Vikan


Vikan - 21.07.1949, Síða 4

Vikan - 21.07.1949, Síða 4
4 VIKAN, nr. 29, 1949 DRA UMURINN Þýdd smásaga Gooch hafði verið óheppinn í hundaveð- hlaupunum undanfarið. Hann hafði tapað hvað eftir annað og nú var hann kominn 1 klípu. Hann varð að vinna í þetta sinn! Gooch leit til himins og bað til guðs hrærðum huga: „Góði guð, láttu mig vinna í þetta eina sinn. Ég hef verið svo óheppinn. Ef ég vinn, skal ég aldrei framar veðja á hest, hund eða nokkurt annað kvikindi. Ég skal fara með peningana beina leið heim. Þeir eru hvort sem er ekki handa mér, heldur henni, konunni minni. Þú veizt, hve leið hún er tá því að verða að fá lán viku eftir viku.“ Hann hafði veðjað á tík, sem hét Taran- tella. Hún var mjó og hvatleg og iðaði af f jöri. Gooch efaðist ekki um, að hún gæti hlaupið hraðar en allir hinir hundarnir. Það var aðeins ein hætta: að henni fip- aðist, þegar hún færi af stað. Hlaupið hófst og hundarnir geystust út á brautina. Andartak beið Gooch milli von- ar og ótta. Svo varð hann altekinn af ofsa- legum fögnuði. Tarantella náði forustunni, hún skauzt fram úr hundahópnum eins og elding og kom langfyrst að marki. Hún hafði unnið veðhlaupið! Þegar Gooch tók við peningunum, setti hann þá ekki í veskið sitt, heldur hélt þeim í lófanum og stakk hendinni í vasann. Alla leiðina heim var hann sífellt að þakka guði í huganum fyrir vinninginn, sem hafði orð- ið honum til bjargar á síðustu stundu. — Hann kveikti ljósið í svefnherberginu og settist á rúmstokkinn. Hann hafði ver- ið að velta því fyrir sér á heimleiðinni, hvernig hann ætti að fá henni peningana, — hann hlakkaði til að sjá, hve undrandi þún yrði, þegar hann færði henni alla fúlg- una. „Hvers vegna ertu að kveikja?“ muldr- aði hún og sneri sér undan. „Getur þú ekki háttað þig í myrkri?“ Hún var hálf- sofandi og úrill yfir því að hafa verið vakin. „Hérna,“ sagði hann og kastaði seðla- vöndlinum á koddann hennar. Hún lá hreyfingarlaus í nokkrar mínút- ur. Svo reis hún upp við dogg og starði á hann skelfdum augum. „Vertu ekki hrædd,“ sagði hann. „Ég hef ekki rænt banka.“ „Vannstu þetta?“ „Já. Ertu ekki kát?“ „Kát? Auðvitað er ég það.“ Hún strauk á sér hárið með lófanum, eins og hún átti vanda til, þegar henni kom eitthvað á ó- vart. „Ég verð að minnsta kasti kát á morgun, þegar ég vakna.“ „Þú átt þessa peninga. Taktu við þeim og geymdu þá.“ Hún lét fallast niður í rúmið. „Hvað er nú að?“ „Það er þýðingarlaust," sagði hún. „Þú vilt að ég taki við peningunum núna. En á morgun færðu lánuð hjá mér nokkur pund og daginn eftir nokkur í viðbót, og eftir viku verður þú búinn að fá allt lán- að. Þetta hefur skeð áður, margoft áður. Gefðu mér ekki peningana. Ég vil þá ekki. Gejundu þá sjálfur.“ „En ég ætla ekki að veðja framar.“ Hún leit á hann og hló kuldahlátri. „Mér er alvara. Ég er hættur.“ „Getur þú svarið það?“ „Ég lofa því. Ég sver aldrei.“ „Þú hefur lofað fyrr.“ „En nú er mér alvara.“ Hann var orð- inn gramur. „Láttu mig þá fá seðlana aftur. Ég skal geyma þá.“ Hún hló enn, lágum, ögrandi hlátri. „Nei, þeir eru betur geymdir hjá mér. Ég ætla að setja þá undir koddann minn, svo að ég sofi betur.“ Svo vaknaði hún, en hann lá vakandi og var hugsi. „Ég hef ekki unnið eitt ein- asta hlaup í þrjá mánuði. Ég hlýt að hafa tapað stórfé. Það var sama á hvaða hund ég veðjaði, hann vann aldrei. Það er til- gangslaust að veðja, meðan maður er í ^(IIIMIHIIIMIMIIMIIHIIIIIIHMaMIMMIItlllllUlltlllllllMNIIIIIMMIIIIIMIIIMIMIIIIMI ^ c I VEIZTU -? 3 1 1. Hvað þarf hátt hitastig til þess að | gler bráðni? í 2. Hvor er harðari málmur kopar eða | silfur ? I 3. Hvað er langt milli Akureyrar og j Akraness ? | 4. Hvar er Dalatangi? | 5. Hvað merkir orðið lindi? | 6. Hvenær var Möðruvallaskóli stofn- | aður? E 7. Eftir hvern er óperan „Rosen- 5 kavalier" ? | 8. Hvenær og hvar var „Töfraflautan" | fyrst leikin ? 1 9. Til hvaða dýrafylkingar teljast fjöl- | fættlur ? | 10. Hvenær dó Þorsteinn Erlingsson? | | Sjá svör á bls. 14. WmilUIUMUHIIUUHHUlMmiUHIIIWIIIMIHIMllHllimHmillllHlllmUIHUIIHI'* tapi. En þegar maður fer að vinna . . .?“ Hann fór að rifja upp fju-ir sér tímabil, þegar heppnin hafði verið með honum hvað eftir annað, þegar hann hafði unnið mörg hlaup í röð. „Asni var ég að vera að lofa henni þessu!“ tautaði hann gramar. „Ef ég tæki peningana, — nei, bara helminginn, — þá gæti ég veðjað á morgun á tvo hunda, sem ekki geta brugðizt. Svo legg ég til hliðar helminginn af því, sem ég vinn, hvort sem það er mikið eða lítið. Eftir mánuð get ég sett á stofn smáverzlun eða eitthvað svoleiðis, og þá er mér borgið . . . ó, asni var ég, hvers vegna var ég að lofa henni þessu?“ Hann mókti stundarkorn, svo rauk hann upp, eins og hann hefði verið stunginn með nál. Nú vissi hann, hvað hann átti að gera. „Mill,“ sagði hann. Hún lá í hnipri og bærði ekki á sér. „Mill!“ sagði hann hátt. Svo velti hann sér á hliðina, stakk hend- inni undir koddann hennar og tók pening- ana. Hann klæddi sig frammi í ganginum og læddist niður stigann. Honum fannst hann vera eins og afbrotamaður á flótta. Þegar Grooch kom út úr spilavítinu, tveim tímum seinna, hafði hann ekki eyri á sér. Hann hafði ætlað sér að tvöfalda vinninginn með spilamennsku, en hafði tap- að honum öllum. Göturnar voru auðar og mannlausar, öll borgin var í fasta svefni. Þegar leið hans lá fram hjá brautarteinunum, flaug honum í huga, að bezt væri að kasta sér fyrir næstu lest. Tíu mínútum síðar var hann kominn heim. Hann reif sig úr fötunum og kærði sig kollóttann, þó að konan vaknaði við hávaðann. Hann lagðist fyrir við hlið hennar og lá lengi andvaka, áður en hann sofnaði. Það var orðið bjart, þegar hann vakn- aði. Hann gaf konu sinni gætur með hálf- luktum augum. Það fyrsta sem hún gerði, var að stinga höndinni undir koddann. Svo kastað hún koddanum ofan á gólf og fór að leita undir lakinu. Hún tók koddann úr verinu, sneri því við og hristi það. „Hvað er að?“ spurði hann með syfju- legri rödd. I stað þess að svara honum, stakk hún höndinni undir koddann hans. Svo rykkti hún koddanum harkalega undan höfðinu á honum. „Ertu að leita að einhverju ?“ spurði hann. „Peningarnir — þeir eru horfnir! Hver einasti eyrir!“ „Hvaða peningar?“ Hún leit á hann, einblíndi á hann. Augu hennar voru hvöss og spyrjandi. „Peningarnir . . . sem þú gafst mér í gærkvöldi ?“ hvíslaði hún. Framhald á bla. 14.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.