Vikan


Vikan - 21.07.1949, Qupperneq 2

Vikan - 21.07.1949, Qupperneq 2
2 VIKAN, nr. 29, 1949 POSTURINN * Kæra Vika! Ég var fyrir stuttu að blaða í Passíusálmunum og varð þá fyrir þeim „vonbrigðum“ að finna orðið befala í formálanum. Það er ekki íslenzka. Voru Islendingar ekki komnir lengra á veg með að kunna sitt eigið móðurmál, þegar Hallgrímur Pétursson var uppi, eða er þetta kannske rétt ? S. Svar: Vitanlega er „befala“ ekki íslenzka. En á miðöldum Islands- sögu hrakaði flestu því, sem glæsi- legast var í fari fornmanna, og eitt með öðru var tungan. Þess gætir mjög í ritum frá þessum öldum, að útlendar málslettur er eitt stílein- kenni rithöfundanna og munu lærð- ir menn ekki sízt hafa verið að þeim valdir. Það er skoðun sumra fræði- manna, að meðal alþýðu fólks hafi tungutakið alltaf verið tiltölulega ómengað og hreint og jafnvel, að lærðir menn hafi getað brugðið fyrir sig óklúðruðu máli og mun Guðmundur Finnbogason koma með dæmi þessa í bók sinni „Islending- ar". Væri fróðlegt fyrir þig að lesa það. En slettur þessar í ritum 17. og 18. aldar höfunda eru þó sízt verri en beyginga-, fall- og orðmynd- unarvitleysur nútíma Islendinga, einkum æskufólks í kaupstöðum. Yfir þeim vitleysum eru aldrei þeir töfrar eða „sjarmi“ (svo við slettum útlenzku) eins og oft er yfir ritum frá Islenzkum niðurlægingartíma. Svar nr. 2 til Dalbúa: Við getum ekki grafizt fyrir merkinguna. Við biðjum afsökunar á því, að við skyld- um gruna þig um þá græsku að hafa búið sjálfur til setninguna. En við kunnum af því sögu að leika má hina lærðustu menn grátt, er því er að skipta. En sagan er svona: Gár- ungi einn kom með eftirfarandi setningu til góðs latínumanns og bað hann ráða: Itis apis spotanda bigone. Sagt er að latínumaðurinn hafi velt yfir þessu vöngum góða stund, en gefizt upp að lokum, enda sannaðist, að gárunginn hafði einungis fært til orð og stafi í ensku setningunni: Xt is a pisspot and a big one! Geta enskumenn spreytt sig á að þýða hana. Ur ýmsum ritum: Nokkur orð um Viðey. (ByggS á fyrirlestri Þorvalds GuSmundssonar, er hann hélt í ViSey 1911) Árið 1223 var hafin klausturbygg- ing í Viðey, en þar hafði áður verið kirkja. Þorvaldur Gissurarson í Hruna, faðir Gissurar jarls, fékk Hallveigu Ormsdóttur til að gefa til guðsþakka allan þann mikla auð, er hún hafði erft eftir Kolskegg auðga frænda sinn í Stóradal. Klaustur- smíðinni var lokið vorið 1226 og á þvi ári vígði Magnús biskup í Skál- holti klaustrið og fimm bræður und- ir Ágústínusreglu og þar að auki Þorvald bróður sinn og setti hann prior. Hefst þá vegur Viðeyjar. Biskup gaf klaustrinu allar biskups- tíundir á milli Botnsár og Hafnar- fjarðar og árið eftir fékk hann því til vegar komið á alþingi, að almenn- ingur játaðist undir að gefa osttoll á milli Botnsár og Reykjaness. Heit- og sálugjafir drifu að klaustrinu og stórfé í legkaupi, því að margir kusu að láta jarða sig þar. Á Líkhól, hægra megin við götuna frá sjó að klaustrinu, voru líkin borin, þau þvegin þar og búin til greftrunar. Viðeyjarklaustur varð allra klaustra rikast á landinu og átti 110 jarðir, er það var lagt niður, auk annarra auðæfa. Frá 1247—1539 voru þar 17 ábótar. Á hvítasunnumorgun 1539 urðu mikil tíðindi í Viðey. Þá kom þang- að Diðrik af Mynden með flokk manna frá Bessastöðum, en hann var umboðsmaður höfuðsmanns. Tóku þeir hús á mönnum og léku fólk illa. Ránsmennirnir rændu 20 nautum, 100 sauðum og 7 þúsundum fiska, auk alls annars. Svo var kom- ið högum Viðeyjar um 1600, er hún hafði i nokkra áratugi verið eins- konar hjáleiga frá Bessastöðum, að þar sem áður var mætast klaustur á Islandi, var nú ekkert utan rofin og tóftirnar og hrörlegur kirkjukofi, ekkert nema moldirnar og sex eða sjö ölmusukerlingar, en Viðey hafði verið gerð að spítala eða hæli fyrir gamalt og örvasa fólk. Um miðja átjándu öld hefst að nýju vegur Viðeyjar. Skúli Magnús- son landfógeti fékk Viðey til ábúðar og flutti þangað og lét hefja þar miklar framkvæmdir. Skúli reisti Viðeyjarstofu, sem á sinum tíma var talið veglegasta og bezta hús á landi hér, enda kostaði það 4018 ríkisdali. Það var 36 álnir á lengd, 18 á breidd og 6 undir þak. 1 því voru 7 íbúðar- herbergi, búr og 2 eldhús. Skúli hóf mikla ræktun í Viðey og hafði þar mikið bú, enda mun hafa verið um 40—50 manns heimilisfast hjá honum. Eftir Skúla, sem andaðist 1794, bjó Ólafur stiftamtmaður í Viðey, en Eins og gengur — Það er oft erfitt að hnýta! Magnús konferensráð, sonur hans, fluttist þangað búferlum 1813 og keypti eyna 1816 og hún því aftur komin í eign innlends manns. Hann fékk prentverkið þangað og var prentsmiðja þar 1816—1844. Eftir Magnús bjó Ólafur sekreteri, sonur hans, í Viðey. ( Kirkjugarðar Reykjavíkur I skrifstofutími kl. 9—16 'alla virka = daga nema laugardaga kl. 9—12 | f. h. — Símar 81166 — 81167 — | 81168. — Símar starfsmanna: I Kjartan Jónsson afgreiðsla á lik- | kistum, kistulagningu o. fl., sími I 3862 á vinnustofu, 7876 heima. — E XJtan skrifstofutíma: XJmsjónar- | maður kirkju, bálstofu og líkhúss 1 Jóh. Hjörleifsson, sími 81166. — E Umsjónarmaður kirkjugarðanna = Helgi Guðmundsson, sími 2840. — 1 Umsjónarmaður með trjá- og É blómarækt, Sumarliði Halldórsson, = sími 81569. — Verkstjóri í görð- = unum Marteinn Gíslason, sími j 6216. Bréfasambönd Edda Guðmundsdóttir (við pilta eða stúlkur 12—15 ára, mynd fylgi), Inga Lára Guðmundsdóttir (við pilta eða stúlkur 8—15 ára, mynd fylgi), Jón G. Hallsson (við pilta eða stúlk- ur 13—16 ára), Munaðarnesi, Norðurfirði, Strandasýslu. Halló, K.S. Ég er ekki búinn að gleyma þér, en ég hlýt að gera það, ef þú gleymir mikið lengur að láta mig vita um nýja heimilisfangið þitt. Kær kveðja. Þ. Helga Lísa Gunnarsdóttir (við pilt. eða stúlku 16—18 ára), Lóló Antonsdóttir (við pilt eða stúlku 17—20 ára), Katrín Árnadóttir (við pilt eða stúlku 16—18 ára), Þór Snorrason (við pilt eða stúlku), óskað er eftir, að mynd fylgi bréf- um, öll til heimilis Garðyrkju- skólanum Reykjum, ölfusi. Agnar Svendsen (við stúlkur á aldr- inum 17—20 ára) Nesgötu 20, Neskaupstað. Æskilegt að mynd fylgi- Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar ritgerðir og bráðsmellnar skop- sögur. 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsimi 2526. Pósthólf 75 ^—------------------------------ Ctgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.