Vikan - 21.07.1949, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 29, 1949
5
I I (11111IUIUOOCI i
11
Dóttir miljónamæringsins
Sakamálasaga
eftir Lawerence G. Blochman
um, en brosið var ekki sjáanlegt í smáum aug-
unum.
„Hasta luego, senor. Eins og þér óskið,“ svar-
aði hershöfðinginn þreytulega.
Það var glaðasólskin er „jarðaförin" átti að
fara fram. En hvorki sólskinið né svalur og
hressandi andvarinn náði að eyða deyfðarblæn-
um, sem læst hafði um sig á skipinu, er dauð-
inn heimsótti það.
Larkin varð mjög hissa á því, er svo margir
höfðu safnazt saman til þess að vera viðstaddir
þessa dapurlegu athöfn. Þarna var meðal annars
fjöldi þriðja farrýmisfarþega, er skörtuðu sín-
um beztu flíkum.
Aftast af skipinu hafði verið komið fyrir
plönkum, sem lágu út yfir borðstokkinn, en á
plönkum þessum lá sívalur ströngull, vafinn í
segldúk og hnýttur með spánnýjum hampbönd-
um.
Mannfjöldlnn hélt sér í nokkurri fjarlægð.
Allir voru hátíðlegir. Larkin horfði á einn eftir
annan til þess að komast að raun um, hver
gæti verið morðinginn. Því að hann var alltaf
jafn sannfærður um, að Arthur Bonner hafði
verið myrtur. Og hann var einnig álíka sann-
færður um það, að morðinginn var þarna við-
staddur og horfði nú á fórnarlamb sitt, er sökkva
átti í sæ innan stundar, með leyndu sigurhrósi
— og líklega hugarlétti, er það hyrfi svo algjör-
lega.
Var nokkurt samband á milli morðsins á Arthur
Bonner og pakka þess, er Larkin hafði nú
handa á milli ? Var morðið á Bonner mál út af
fyrir sig, eða var það fléttað saman við hin
leyndardómsfullu plögg, sem Dorothy Bonner
hafði trúað honum fyrir.
í.arkin lét augu sín hvíla um stund á þriðja-
íarrýmisfarþegum, sem stillt höfðu sér upp
stjórnborðsrregin ásamt nokkrum hluta skip-
verjanna. Honum virtist það ekki sennilegt, að
morðinginn væri í þeirra hópi, enda þótt Arthur
Bonner væri fæddur í Japan.
Á bak við þriðja farrýmisfarþegana, sem allir
voru Japanir var hópur manna, sem bersýni-
lega var af öðru farrými. Þar voru fjórar snotr-
ar, svarthærðar og alltof málaðar, ungar stúlk-
ur með mjög þrýstnar varir. Horaður Slavi og
Suður-Ameríkumaður með grísaraugu og úfið
yfirskegg. Þeldökkur Hindúi og evrasískur ung-
iingur á flókaskóm og ásamt þeim — en auð-
sjáanlega ekki einn af þeim -—• granna, ljóshærða
hetjan Charles Prayle, unnusti dóttur miljóna-
mæringsins. Maðurinn, sem hafði hatað mág
. sinn tilvonandi.
Hin ruddalegu augu Frayles litu hvimandi í
kring. Hann var auðvitað að leita að Dorothy
Bonner. En Dorothy var þar ekki. Vitanlega.
I-Iún mundi sennilega ekki koma. Larkin hafði
fyrir skömmu reynt að berja að dyrum hjá
henni, en hún hafði ekki svarað.
Millicent Greeve var ekki heldur viðstödd.
Hvað þá Jeremy Hood. En, hver skollinn, var
þá ekki Rodriguez hershöfðingi kominn upp á
þilfar! Það var sannarlega undrunarefni. Og
hann leit hreint ekki svo aumkunarlega út,
þegar þess var gætt, að hann hafði næstum því
fengið sömu útreiðina sem Arthur Bonner.
Hvernig skyldi sambandi hans og morðsins vera
háttað? Hershöfðinginn stóð ' við hliðina á
William Cuttle og Izumo með gulu demantana
og gulu tennurnar. Á bak við þá stóð George
Willowby og var að troða í pípuna sína. Enginn
þeirra leit út fyrir að vera morðingi, en þannig
var það jafnan um morðingja — eins og Larkin
vissi af langri reynslu sem fréttamaður.
Undarlegt suðandi hljóð steig upp frá þriðja
farrýmisfarþegunum, í fyrstu varla heyranlegt,
en styrkur þess óx stöðugt eins og suð í býflug-
um, en fjaraði síðan út aftur hægt og hægt.
Nú heyrðist aðeins hvell „falset“-rödd, sem reif
sig upp úr öllu valdi.
George Willowby kom til Larkins og sló öek-
una gremjulega úr pípu sinni.
„Hvað á þetta eiginlega að þýða?“ sagði hann.
Áður en Larkin gat svarað, heyrðist að baki
honum rödd ein, sem var i senn menningarleg
og taugaæsandi. Það var herra Slima, er talaði.
„Þeir eru að syngja „Indó“, það er að segja
bæn fyrir brottför sálarinnar til annarrar til-
vistar. Pallegt, ekki satt? Þeir þekktu samt
ekkert hinn látna.“
„Pallegt", fnæsti Willowby. „Nei ég tel það í
fyllsta máta óviðeigandi, maðurinn var þó krist-
inn. Hversvegna fær hann þá ekki kristilega út-
för — þótt hann hafi verið laumufarþegi ?“
Herra Shima brosti ánægjulega.
„1 Japan álítum við, að drottinn vor skilji öll
tungumál," svaraði hann. „En ég hélt annars, að
skipstjórinn hefði snúið sér til hvítu farþeganna
og beðið þá að lesa yfir honum kristilegan texta.
Hefur skipstjórinn ekki talað við yður, herra
Willowby ?“
„Því miður hef ég enga biblíu," svaraði
Willowby.
Herra Shima kinkaði kolli.
„Herra Larkin lítur heldur ekki út fyrir að
eiga biblíu í tösku sinni“, sagði hann. En þarna
kemur skipstjórinn. Kannske hefur honum tek-
izt að finna einhvern heiðvirðan, kristinn mann
á þessu skipi!“
Lágvaxni skipstjórinn kom gangandi fram
hjá Larkin með virðulegu fasi og gekk að lík-
börunum. Vélarnar voru stöðvaðar og kyrrðin
orkaði undarlega á menn, sem vanir voru takt-
föstum átökum vélanna.
Larkin hafði staðið og starað á skipstjórann
og því tók hann ekki eftir Dorothy Bonner, fyrr
en hún var kominn fram hjá honum. Hún
hreyfði sig eins og maður, sem gengur í svefni.
Hún stóð óeðlilega bein og augu hennar lýstu
af innibyrgðum eldi. 1 hægri hendi hélt hún á
bók, sem ekki var stærri en vindlingahylki.
Jafnskjótt og húh var kominn að börunum
tók hún að lesa hátt úr litlu bókinni. Hún las
reiprennandi, en ekki hratt og það var hljómur
í tilbreytingalausri rödd hennar, sem sýndi
hversu bágt hún átti með að halda tilfinningum
sínum í skefjum.
„Sem dáinn maður er ég gleymdur hjörtum
þeirra, ég er sem ónýtt ker“.
Þetta var setning úr Davíðssálmum. Larkin
athugaði, hvernig viðbrögð áheyrenda voru.
Japanirnir skildu auðsjáánlega ekkert, en voru
mjög guðrækilegir á svipinn. Hershöfðinginn
gerði krossmark fyrir sér.
Dorothy hélt áfram lestrinum. Henni hafði
nokkuð aukizt styrkur og las nú mun hærra.
William Cuttle horfði á hana með einkennileg-
um svip. Augu hans voru samankipruð, eins og
hann þyrfti að beina sjónum sínum af ná-
kvæmni. Hann hafði tekið niður hattinn og hélt
honum þannig, að aðeins sást í efra hluta and-
litsins.
Hún las stöðugt. Það voru aðeins varirnar,
sem hreyfðust, annars var andlit hennar eins og
mótað í stein. Jafnvel þótt hún þegði mundu
menn hafa horft á hana, en ef til vill ekki með
lotningu eins og núna. Samt voru nokkrir, sem
ekki horfðu á hana af hrifningu. Til að mynda
William Cuttle — og Charles Frayle, sem oln-
bogaði sig hægt, næstum ósýnilega, áfram.
Hann hlustaði bersýnilega vel og nákvæmlega
á hann, en þó mátti lesa það úr svip hans, að
hann væri siður en svo ánægður með að hún
sýndi hinum látna manni þessa virðingu.
Er hún hafði lokið lestrinum, var hún hljóð
eitt andartak, gekk síðan lítið eitt fram og lagði
bókina á llkbörumar. Síðan sneri hún sér skjótt
undan.
„Amen“, muldraði George Willowby við hlið-
ina á Larkin.
Fujiwara skipstjóri mælti nokkur orð á jap-
önsku. Tveir hásetar losuðu um böndin og líkami
Arthurs Bonners leið hægt niður rennuna, er lá
út yfir borðstokkinn, og hvarf. Eftir eitt andar-
tak, sem virtist eins og heil eilífð, heyrðist
lágur skellur.
Nokkrum mínútum síðar tók fólkið að hreyfa
sig að nýju. Vélarnar voru settar í gang og
skipið skreið áfram. Það glumdi í, er hundruð
tréskóa smullu í þilfarið. George Willowby sner:
sér að herra Shima og sagði:
„Haldið þér ekki, að einn koníakssnaps mundi
gera manni gott eftir þetta?“
William Cuttle ruddi sér braut gegnum hinn
þétta hóp Japana. Lífið var aftur að fá á sig
sinn fyrri blæ, en þó gekk það hægt. Hugsunin
um morð loddi við skipið eins og brennisteins-
fýlan, sem allt gegnsýrði á milliþilfarinu.
Larkin dokaði við eftir Dorothy Bonner. Hann
sá, að hún kom í áttina til hans með hröðum
skrefum.
Larkin tók hendur hennar í sínar og sagði
hlýlega:
„Þetta var vel af sér vikið. Hvar funduð þér
þennan texta?“
„1 Davíðssálmum -— ■— Rödd hennar var ekki
lengur örugg.------Hann — hann hafði sjálfur
gefið mér bókina, þegar ég varð þrettán ára.
Ég skil ekki, hvernig á því stendur, að ég skyldi
hafa hann með í fórum mínum. Það er langt
síðan ég hef opnað hana.“
„Og samt hittuð þér á þennan mjög svo við-
eigandi texta. Það hefur varla verið tilviljun."
Áður en Dorothy fengi svarað honum, hafði
Charles Prayle rennt upp að hliðinni á þeim.
Hann greip utan um herðarnar á henni.
„Afsakið", sagði Frayle og beindi máli sínu til
Larkins. „Mætti ég fá að tala við ungfrú Bonner
einslega ?“
„Ég er að tala við herra Larkin“, svaraði
Dorothy andmælandi og reyndi að hrista Frayle
af sér.
„Hvað gengur að þér, lagskona? Þú hefur
forðast mig í allan dag“.
„Þú veizt það vel — —“
„Já, auðvitað", sagði Prayle. „En nú er þetta
búið. Þú varst mjög viðeigandi sorgmædd og
hátíðleg. Jæja, nú skulum við koma og tala við
brytann um þenna klefa."
Þess þarf ekki með“, svaraði Dorothy. „Við
látum það sitja í sama farinu og áður. Við bíð-
um, þar til við komum til Yohohama".
„Hvað á nú þetta að þýða?"
„Arthur var myrtur", sagði Dorothy og horfði
einbeitt á Larkin.