Vikan


Vikan - 21.07.1949, Side 12

Vikan - 21.07.1949, Side 12
12 VIKAN, nr. 29, 1949 ,,Já, hún hefur hita. Ég ætla með hana með mér.“ „Gott!“ svaraði Alec. Án fleiri orða greip hann hina grannvöxnu stúlku í fang sér og hélt af stað til pjávar. II. Hitinn jókst eftir því sem á daginn leið. Er þau voru kominn til Fairfax lagði Celía Ann- ettu í rúm. Alec gaf henni svefnmeðal og barnið féll í væran svefn. Celía var hjá henni fram að tetíma. Þá gekk hún út á flötina, en bað eina þjónustustúlkima að gæta Annettu. I.ance var ekki kominn heim. „Haldið þér, að hann komi ekki í dag," spurði hún Alec. „Jú, mjög bráðlega." „Er nokkur von, Alec?" „Um Guy? Nei, ég er hræddur um ekki.“ „Og Annetta? Verður hún lasin?“ „Já, ég er hræddur um það,“ svaraði hann. Hefur þú talað við hana?“ Hún sagði honum, hvað þeim hefði farið í milli, og hvað hún vonaði og hvað hún héldi sjálf hún ætti að ráða af hinum samhengislausu orðum hennar. Hann vildi gjarnan líta á málin í sama ljósi og hún og hann var henni sammála um, að þetta hefði betur aldrei skeð. Hitinn varð alveg óþolandi. Ekki blakti hár á höfði. Er myrkrið var að skella á var Lance ekki enn kominn heim. Celíu fannst hún ætla að bugast. „Það verður fárviðri," sagði hún." „Já,“ svaraði Alec og það ekki af lakari end- anum. „Eins vont og áður?" „Verra, hugsa ég.“ Þau snæddu saman kvöldverð, eða létu sem þau gerðu það, klukkan hálf átta. Ekki kom Lance ennþá. Annetta svaf ennþá djúpum svefni, er Celía fór upp til hennar um tíu leytið. Meðan hún var að horfa á þetta fallega, náföla andlit, heyrði hún, að Lance var að ganga um niðri. Skjálfti gagntók hana, Jiún roðnaði og fölnaði á 'vixl. Síðan gekk hún föstum, ákveðnum skref- um út og niður stigann. Alec og Lance voru í -dagstofunni. Er Celía var á Jeið niður skall fyrsta stormhviðan á húsinu — og allt í einu var komið foráttu veður. Þykku göjnlu stein- veggirnir skulfu. Vindurinn gnauðaði og hvein og frá sjónum kom hljóð, sem líktist fallbyssu- drunum. Hafði Annetta vaknað ? Hún hljóp upp til þess að gæta að því. Nei, hún lá alveg hreyfingarlaus. Phyllis var í óða önn að loka gluggum og hurð- um og setja hlera fyrir. Celía sá að allt var í bezta lagi þannig séð. Hún sagði Phillys að flýta sér niður í kofann sinn, áður en regnið tæki að hellast úr loftinu — og nljóp að svo búnu niður í dagstofuna. Lance stóð við arimnn, og hallaði sér kæruleysislega upp að honum. Þegar Celia sá framan í hann, ætlaði hún varla að trúa sinum eigin augum. „Lance!" Rödd hennar brast. Hún ætlaði að ganga til hans og taka hann í faðm sér, en svip- ur hans olli því, að hún gat ekki komið nærri honum. „Nú já, þá er svo komið." Rödd hans var ís- köld og bitur. Hann beit sundur orðin og lálf- fnæsti. „Lance, ó, elsku Lance, hvað á ég að segja við þig?“ „Ekkert, Celía. Sýndu mér þá vináttu að segja ekki neitt. Og þið bæði! Ég hélt, að ég hefði gert það fullkomlega skiljanlegt, að ég vil hafa Fairfax fyrir mig.“ „En ég varð að fara heim, Lance. Og auð- vitaö korn Alec með mér." „Já, ég sé það. Ég hef húsið fullt af gestum. Þið hafið meint vel.“ Hann leit á þau bæði með hroðalegu augnaráði. Þvi miður hafði Celía séð þetta augaaráð hans áður, þetta var undanfari þess, er hann fékk þynglyndisköstin og var ekki við mælandi. Sú samúðarbylgja, er risið hafði í hug hennar, er hún sá hann fyrst, brotnaði, en í hennar stað myndaðist mótstaða gegn þessum óútreiknan- lega manni. „Lance — ég bið þig að tala ekki svona!“ Án þess hún fengi að gert svall reiðin í brjósti henn- ar. „Ég veit hvað þú líður, en við líðum einnig. Hvers vegna ætlar þú að útiloka okkur. Mér þykir mjög vænt um Guy. Og Annetta, hún er hérna." Hann virtist ekki gefa orðum hennar neinn sérstakan gaum. MAGGI OG RAGGi Teikning eftir Wally Eishop 1. Afi: Raggi, lokaðu þessari bók og farðu að sofa. Raggi: Bíddu, afi. 2. Afi: Og þú líka Maggi, það er komi 3 langt fram yfir háttatíma hjá þér. Maggi: Augnablik, afi. 3. Afi: Og enn ætla ég að áminna ykkur! Drengir, sem eru að vaxa verða að fara snemma að sofa. Það gegnir öðru máli með gamla karla eins og mig. Þeir t/eta vakað í það. endalaum. 4. Maggi: Sjáðu, afi er steinsofnaður. Snúið myndinni við! „Er Annetta hér?" „Já, ég fór með hana með mér.“ „Hví í djöflinum ertu að því?“ „Af því að hún þarfnast umönnunar. Hún er lasin." „Og ætlar þú að hjúkra henni. Hvilík fádæma umiiyggja!" „Það er tími til kominn, að einhver geri það,“ svaraði Celía, hvött af tóninum í rödd hans. „Ég vona bara, að það sé ekki of seint." Alec Mackenzie rétti höndina út í mótmæla- skyni, en sagði ekki neitt. „Hvað áttu við?“ spurði Lance. „Ég á við, að eitthvað hefur komið fyrir milli Guy og Annettu. Ég veit ekki, hvað það er, en ég vona, að-----“ „Hlifðu mér við þessu masi"! sagði Lance. „Hlífa þér!“ Hún gleymdi sorg hans vegna Guys, ástandi hans og svip, sem er eins og á manni, sem hefur verið barinn til dauða. „Þú hefur hlíft þér sjálfum allt of lengi Lance. Ég aðvaraði þig, Alec aðvaraði þig, þú vissir----“ „Vissi hvað, góða? Aftur fnæsti hann, svo að hún gat ekki þolað hann. Hún sneri sér að honum, virðuleg í reiði sinní. „Að Guy — veslings Guy — var glataðui. Að einasta vonin með hann var, að senda hann burtu og láta hann kynnast öðru umhverfi. Alec sagði þér það. Alec hefði viljað taka hann með sér og ef til vill gert á honum læknisað- gerð. En þú hélzt honum hérna, af því að þér var akkur í að hafa hann. Og þú vildir að hann gengi að eiga Annettu. Vildir fórna henni til þess að bjarga eigum þínum. Þú hlekkjaðir þau bæði á þessum stað, þótt ég aðvaraði þig. Þú treystir Job. Ég missti barnið mitt. Ef til vill deyr Annetta — eða verra en það. Mér hefur verið sagt, að það sé draugagangur á Fairfax, ekki minnkar hann núna — og þú — þú-----------. „Celía, í guðs bænum verið þér róleg. Þér vit- ið ekki, hvað þér voruð að segja". Það var Alee sem talaði. „Jú, það held ég einmitt", sagði Lance mjög rólega. Þú ásakar mig fyrir það, sem fram hef- ur komið, er ekki svo, Cella?" „Get ég annað? Þú vissir það, þú varst að- varaður, en þú lagðir allt kapp á þessa trúlofun og hefðir leyft þeim að giftast, auðvitað?" i.Ég gat ekki séð fyrir endann á þessu". „Nei, það gaztu ekki“. Reiði hennar fjaraði út jafn skjótt og hún hafði blossað upp. Hún yppti öxlum þreytulega. „Þú gazt ekki trúað því. Mér þykir fyrir þessu, Lance. Ég hefði ekki átt að segja það, sem ég sagði. Þú getur ekki að þessu 'gert, þú ert svona gerður. „Já, ég er aumkunarverður". Kvíðinn greip hana. „Lance, ég — —“ Ennþá ætlaði rödd hennar að bila. „Það er allt í lagi, Celía. Ég er alveg sammála þér. Vertu ekki svona dapurleg á svipinn, ég á

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.