Vikan


Vikan - 28.07.1949, Blaðsíða 6

Vikan - 28.07.1949, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 30, 1919 ,,Já, mjög sorglegt". -— Larkin fleygði vind- lingnum út um kýraugað. Hann ætlaði að reyna fyrir sér og spurði: ,,Er það satt að Bonner hafi safnað tréskurði?" „Já, það er alveg satt. Hann átti mjög gott safn. Ég sá það fyrir um það bil tíu árum aust- ur í Yohohawa". „Þér hafið ekki séð það síðan?" Hood vætti þunnar varirnar áður en hann svaraði. „Nei, því er nú miður. Mig langaði til þess, en mér tókst það ekki“. „Hvenær var það, herra Hood?“ „Fyrir tveimur árurn", svaraði Hood. „Ég var þá af tilviljun staddur í New York um sama leyti og Bonner og heimsótti hann. Ég hafði heyrt að safn hans væri til sölu og þar sem ég hafði ágirnd á vissum myndum, langaði mig að kaupa. En verðið var of hátt fyrir mig". „Svo að þér eignuðust þær ekki? „Nei, nei, auðvitað ekki". „Vitið þér það, herra Hood, að dóttir P. G. Bonner er einnig með þessu skipi?" „Segið þér satt?“ Hood reis upp eitt andar- tak, en lagðist aftur fullur undrunar. „Nei, hvernig hefði ég átt að vita það? Ég hef ekki komið út fyrir dyr síðan við lögðum úr höfn. En það virðist samt dálítið ósennilegt, að erf- ingi silkimiljónanna sé að ferðast landa á milli á þessum fúadrumh. Ég hef aldrei séð hana, en ég hef heyrt, að hún sé óvenju fögur kona“. „Það er hún líka", svaraði Larkin. „En þér hafið ef til vill kynnzt bróður hennar?" „Nei, aldrei! svaraði Hood. „Er — er hann kannski líka um borð?" „Var það — fyrir stundu síðan!" Hood hristi höfuðið til þess að sýna Larkin að nú fyrst væri honum öllum lokið. Svo reis hann upp við dogg og glápti í sakleysislegri undrun. — Ekki alltof sannfærandi hugsaði Larkin — Maðurinn var auðsjáanlega ekki mikill leikari. „Þér eigið þó ekki við, að — að -----“ „Nei, það er óhugsanlegt", hrópaði hann síðan. Mér hafði skilizt, að sá látni hefði verið laumu- farþegi". „Þrátt fyrir það og engu síður er ég viss um, að það var Arthur Bonner. Og það er þessvegna, sem mér finnst að rannsaka ætti málið nánar. Eða hvað finnst yður, Hood?“ sagði Larkin. „Ja, undir þessum kringumstæðum", sagði Jeremy Hood þyngslalega, „er ég eiginlega kom- in á þá skoðun að ég muni skrifa undir. Hvar er skjalið?" „Ég skal koma með það, strax og það er til- búið“, flýtti Larkin sér að segja. „En i millitíð- inni reynið þér ef til vill að rifja upp fyrir yður, hvort þér hafið ekki orðið einhvers umgangs var eða hávaða í nótt. Það gæti ef til vill komið okkur á sporið". „Er nokkur, sem heldur, að ég dylji eitthvað fyrir ykkur ?“ spurði Hood og kipraði saman augun. „Ekki nokkur sála“, svaraði Larkin. „En þar sem klefi yðar liggur ekki fjarri þeim stað, sem morðið var framið á, var ekki ólíklegt, að þér hefðuð einhvers orðið var“. „Jæja, ég lít inn seinna", svaraði Larkin og bjóst til brottfarar. Á leið sinni að dyrunum tók hann eftir regnfrakka, og í vasanum var króm- húðuð vasalugt — eða ekki gat Larkin betur séð. I sama mund og Larkin var að loka dyrunum að klefa F, heyrði hann þurran gleðivana hlátur að baki sér. Hann kom auga á William Cuttle, sem stóð og hallaði sér upp að veggnum með hattinn niðri á nefi. „Hvað var það sem þér sögðuð um áhuga- leynilögreglumenn í morgun?" spurði Cuttle stríðnislega. „Þér heyrið vel, verð ég að segja!" sagði Lark- in. Jafnvel gegnum skráargöt. Urðuð þér nokk- urs vísari í þetta skipti?" „Bæði og!“ svaraði Cuttle án þess að á hon- um sæi nokkur svipbrigði. „En þér kunnið ekki að fá menn til þess að tala“. „Kannske þér vilduð kenna mér það! Kornið" — Larkin benti i áttina að borðsalnum — „ég býð upp á bjór, en þér segið mér í staðinn, hvern- ig ég hefði átt að fara að!“ „All right“, maður neitar aldrei góðu boði“, svaraði Cuttle, og þeir gengu inn í salinn. Græni filtdúkurinn var ennþá á borðunum og gaf til kynna, að salurinn gegndi bæði því hlut- verki að vera veitingastofa og skrifstofa far- þega, þar til þjónninn kæmi til þess að leggja á borðið. Cuttle barði á borðið með loðnum krumlunum og þjónn einn ruddi sér braut til þeirra. Cuttle pantaði bjór. Er tvær flöskur voru komnar á borðið, lyfti Larkin glasi sínu i heiðursskyni. Cuttle tæmdi glas sitt án þess að hreyfa um of hálsvöðvana, tók upp vindil, beit af endanum og kveikti í. Síðan mælti hann: „Svo að þér eruð blaðamaður!" „Ekki svona hátt! bað Larkin. „Þér getið ekki villt mig“, sagði Cuttle „Það hef ég heldur aldrei reynt, sagði Larkin, „og dytti það vitanlega aldrei í hug! Þér sem eruð leynilögreglumaður! En hvernig vitið þér það?“ „Ég las fregnina um dauða laumufarþegans," svaraði Cuttle. „Það var ekki sem verst". „Leyfist mér að spyrja: Lesið þér allt, sem fer um loftskeytastöðina hér um borð?“ „Já“, svaraði Cuttle. „Það er hluti af starfi mínu“. „Svo það er þá yður að þakka, að ég fékk alltaf óskiljanleg svör frá San Francisco i gær?“ „Að sumu leyti“, svaraði Cuttle. „Ég sagði við skipstjórann, að við skyldum hafa gát á yður, þangað til við vissum meira um yður“. „Hví þá?“ „Maður getur aldrei verið of varkár. Vitið þér ekki hvað við höfum innanborðs?" „Rottur?" sagði Larkin. „Nei“, sagði Cuttle grafalvarlegur. „Tíu þús- und smálestir af saltpétri, og hann á að notast í hergagnaiðnaðinum. Stríðsvarningur, skiljið þér ?“ „Já, en hvað kemur það því við, þótt ég sendi skeyti?" spurði Larkin aftur. „Sitt af hverju", svaraði Cuttle. Trygginga- félagið Iriland & Oceanic Underwriters hafa tryggt þenna farm. Við höfum ekki gert svo vonda samninga síðan Lloydsfélagið hætti trygg- ingum á stríðsvarningi, skal ég segja yður. En það hefur margt borið við síðan samningurinn var undirritaður í Valparaiso í síðastliðnum mánuði. Og Kínverjar gera nú allt sem þeir mega til þess að hefta hergagnaflutninga til Japans. Of við komumst á snoðir um, að kín- verskur njósnari mundi koma á skipið í San Francisco til þess að gera farminum grand og sökkva jafnvel skipinu. Og þessvegna var ég sendur með til >>c i að halda vörð um borð“. Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Bjössi: Farðu inn og huggaðu Frissa, barnið hans er veikt. Pabbinn: Ö, það er hræðilegt. i Frissi: Ég get ekki horft á hann og séð hann þiást. Pabbinn: Það er ekkert, vinur minn. Ég fi.í.: mislinga, þegar ég var strákur og ég varð miklu hraustn:: eftir en áður! Pabbinn: LILLI! Hvala blettir eru á andlitinu á þér? Pabbinn: Hann hefur mislinga! Ó, Jesús minn góður, hvað get ég gert? Mamman: Þetta eru el:ki mislingar. Lilli borðaði i fyrsta skipti með gaffli í dag!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.