fundið út, hvað að er, Celía?“ „Þetta er óskiljanlegt. Hversvegna er þetta svona. Hversvegna þurfti hann — ? Hann, sem alltaf hefur virzt vera svo heilbrjgður-----“ „Er l>aö?“ „Ó, nei annars. Það hefur hann einmitt ekki virzt. Hann var alltof taugaæstur og hvikull." „Já, alveg rétt,“ svaraði Alec. „En mér er sarna," hélt hún áfram. „Þetta kom svo óvænt — —“ „Það gerir það stundum, Celia." „En hversvegna varð hann svona? Var — móðir hans geggjuð ?“ „Hún geggjaðist nokkru eftir að hún fæddi barnið, eða réttara sagt: tilhneigingin, sem legið hafði í dvala, kom nú í Ijós. „Tilhneigingin, endurtók hún. Hún var af Mayley-fólkinu. Hún var systurdóttur ungfrú Anne. Er þessi tilhneiging finnanleg hjá því fólki ? „Já. Yður hafði áður grunað það, er ekki svo?" „Jú, í kvöld — og einnig áður. Ég heyrði eitt sinn, að sú Mayleysystirin, sem býr ein, æpti ógurlega. Mam’ Easter kom þá að og rak mig burtu. Er hún líka geggjuð?" „Hún fær köst. Stundum er hún líka alveg eðlileg — að vissu leyti." „En hinar? Anne og Rose? Og Misseena —?“ „Anne og Rose hafa sloppið við þessa bölvun. Misseena, já, hún verður víst alltaf eins og hún er, vonar maður." „Alec, þetta er hræðilegt. Og hitt fólkið, sem aldrei sést. Er það líka geggjað? Eru alllr geggjaðir hér á eynni?" „Róleg, Celía, róleg. Ég vildi, að ég hefði get- að hlíft yður við þessari vitneskju. En nú verð- ið þér að heyra allan sannleikann og hlusta æs- ingalaust á mig.“ „Það skal ég gera, Alec,“ svaraði hún. „Seg- ið mér allt.“ Og síðan sagði hann henni allt af létta um leyndardóma Blanque og sorgarleikana á Blan- que, innbyrðis giftingar og hið síeinangraða líf, sem menn lifðu þarna. „Meira en helmingur allra fjölskyldna er á barmi brjálæðis. 1 nokkrum tilfellum kemur það aldrei fram og i sumum tilfellum hefði mátt koma í veg fyrir það. Svo var til að mynda um Mayleysysturina, sem ein býr. Hún var ung og fögur stúlka, skrýtin eins og allir frændur hennar, en hefði vel mátt alast svo upp, að hún hefði orðið engu síður með ráði og rænu en systur hennar Anne og Rose, þótt þær hafi í vöggugjöf hlotið meira jafnvægi i skapsmunina. Ef hún hefði ferðazt eitthvað og ekki leyfzt að loka sig inni, eins og hún gerði, er ekki gott að vita nema takast hefði mátt að bjarga henni. Og þér vitið, hvemig Misseena er. En svo eru aðrir og aðrar, sem þér hafið aldrei séð. Ef þetta fólk hefði fengið að lifa eðlilegu lifi, er alls ekki óhugsanlegt, að öðruvísi hefði farið — að minnsta kosti í mörgum tilfellum. „Herra Horner hefur víst haft þetta í huga, er hann var að tala um að senda ætti alla unga menn að heirnan?" „Já, það er rétt. En það var kynslóðin þar á undan, sem hefði átt að ferðast burt og leita sér maka utan frá.“ „Vofði ekki sama hættan yfir?“ „Ekki þá. Og það eru til fjölskyldur, sem eru alheilbrigðar. En ef þær hanga hér enn, er það víst og vitað, að innbyrðis hjónabönd halda á- fram.“ „Innbyrðis hjónabönd," sagði Celía hægt, „halda kynstofninum hreinum," eins og ungfrú Anne orðaði það eitt sinn við mig.“ „Já, hefur yður aldrei dottið þetta í hug fyrr? Þér vissuð þó, að allir voru mjög skyldir hérna." „Já, ég vissi það. Og mér fannst það alveg dásamlegt. Ein stór fjölskylda. Ég hefði átt að geta sagt mér þetta sjálf. Ég var mjög, mjög heimsk." „Nei, ég gat ekki sagt yður það. Ég var and- vigur hjónabandi yðar, og ég var andvígur því, að þér settust hér að, en ég gat ekki sagt yður hvers vegna." „En Lance--------. Ég giftist honum, gekk með barn hans. Ó, Alec, mundi barnið mitt hafa-----?" „Nei, nei, Celía. Lance er af allt annari grein, sem fyrir guðs náð hefur sloppið við þessi hræði- legu álög. Hann er ekki blóðskyldur Mayley- fólkinu. Faðir hans og afi áttu báðir konur ,,ut- an frá“. Að því leyti var engin hætta fyrir yður að eiga Lance. Ef svo hefði verið, mundi ég hafa aðvarað yður.“ „Já, ég skil. En móðir Guys?“ „Já, og móðir hennar líka,“ svaraði Alec á- kveðinn. Það var lítil von með Guy.“ „En hversvegna kvæntist Lance móðir hans?“ „Hún var mjög fögur, og hann var mjög ung- ur. Ég reyndi allt, hvað ég gat, til þess að hafa hann ofan af því. Við rifumst heiftarlega út af þvi, hann vildi ekki trúa mér og fór ekki að mínum ráðum." „Já, Lance trúir því einu sem hann vill trúa. Veslings Lance!" „Allir eyjarskeggar vilja ekki trúa þvi,“ hélt Alec áfram. Þeir fljóta sofandi að feigðarósi. Þar er enginn öðrum fremri. „En skilja þeir það ekki. Vilja þeir skilja það?“ „Það get ég ekki sagt yður. Það er ofvaxið mínum skilningi. Ég geri ráð fyrir, að þeir voni, og þegar vonin svíkur, láta þeir sér það lynda." ,,Ó, þetta er hræðilegt. Hræðilegt! Þetta er viðurstyggilegur og fyrirlitlegur staður." „Það er alveg rétt. Og þetta sagði ég yður fyrir langa-löngu." „En ekki af hverju.“ „Það gat ég ekki. Ef til vill gerði ég skyssu í því. En ég gat ekki ráðið yfir yður.“ „Nei, þá hefði ég aldrei farið að yðar orðum, hvað sem þér hefðuð sagt. En Alec“ — nú flaug henni annað í hug — „Lance vissi, hvaða hætta vofði yfir Guy — —“ „Já, hann vissi það, Celía.“ Rödd Alecs var róleg og ásakanalaus. „Guy hafði mjög greinileg merki." „En, hann vildi samt að Annetta giftist honum ?“ „Já.“ „Hann vissi, að móðir og amma Guys höfðu báðar verið geggjaðar — hann sá merki þess í fari Guys — en samt lagði hann svo mikið upp úr þessu hjónabandi." „Já. Ég reyndi líka í þetta sinn að telja hann af því, en ég hefði eins getað talað við stein- vegg." „En það var illa gert — glæpsamlegt." „Hann leit ekki þannig á það. Hann vísaði þeirri hugsun frá sér með fyrirlitningu." „Hann vissi það — honum gat ekki dulizt, að annaðhvort hlaut það að koma fram hjá Guy — eða barni hans.“ „Ef hann vissi það, þá var það ekki því að kenna, að honum hafi ekki verið bent á það,“ svaraði Alec. „Ég var harðorður og þóttist mega vera það, þar sem ég talaði af vísindareynslu minni." „En samt lagði hann allt kapp á það!“ „Já.“ „Til þess að bjarga Fairfax." „Já, til þess að bjarga Fairfax." „Hann ætlaði að fórna Annettu —“ „Hann leit ekki á það í því ljósinu. Hann von- aði — og hafði ef til rétt til þess — að Guy væri alheilbrigður og allt væri því í bezta lagi.“ „En hann vissi, að það gat ekki verið. Og hann hélt syni sínum hér innikróuðum, án þess að hann hefði nokkuð fyrir stafni, án allra til- breytinga. „Það gerá allir, Celía." „Já, það gera allir," endurtók hún." Hún dró djúpt andann. Hún var ómild á svipinn og al- varleg. „En þetta er ófyrirgefanlegt, Alec." „Ef aðrir ættu í hlut, væri það. En Lance er ekki eins og aðrir menn." „Yður finnst það líka?“ „Ég er mjög hrifinn af honum," sagði Alec blátt áfram. „Mjög hrifinn." „Það er ég líka. Hann — ég veit ekki, hvernig það er — hann hrífur mann, töfrar mann, held ég. En þetta — þetta er of mikið af þvi góða — —“ „Þér verðið að fyrirgefa honum. Hann þarfn- ast yðar meira en nokkru sinni áður. Og það er ekki á okkar valdi að hegna." Hún beigði höfuðið og huldi það í höndum sér. „Ó, veslings Lance," heyrði hann hana hvísla. Svo leit hún snöggt upp. „Alec — það er ýmislegt fleira. Um Annettu. Ég — ég verð að segja yður það.“ Hún sagði honum, hvað hún óttaðist. Hann hlustaði á hana með athygli og alvöru. Er hún hafði lokið máli sínu, mælti hann: „Ég skal hugsa um Annettu. Ég mun finna einhver ráð. Treystið mér.“ Veik huggunartilfinning lagðist yfir hana, ef hægt var að kalla það huggun. Hún sá aðeins svartnætti framundan sér, en ró og styrkur Alecs var henni léttir. „Ætlið þér ekki að vera dálítið lengur hjá okkur," spurði hún eftir nokkra þögn. „Þér farið vonandi ekki á morgun?"

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.