Vikan


Vikan - 28.07.1949, Blaðsíða 11

Vikan - 28.07.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 30, 1949 11 Framhaldssaga: Hviskur drykkur 31 Ástasaga eftir Anne Duffield » það ekki skilið, að þú hafir áhyggjur mín vegna. Eg held okkur væri bezt að gleyma þessu við erum öll dauðþreytt". „Eg er þér alveg sammála", sagði Alec. „Við mundum gera réttast í þvi að ganga til hvílu, þótt ég efist um, að nokkur geti sofið í þessum stormi. Ég held ég gefi ykkur sinn svefn- skammtinn hvoru“. „Gefðu Celiu einn“, sagði Lance. „Hún hefur gott af því". „En þú sjálfur?" „Eg sef ágætlega". „Lance“, stamaði Celía. „Má ég, á ég að korna með þér? Ó, leyf mér að koma með þér?“ „Nei, Celía. Ef þér er sama, vildi ég helzt fá að vera einn“. Hann gekk út að dyrunum, sneri sér við og horfði framan í þau. Celía gat aldrei gleymt honum eins og hann var þá -— hinn beini vóxtur, hið friða andlit, miklu fríðara en nokkru sinni áður, dapurlegur svipur og sorgardrætftr um- hverfis hinn fingerða munn og djúpir skuggar fyrir neðan augun bláu. Hann horfði á þau til skiptis. „Góða nótt, bæði tvö. Gættu vel að Celíu, Alec. Guð blessi ykkur". Síðan reisti ha:m sig, brosti sínu gamla brosi, lyfti hendinni í kveðjuskyni og gekk út úr stof- unni. Eftir andartak heyrðu þau rödd hans aftur — ákveðna, skipandi — með þessum undirtón af ástríki sem hann viðhafði ávallt í skiptum við sína eigin negra. „Horace, svarti djöfull, hvar ertu?" „Ég er að koma, herra Lance". „Komdu með ávaxtavín handa mér. Hingað í bókaherbergið. ,.Ég hef það allt saman tilbúið, herra 'Lance". Rödd gamla mannsins skalf eins og hann ætl- aði að fara að gráta. „Þökk fyrir. Og komdu þér svo af stað, Horace. Eru hinir farnir? Gott. Ég skal sjálfur slökkva". „Mér liggur ekkert á, herra Lance. Ég vil held- ur bíða og sjá yður hátta, eins og ég hef svo oft gert áður". „Vertu nú ekki að þessari vitleysu! Hví skyld- ir þú vera að því? Ég ætla mér ekki að sitja hér og drekka mig fullan, ef það er það, sem þú óttast". „Nei, það er langt síðan þér hafið gert það. En nú eruð þér ekki hraustlegur. Ég mundi held- ur vflja — -—“ „tJt með þig, eða ég keiri hausinn á þór niður í maga". „Jæja, þá fer ég, herra Lance. Góða nótt, herra Lance, drengurinn minn". „Góða nótt, leiðindaskarfur!" Lance talaði í mjög blíðum tón. Þau, sem voru inni í dagstofunni, heyrðu aið bókaherbergis- dyrnar lokuðust og að Horace gamli gekk hægt út í eldhúsið. Augu Celíu mætiu angum Alecs. „En hvað þeim þykir vænt um hann", sagði hún lágt. „Já, og honum þykir vænt um þau. Hann er þeim góður húsbóndi". „Já, það er hann. Og hann er að mörgu leyti góður — —“ Alec svaraði ekki, en leit á hana hvasst og mjög alvarlega. „Ég hef gert yður skelfdan og valdið yður vonbrigðum. Ég hefði ekki átt að segja það, sem ég sagði. Ég veit ekki, hvað það var, sem kom yfir mig“. „Þér eruð kona, Celía", svaraði hann, „og mjög mannleg. Og yður var ögrað. Ég var hvorki skelfdur eða vonsvikinn, Lance á þetta allt skil- ið. En ég hef áhyggjur út af ykkur. Sem stendur er ekki hægt að ræða þetta frekar. Við erum öll þreytt. Þér skulið fara að sofa". Hún hristi höfuðið. „Nei, Annetta getur vaknað og þarfnast mín“. „Hún vaknar ekki“. „Ég þori heldur ekki að hætta það vegna —- —. Viljið þér ekki fara inn til Lances og drekka meó honum?" „Þaö held ég ekki. Ég ætla líka að fara að scia. i.ance vill ekki hafa neinn hjá sér í kvöld. Reynið að sofna Celía. Við finnum einhverja lausn á morgun". Celía gekk upp í herbergi sitt, þar sem Ann- etta lá og svaf í rúmi Celíu. Phyllis hafði búið um Celíu á sófanum. Nokkrum minútum seinna heyrði hún, a< Alec kom upp stigann, heyrði, að hann lokaf dyrunum að herbergi sínu. Stormurinn bu) ;i ógurlega, hún hætti alveg að hugsa um að ff.r í rúmið. Hún gat alls ekki sofið — —. Aldrei fyrr hafði hún verið í slíku skapi, aldrei á allri ævi sinni. Sorg út af veslings Guy. Með ■ aumkvun með Annettu. Meðaumkvun með Lanee. Lance! Henni fannst eins og hjarta hennar væv t slitið út úr brjósti sínu úr kviku holdinu, er hv1. minntist þess, þegar hann stóð í dyrunum, ai. mýktur fyrir henni og Alec og viðurkenndi það, og þó hafði hann aldrei verið fegurri, hraustari. Þessi gamla axlaypping, þetta gamla giaðlega bros og kankvislega handahreyfing, er hann kvaddi þau. Hún var glöð, að hann skyldi hafa gert það. Þrátt fyrir allt leið henni það nær hjarta, að sjá hann svona auðmýktan eitt andartak — en hún varö að gagnrýna hann, hún gat ekki annað. Alec! Svip hans skaut allt í einu upp i huga hennar. Alvarlegt, áhyggjufullt, skelft. — Þót.t hann hafi neitað því, hlaut hann að hafa oi Tið skelfdur yfir því, hve hún var æst. Hversvegna hafði hún ekki haft stjórn á sér. Hvernig gat hún hafa sagt það, sem hún sagði? Hvernig gat hún hafa sagt þetta við Lance, eins og á stóð? Hvernig gæti hún lifað með honum upp frá þessu, hvernig gætu þau búið saman eftir það, sem sagt hafði verið í kvöld. Hún hafði talað hræðileg orð til Lances -— að þau voru sönn, kom ekki málinu við. Hún hafði vcrið grimmúðug, þegar hann þarfnaðist samúðar og hún óskaði þess nú, að hún hefði bitið úr sér tunguna áður en hún viðhafði þessi orð. Hvað mundi taka við? En lífið heldur áfram göngu sinni. Við verðum að fylgjast með því. Á einn eða annan hátt verð- um við að komast af með það. Allt í einu kvað við hræðilegt þrumuhljóð og hún kipptist við. Regn og hagl lömdu þakið yfir höfði hennar. „Ó, þetta er hræðilegur staður", sagði hún með hryllingi. Hún var að hugsa um það, hvort Lance væri kominn upp. Það gat vel verið, þótt hún hefði ekki heyrt það — stormurinn var svo mikill. „Ég ætti víst að sofna. Ég geri svo sem eng- um gagn með því að vera eins og ræfill í f\rra- málið". Hún reis upp af stólnum og tók að tína nál- arnar úr hári sínu. Allt í einu hrökk hún sarnan, hélt niðri í sér andanum og lagði við hlustirc ir. Það var einhver, sem kom hlaupandi eftir 1 ót- inni og kallaði — hún heyrði að dyrnar á lier- bergi Alecs voru opnaðar og að hann hljóp niður stigann, og hún hljóp þegar af stað, skjálfandi af hræðslu, þess fullviss, að einhver ný ógæla hefði skollið yfir þau. Alec var í þann veginn að taka slagbrand- inn frá útidyrunum. Rennvotur svertingi með kringlótt augu stóð fyrir utan. Celía þekkti, að það var Jim, einn þeirra manna er gættu segl- bátsins og öfluðu fiskmetis fyrir heimilið. Hann og bróðir hans áttu hús niðri á ströndinni. „Hvað gengur á?“ spurði Alec. „I.'erra Lance, herra Lance ■— —“ , í‘ann er heima. Lance! hrópaði Alec. „Nei, ó, guð, vertu miskunnsamur -— hann er f v.inn — herra Lance er farinn!" . Farinn ?“ Alec rétti fram höndina og kippti '..'iJfsturluðum negranum inn fyrir dyrnar. „Hvað erlu að segja?“ , Hann er farinn burtu á bátnum. Út á hafið!“ Cclia, sem stóð við stigann, varð að styðja við handriðið. Hún starði með skelfdum aug- \.:n á rennvotann svertingjann. „Hvenær? Hvernig veiztu þetta?" Spurning- c Alecs voru eins og skammbyssuskot. „Kanóinn var leystur og svo sá ég herra Lance cigla með fullum seglum út á hafið. Celia greip um munninn til þess að ekki heyrð- ist angistaróp hennar. Alec var orðinn náfölur. Negrinn tók að kjökra og ákalla guð. „Rólegur!" hrópaði Alec. „Farðu niður i kof- ana og vektu alla“. „Það er ekki neitt hægt að gera, herra Alec. Við getum ekki farið á eftir honum. Hann hlýtur að vera orðinn alveg snarvitlaus!" „Björgunarbátur!" hrópaði Alec. „Hvernig ættum við að ná í hann? Og auk þess þolir engin fleyta þetta ofsalega veður". Alec sneri sér snögglega við er Celia hné niður á gólfið að baki honum. 1 sama vetfangi kom Horace gamli á sjónarsviðið, öskugrár í framan og skjálfandi frá hvirfli til ilja. „Ég vissi, að það var ekki allt með felldu. Ég hefði aldrei átt að yfirgefa hann. Ó, herra Lance — —“ „Hugsaðu um Jim hérna. Ég þarf að fara upp með frú Lancing, það hefur liðið yfir hana", hrópaði Alec skipandi röddu. „Ö, Jesús — —" Allt þjónustufólkið hafði drifið að. Það var eins og það hefði fundið á sér, að eitthvað ógurlegt hefði komið fy;r. Kveinstafir þeirra og grátur hljómaði eir.c og líkhringing yfir Fairfax — -. 20. KAFLI. Þremur vikum seinna stóð Celía við boi Jstokk á skipi einu, er sigldi rólega út lónið á leið til hafs. Hún var náföl í andliti og augun voru stór og áhyggjufull. Alec Mackenzie stóð við hlið hennar, horaður, gráýróttur, með nýjum rákum í harðlegu andlitinu. En gráu augun voru eins róleg og þau höfðu nokkru sinni verið áður.Niðri á farþegarýminu lá Annetta, hún var enn ekki

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.