Vikan


Vikan - 21.07.1949, Side 14

Vikan - 21.07.1949, Side 14
14 VIKAN, nr*. 29, 1949 Kvöldheimsókn Smásaga. Dyrabjöllunni var hringt, hátt og lengi. Klukkan var orðin ellefu síðdegis og ég var einn heima. Hver var svo seint á ferð ? Ég gekk fram í forstofuna og kveikti. I-að var barið á hurðina með krepptum hnefum og óttaslegin kona heyrðist hrópa: „Opnið! opnið.“ Ég opnaði húsið. Ung kona fleygði sér í faðm minn og sagði með andköfum: ,,Ó, fyrirgefið mér. En ég var ráðþrota. Ég vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Ég var nýfarin úr sporvagninum á leið heim, er tveir voða- legir náungar veittu mér eftirför." Konan skalf af hryllingi og angist. Hún var yndisleg. Klædd síðum kvöld- kjól og í loðkápu. Það virtist sem hún kæmi úr leikhúsi eða af hljómleik. Hún horfði á mig biðjandi augum. Hún var mjög hrífandi. Hún mælti: ,,Já, ég vissi ekki, hvað ég átti að gera. Svo sá ég að hér var ljós og hringdi.“ „Auðvitað,“ svaraði ég, og opnaði skrif- stofuna. „Gerið svo vel að koma inn.“ „Einungis að þér leyfið mér að bíða hér þangað til að þeir eru farnir, er allt í lagi,“ sagði hún. Konan fagra gekk að glugganum og horfði út. „Bíðið ofurlítið.“ Hún slökkti ljósið. Við iyftum gluggatjöldunum til hliðar og gægð- umst út. „Eeir standa þarna ennþá,“ hvisl- aði konan. Það var rétt. Hinum megin vegarins voru tveir menn. En þeir sáust ógreinilega. Ég mæltí: „Þér getið ekki farið ein heim. Er langt til heimilis yðar?“ „Fimmtán mínútna gangur. Ég ætlaði að fá bifreið. En það tókst ekki.“ „Það er eins og venjulega," svaraði ég. „Gerið svo vel að setjast. Má ekki bjóða yður glas af víni?“ Konan hristi höfuðíð. Mamma er ein heima og bíður eftir mér. Hún er ævinlega svo áhyggjufull, þegar ég er úti á kvöldin. „Jæja,“ sagði ég. „Ég skal fylgja yður heim. Hún maldaði í móinn. En ég svaraðí ekki, en fór í frakka og setti upp hatt. Svo fylgdi ég „dömunni". Er mennirnir komu auga á okkur, hurfu þeir. Hún þrýsti sér upp að mér á leiðinni og hélt í handlegg minn. Er við komum að vegamótum mælti hún: „Nú er bezt að þér farið ekki lengra. Mamma situr vafalaust við gluggann og ef hún sér ókunnan herra koma með mér þá —“ Hún hló. „Þá það,“ sagði ég. Svo bað ég hana að borða með mér daginn eftir. Hún gengdi því litlu fyrst. En lofaði því þó. Ég horfði á hana hverfa fyrir húshorn. Svo hélt ég lieimleiðis. Eftir hálfa klukkustund kom ég heim. 483. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. Eftirstöðva. — 4. g'óðvilji. — 10. tala (útl.) — 13. innýfli. — 15. Blautir. — 16. jurtir. — 17. hristist. — 19. sjór. 20. húsdýr. — 21. lýsing- arorð. — 23. allsnægtir. — 25. einn af 7 flt. — 29. nóta. — 31. samhl. — 32. nart. — 33. félag. —1 34. atv.orð. — 35. skraf. — 37. ending. — 39. gangur. — 41. atv.orð. — 42. mannsn. — 43. fram- takssemi. — 44. ný. -— 45. skst. — 47. gára. — 48. fóru. — 49. tóm. — 50. tímatal. — 51. lík- amshl. — 53. sk.st. — 55. samtenging. -— 56. ó- handlægnin. — 60. æða. — 61. óvinur. — 63. íláta. — 64. tala kvk. — 65. glöddumst. — 68. eld. — 69. árbók. — 71. hnjóti. — 72. nothæfa. — 73. sannsögul. — 74. bit. Lóðrétt skýring: 1. Drykkjar. — 2. safna saman. — 3. nötra. 5 ending. — 6. lærði. — 7. meria. 8. málmur. — 9. titill. — 10. íláta. — 11. lengdarmál. - 12. sta'- ur. - 14. hreifur. - 16. á litinn. - 18. vertíðirnar. 20. ferðahirzlan. — 22. samhl. — 23. eins. — 24. gutl. — 26. ný. — 27. stjórn. — 28. illa haldna. — 30. þrá. — 34. þéttu. — 36. leikni. — 38. óþverri. — 40. efni. — 41. huggun. — 46. samhl. — 47. mjakað. — 50. kenna um. — 52. ófæddur. — 54. mál. — 56. kvarta. — 57. hljóðst. — 58. fjöldi. — 59. söguhetja. — 60. feitmeti. — 62. lykta. — 63. sjór; þ. f. — 64. atv.orð. — 65. lærdómur. — 67. fomafn. — 69. eins. — 70. hvíldist. Lausn á 482. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Skóa.— 5. kvöld. — 8. ósár. — 12. Lárus. — 14. dalla. — 15. áma. — 16. tak. — 18. nóa. — 20. æft. — 21. au. — 22. gamal- dags. — 25. ua. — 26. garga. — 28. rakar. — 31. ræl. — 32. sum. 34. rúrw — 36. sögn. — 37. rotar. — 39. laun. — 40. laup. — 41. pála. — 42. ausa. — 44. tappa. — 46. gæsa. — 48. ing. — 50. rág. — 51. hal. — 52. andra. — 54. vetur. -— 56. kú. — 57. saumakona. — 60. os. — 62. uml. — 64. u. s. a. — 65. Örn. — 66. stó. — 67. skaft. — 69.,ínntí. — 71. kast. — 72. okkur — 73. núar. Lóörétt: 1. sláa. — 2. kámug. — 3. öra. — 4. au. — 6. vaka. — 7. land. — 8. óa. - - 9. slæ. — 10. álfur. — 11. r.ata. — 13. stagl. — 14. dagar. — 17. ama. — 19. óar. — 22. Grænlands. — 23. laut. — 24. Skúlagata. — 27. arg. — 29. ana. — 30. askar. — 32. sopar. — 33. mappa. — 35. knáar. — 37. Rut. — 38. ráa. — 43. sin. 45. pára. — 47. ælu. — 49. graut. — 51. henni. — 52. aumka. 53. aus. ■— 54. vor. — 55. rotta. — 53. kusk. — 58. mauk. — 59. köku. — 61. cóir. - - 63. las. 7— 63. snú. — 68. it. — 70. nn. Og þá þótti mér grána gamaníð. Alit var á tjá og tundri. Skrífborðið hafði verið brotið upp og öllu verðmætu úr því stolið. Og úr borðstofunní hafðí silfurmununum verið stolið og fjórum málverloim. Þvílík heimsókn. DRAUIMURIIMIM Framhald aj hls. þ. „Hvaða vitleysa er þetta. Þig hlýtur að hafa dreymt þessa peninga.“ „En — þú vaktir mig og gafst mér stór- an seðlabunka. Og þú lofaðir, að veðja aldrei framar.“ Hann hló. „Það var draumur — vit- leysa!“ „En . . .?“ „Ég er að segja þér, að þið hefur dreymt það. Þig hefur dreymt það.“ Og ef til vill myndi hann fara að trúa því bráðum sjálfur. Svör við „Veiztu—V* á bls. 4: 1. 800—1400° C. 2. Harkan er jöfn, 2,8. . 3. 375 km. 4. Milli Mjóafjarðar og SeySisfjarðar. 5. Belti. 6. 1880. 7. Richard Strauss. | 8. Vín, 1791. 9. Til liðdýra. 10. 1914. ÚR ÝMSUM ÁTTUM - Það eru notaðir 40 miljarðar lítra af öli í heiminum á einu ári. ! ! ! Það kannast allir við þurrmjólk, en tæplega hafið þið heyrt talað um „þurröl". En það er verið að gera tilraunir til að framleiða það og ef til vill er ekki langt þangað til að menn fara að kaupa sér 1 kg. af öli! ! ! ! Ólympíleikar fóru fram hjá Grikkjum frá 776 f. Kr. til 389 e. Kr., eða um 1000 ár. Menn vita ekki með vissu hvað var upphaf þeirra, en Forn- Grikkjir höfðu jafnvel íþróttakeppni i sambandi við jarfafarir og guðþjónustur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.