Vikan - 28.07.1949, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 30, 1949
nógu hraust til þess að vera á fótum. Hún hafði
verið borin um borð í morgun.
Þetta hafði verið einkennilegur og hræðilegur
tími. Daginn eftir ofviðrið hafði rekið nokkurt
brak úr bátnum. Aldrei spurðist meira til
Lances. Hann hafði farið sina hinztu för út í
hafið, sem hann elskaði framar flestu öðru.
Nokkra daga hafði Celía legið örmagna, til-
finningalaus. Áfallið, sorgin og gremjan hafði
grafið sig inn í sál hennar.
,,Bf ég bara hefði ekki sagt þetta, Alec. Ég
hefði átt að hugsa hann“.
Alec hristi höfuðið.
„Hann hefði aldrei getað þolað þetta, Celía.
Þér megið ekki ásaka sjálfa yður. Lance gat
bókstaflega ekki lifað lengur. Guy var honum
verri en dáinn — Fairfax glatað — —“
Þau höfðu nú fengið fullvissu þess, að Fairfax
hafði verið veðskuldunum hlaðið. Nú átti að selja
það. Utan að komandi maður frá Bandarikj-
unum hafði keypt staðinn, sem hann hafði alltaf
haft ágirnd á. Auður Annettu, hjónaband þeirra
Guys hafði verið síðasta von Lancings. Hann
sá þá von sína verða að engu.
„Veslings Lance“, hvíslaði Celía. „En ég
he'fði viljað standa við hlið hans — en ég kom
vist ekki til greina“.
„Þar farið þér vill vegar. Honum þótti miötr
vænt um yður! En honum treystist ekki að ta ,a
því sem að höndum mundi bera. Sekt hans var
sönnuð fyrir yður, það féll Lance þyngra en
nokkuð annað. Lance var ákaflega stórlyndur,
en nú fannst honum hann rændur öllum rétti
til stórlyndis. Rændur yður, rændur syni sínum,
rændur Fairfax. Allt var glatað".
„Og það sorglega við þetta allt saman er það,
að hann hefði aldrei þurft að missa neitt af
þessu".
„Jú, þvert á móti“, svaraði Alec. „Það var
óumflýjanlegt. Dauði hans — sá dauði, er hann
valdi sér — var óhjákvæmilegur. En þó datt
mér þetta aldrei í hug, og þar saka ég sjálfan
mig um heimsku, en þá vissi ég heldur ekki eins
mikið og ég veit núna“.
„Þér hefðuð ekki getað frelsað hann, Alec.
"Enginn hefði megnað að stöðva Lance“.
„Vissulega. Ég hygg, að þetta hafi verið hin
'.bezfa lausn fyrir hann“.
„En bara að ég hefði verið svolítið vingjarn-
legri við hann. Ef ég bara hefði getað sagt hon-
um, hvað mér fellur þetta þungt!"
Þetta sagði Annetta lika alltaf: „Ef ég bara
hefði getað sagt honum, hvað mér fellur þetta
þungt!“
1 óráðinu — því að Annetta varð, eins og Alec
hafði sagt fyrir, mjög veik — endurtók hún lát-
laust þessi orð. Neyð hennar kom Celíu aftur
til lífsins — hún reis á fætur og við að hjúkra
Annettu fann hún aftur til styrks síns og máttar
og lifslöngunar. Henni hafði alltaf þótt vænt
um Annettu, en aldrei verða þær jafn tengdar
og nú, er sama ógæfan ógnaði þeim báðum.
Báðar nöguðu þær sig í handabökin fyrir sömu
misgerðina, ef svo mætti segja.
„Farðu ekki frá mér, Celía", baj Annetta, er
hitasóttin var rénuð og hún gat talað skyn-
samlega.
„Það geri ég ekki, Annetta".
Hún hét sjálfri sér því að sefa bsrnið, en hún
vissi, að henni mundi ekki takast það. Hún ætl-
aði að fara burt frá Blanque eins fljótt og auð-
yrði. Það var ekkert, sem gat aftrað henni.
„Ég verð að fara burt“, sagði hún við Alec.
„Frænkurnar hafa boðið mér að búa í húsi Guys.
En ég get ekki verið lengur á þessari hræðilegu
eyju“.
„Ætiió þér heim til fólks yðar, Celía?“
„Ég ætla heim. Fyrst um sinn get ég búið
hjá systur minni. Þangað til ég fæ einhverja at-
vinnu“.
„Atvinnu? Það er ekki nauðsynlegt. Það
kemur áreiðanlega eitthvað I yðar hlut, þegar
fjárreiður Lances hafa verið gerðar upp. Og
mér skilst, að þér eigið smávegis sjálf".
„Það er ekki fjármál, sem ég þarf að koma
lagi á. Ég þarf að vinna til þess að frelsa sál
mína. En við skulum ekki hafa áhyggjur út af
mér. Það er Annetta, sem þörf er að hjálpa.
Hvernig get ég skilið hana eftir hér? Og samt
get ég ekki tekið hana með mér!“
„Hún fer héðan. Ég tek hana með mér!“
„Þér ? ■— En stjúpmóðir hennar -— Olga-------"
„Ég hef talað við Olgu", sagði hann fast-
mæltur".
Celía þandi upp augun.
„Og samþykkir hún?“
„Já, hún er samþykk. Og nú langar mig að
gera yður tilboð, Celía. Þér segizt vilja fá eitt-
hvað að gera — —“
„Já, það vil ég. Ég verð að sjá fyrir mér,
Alec“.
„Viljið þér gæta Annettu. Viljið þér fara með
henni til Skotlands og búa með henni í mínu
húsi og stjórna því?“
„Alec!“
„Ég nenni ekki að fara út í einstök atriði.
En ég hef fengið fjárhaldsréttinn yfir Annettu.
Sjálfur get ég ekki litið eftir henni — ég er
sjaldan heima og næstu ár mun ég eiga mjög
annríkt. Viljið þér gera þetta fyrir mig, Celía?"
„Fyrir yður? Þér gerið þetta fyrir mig. Ég
veit alls ekki, hvað ég á að segja“.
„Þér þurfið ekkert annað að segja en „já“.
Ég hugsa eingöngu um minn eigin hagnað. Ann-
etta verður að hafa einhverja hjá sér og ég veit
það af reynslu, hversu vel þér kunnið að standa
fyrir búsýslu. Þér gerið mér stóran greiða með
þessu", sagði Alec.
Og þannig var þetta fastmælum bundið. Ann-
etta átti að fara með Celíu heim til Alecs í
Skotlandi. Hvað þeim hafði farið á milli Alecs
og Olgu, fékk Celía aldrei að vita. En hún gat
sér þess til, að það mundi ekki hafa gengið
hljóðalaust fyrir sig. Annettu var borgið, Celia
vissi, að lengur þurfti hún ekki að hafa áhyggj-
ur út af henni. Það var aðeins sundurkramið
hjarta hennar — en hjörtu eru fljót að læknast,
einkum ef þau eru aðeins sextán ára.
Annars var allur imdirbúningur undir brott-
förina skjótur. Celía kvaddi alla vini sína með
virktum, svo og svarta þjónustufólkið og Mam’
Easter. Hún hefði gjarnan viljað hafa gömlu
konuna með til Skotlands til þess að hún gæti
verið hjá fósturdóttur sinni, en Mam’Easter
hristi einungis höfuðið.
„Ég get ekki farið með, frú Celía, ég hef nóg
að gera fyrir }iina“.
„Gættu þeirra vel, Mam’Easter".
„Það skal ég gera, frú Celía“.
Olgu sá hún ekki. Henni var tjáð, að hún væri
svo veik, að hún gæti engan séð. Celíu létti við.
Henni fannst hún ekki geta horft framan í
Olgu, eftir allt það, sem komið hafði fyrir. Af
Guy var það að segja, að hann lá á sjúkrahús-
inu, og þurru kraftar hans dag frá degi. Ung-
frú Flett hugði, að hann ætti ekki langt ólifað,
og í hjarta sínu átti Celía enga aðra ósk en að
hann mætti deyja.
II.
Skipið fór hægt. Verurnar á hafnarbakkanum
urðu æ ógreinilegri, raddir svertingjanna, hlæj-
andi og barnalegar, dóu út. Þau nálguðust óðum
rifið.
„Vertu sæl, Blanque", sagði Alec Mackenzie
að lokum og rauf þannig langa þögn.
„Vertu sæl, Blanque!" endurtók Celía. Augu
hennar flóðu í tárum. „Finnið þér ilminn af
olíuviðnum, Alec?“
„Já, munið þér, er þér í fyrsta skipti funduð
fresíuanganina ?“
„Já, hvernig ætti ég að geta gleymt því?“
„Og það, sem ég sagði við yður um eyna?“
„Já, þér höfðuð rétt fyrir yður. Þetta er
hræðilegur staður — en fagur!"
Eyjan glitraði í morgunsólskininu eins og gim-
steinn, sem fallið hefur af himnum ofan.Hún var
friðsæl að sjá og brosandi eins og helgur blettur.
Celía leit þangað í síðasta skipti. Það seinasta,
er hún sá, var þakið á sjúkrahúsinu, þar sem
veslings Guy lá grátandi í rúmi sínu og beið
dauðans. Og hún byrgði augu sín til þess að sjá
ekki meira.
„Kornið". Alec dró hana blíðlega frá borð-
stokknum. „Komið yfir á hina hliðina, Celía.
Við skulum horfa út á hafið. Heim----------“
ENDIR.
Ný framhaldssaga.
I næsta tölublaði Vikunnar hefst ný
og skemmtileg framhaldssaga: Leikur
örlaganna eftir Hermínu Black.