Vikan - 21.07.1949, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 29, 1949
7
Blaðakóngurinn, sem fann upp
,, rosafréttirnar6 6
Hve oft höfum vér ekki heyrt talað um
rfátæka blaðasöludrenginn, sem varð eig-
andi að milljónum. Já, það má segja, að
flestir auðmenn Ameríku hafi í fyrstu ver-
ið fátækir, berfættir blaðadrengir. Þeir
hlupu hingað og þangað og buðu blöð.
Og einn er sá maður í Ameríku, sem þetta
er ekki réttnefni um. Þessi maður, sem um
tvær kynslóðir hefir haft mest áhrif á
gang mála að tjaldabaki, er blaðakóng-
urinn Wilham Hearst. En faðir hans, gamli
Hearst, var ríkur. Hann var víxlari og fast-
eignasali í San Francisco. Hann byrjaði á
gullgreftri í Kaliforníu, en endaði sem einn ■
af ríkustu mönnum á Kyrrahafsströnd.
Hann hugsaði vel um soninn. Hann var
sendur í Harward háskólann. Þar dvelst
hann um þriggja ára skeið, en lærði lítið
vegna leti. Er hinn 18—19 ára gamli Wil-
liam kom frá Harward, dó faðir hans
skyndilega, og erfði William þá geýsimikil-
ar eignir. Var hann einn um hituna. Flest-
ir álitu, að þessi ungi maður myndi sóa
■eignunum. Hann hafði ekki virzt hafa á-
huga á nokkru nýtilegu starfi. En vinir
föður hans glöddust mjög, er þeir sáu
hvaða stefnu ungi maðurinn tók.
William Hearst hafði haft það upp úr
Harward-veru sinni, að komast í andstöðu
við heilan hóp manna, kennara, skólabræð-
ur og ýmsa aðra. Hjá honum vaknaði þrá
eða þörf til þess að ráðast á ýmsa og ýmis-
legt, sem honum ekki geðjaðist að. Hann
hafði sjaldgæfan hæfileika til þess að sjá
og finna snöggu blettina og möguleikana.
Faðir hans átti margskonar eignir, svo
sem verksmiðjur, verzlanir, einkaleyfi o.
s. frv. En að þessu gaf ungi Hearst sig
ekki mikið. En blað, sem faðir hans hafði
keypt og bar sig mjög illa, tók William
ástfóstri við. Blaðið var „San Francisco
Examiner“. Ungi Hearst hafði ekki fram
að þessu, — en nú var hann tvítugur, —
sýnt verulegan áhuga á blaðamennsku.
Kann hafði yfirleitt ekki virzt hafa áhuga
á neinu. En nú gerði hann sig skyndi-
lega að aðalritstjóra þessa blaðs. Sjálfur
skrifaði hann enga línu. En hann var vel
birgur af hugmyndum.
Blaðið hafði verið lítið og leiðinlegt.
Engar myndir í því, engar stórar fyrir-
cagnir. Annars hafði blaðið verið sæmilega
ritað. En um það hugsaði ungi Hearst ekki.
Hann vildi hafa allt efnið ,,krassandi“, en
honum var sama um það, hvernig grein-
arnar voru ritaðar. Blaðið átti að vekja at-
hygli, og það gjörbreyttist á skömmum
tíma.
Hið fyrsta sinnar tegundar um víða ver-
öld. William H. Hearst varð meistari í því
að gera allt spennndi. Hann byrjaði á
að viðhafa hina afarstóru yfirskrift, sem
tók yfir alla blaðsíðuna, hin svonefnda
,,headline“. Það komst strax á daginn, að
breytingar Hearst hændu menn að blað-
inu. Eftir ár var ,,Examiner“ mest lesna
blað Kyrrahafsstrandarinnar.
Það hefur verið sagt um Hearst, að hann
væri frekasti og þunglyndasti maður Ame-
ríku. En sannleikurinn er sá, að fáir þekkja
hann svo nokkru nemi. Hann heldur sér
á baksviði lífsins, en vegna peninga sinna
hefur hann afarmikil áhrif. Þegar eftir að
nann hafði hleypt lífi í ,,Examiner“ fór
hann til New York og keypti blaðið „Mor-
ning Journal". Upplag þess var þá 25.000.
Á tæpu ári fékk hann kaupendatöluna
aukna upp í 500.000. Þarna sáu New York-
búar fyrst þær forsíður, sem nú eru í
hverju blaði.
Það var venjulegt, að hafa allt inni í
blaðinu sem eitthvað kom við kaun manna.
En Hearts setti það allt á fyrstu síðu. Á
fyrstu síðu hafði hann glæpamál, svo sem
mútur, þjófnað, barnsrán, frásagnir um
ógatilega breytni kvikmyndastjarna.
Stundum voru pólitískar skammir, einkum
um B„oosvelt.
En barátta Hearst á móti forsetanum
varð þýðingarlaus. Svo var þá lífsstarf
Hearts ákveðið. Hann vildi verða blaða-
maður, eða réttara sagt blaðaeigandi í
stórum stíl. Eiga mörg blöð og hafa áhrif
á skoðanir almennings. Því kom hann til
leiðar með „rosafréttum“ sínum, Hann
hafði mikil áhrif með hinum svonefndu
„Sob sisters“ eða grátkonum. Þessar konur
voru blaðakonur í þjónustu hans, og rituðu
þunglyndislegar og áhrifaríkar greinar
um hjónaskilnaði, yfirgefnar konur og
önnur vandræði er voru í sambandi við
erfiðleika í ástamálum. Hearts vissi, hvað
fólkið vildi fá. Hann keypti hvert blaðið á
fætur öðru. Hann keypti mörg minniháttar
blöð á fámennum stöðum, og breytti þeim
eftir geðþótta sínum.
Honum þótti vænt rnn blaðið American
hið þekkta New York blað. Fyrir nokkrum
.árum átti Hearts milli 30 og 40 blöð. Nú
eru þau milli 60 og 70. Fyrir 10 árum
voru lesendur Heartsblaða álitnir um 20
milljónir. En í dag 40—50 milljónir. Það
má segja að allir blaðalesendur Ameríku
lesi Hearts-blöðin. Einnig gefur hann út
fjölda tímarita, líklega um 100.
Hearts lætur sig margt skipta. Allt frá
barnauppeldi til stríðsþátttöku. Hann á
ýmsar aðrar eigur, kvikmyndafélag í
Hollywood, jarðeigur í Kaliforníu og víða
í Ameríku.
Hver eru orsök til þess að Hearts varð
svo voldugur í blaðamennskunni. Hearts
sagði eitt sinn: „Blöð eru ekki einungis
til þess ætluð að flytja fréttir um æsandi
viðburði, sem gerast, heldur verða þau
einnig að búa þær til“. Það hefur hann
sjálfur framkvæmt. Helgidagsfrí eða
ferðalag einhverrar miljónameyjar getur
í höndum hans orðið að ræningjasögu, þar
sem misindismenn rændu hinni ríku meyju.
Fréttaritarar hans sveima sem hákarlar
tilbúnir til að hremma bráð sína. Þeir gizka
á hjónaskilnaði, sem aldrei gerast. Hearts
hefur fyrstur Ameríkana komið þjóðinni
til þess að lesa blöð.
Hann byrjaði með „dömusíður" fyrstur
útgefenda. Á þessum síðum lét hann segja
frá ýmsu slúðri um heimilislíf og ástamál
Hann kom spenningi í kvenfólkið. Hann
veit, hvað það vill lesa. Og hann lýsir öll-
um glæpamálum og fylgir hverjum morð-
ingja eftir þar til hann er settur í raf-
magnsstólinn. Hann fylgir kvikmynda-
stjörnunum að svefnherbergisdyrum
þeirra. Hann blæs suma algenga menn upp
svo að þeir líta út sem heimsfrægar per-
sónur. í dag vinna að minnsta kosti 50,000
manns í þjónustu Hearts. Af mörgum er
hann talinn vinsælasti og illræmdasti mað-
ur Ameríku. Hann er talinn kaldrifjaður
mjög.
En sannleikurinn er sá, að hann hefur
mörgum hjálpað á sinni 75 ára löngu ævi.
Hann er við beztu heilsu ennþá. Hearts
hefir flett ofan af hundruðum myrkra-
verka. Það hefur ætíð staðið stormur um
Hearts og margir viljað koma honum fyrir
kattarnef.
Hann hefur látið rannsaka hvort „sena-
torar“ fengju mútur og hefir látið reka
háttsetta menn úr embættum. Hann hefur
oft sýnt hugrekki.
Bezt kann Hearts við sig í æfintýralegu
höllinni Simeon í Kaliforníu. Þar á hann
dýragarð, og heimfræg vopna- og gobilin
söfn, og eru þau virt á 30—40 milljónir
dollara. Þarna hefur hann rúm fyrir
mörg hundruð gesti, er mega dvelja þarna
svo lengi sem þeim þóknast. Eitt sinn
keypti hann spænska höll, lét rífa hana
stein fyrir stein, og lét setja hana upp
vestan hafs. — Líf Hearts var eitt sinn
kvikmyndað af Orson Welles. En honum
var stefnt fyrir myndina.
En þrátt fyrir alla hina mörgu menn
umhverfis sig og hin feikilegu auðæfi er
Hearts einmana. Bezti vinur hans var
Arthur Brisland. En hann er dáinn fyrir
10 árum. Vinkona hans og ráðgjafi Marí-
an Davies yfirgaf hann. — Hearts á 5 syni.
Átti hann þá með mörgum konum. En
hann er skilinn við þær allar. Synirnir
vinna við blöð föður síns á ýmsum stöð-
um. Þeir eru farnir að hugsa gott til glóð-
arinnar, er faðir þeirra deyr.
Argentínumaður, sem á sumarbústað við
ströndina, gat ekki þolað sólarbirtuna í hvítum
fjörusandinum. „Sandur á að vera svartur",
sagði hann dag einn við vin sinn, „þá er ekki
nauðsynlegt að nota sólgleraugu". Nokkrum vik-
um síðar komu tiu flutningsbílar með svartan
sand til sumarbústaðarins. Vinurinn hafði látið
mala svarta steintegund og var þessi svarti
sandur affermdur við bústaðinn. Eigandinn lagði
glaður frá sér sólgleraugun, en varð að grípa til
þeirra aftur eftir fáa daga. Svarti sandurinn
tróðst ofan í þann hvíta.