Vikan


Vikan - 25.08.1949, Síða 10

Vikan - 25.08.1949, Síða 10
10 VIKAN, nr. 34, 1949 Auainnmiuiiniii IIINVIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIII heiivi! við matborðið eftir dr. G. C. Myers. .......*....... Matseðillinn Kifjasteik. 3 kg. kjöt, 300 gr. smjör, 3 egg eða hveitijafningur. iy2 teskeiö salt, 1 tsk. pipar, 400 gr. steyttar tvíbökur. 1 rifjasteik er haft sauða- svína eða kálfakjöt, og er þá notuð lengjan meðfram hryggnum eða læri. Kjötið er þvegið með veluppundnum lérefts- klút. Sé notað læri er kjötið aðskilið eftir vöðvum, allar himnur og sinar skornar af. Kjötið er skorið í hæfi- lega stórar sneiðar, barið lítið eitt, stráð yfir það pipar og salt; dyfið í egg eða hveitijafning og velt í tvíbökumylsnunni. Ef lengjan með- fram hryggnum er notuð í steikina er hryggurinn klofinn að endilöngu og höggvinn í rifjastykki, og að öðru leyti notuð sama aðferð og við læri. Feitin er látin á pönnu og, þegar hún er orðin vel heit, eru stykkin látin á pönnuna, steikt jafn- brún í 6—8 mínútur við jafnan hita. Borið á borð með brúnuðum kart- öflum og ýmsu grænmeti. Brún hvítkálsúpa. 4 Ittrar gott kjötsoð, 250 gr. hvítkál, 3 stórar gulrætur, 3 laukar, 65 gr. smjör, 1 tsk. mat- i arlitur. Jurtirnar eru þvegnar og afhýddar, skornar í mjóar, fínar ræmur. Smjör- ið er sett í pott og brúnað. Þá eru jurtirnar látnar í og hrært í, þang- að ti-1 þær eru orðnar gulbrúnar. Síð- er soðinu hellt yfir og súpan soðin við hægan hita í 15 minútur. Matar- litur settur í eftir þörfum. Rjómarönd í „karamer'sósu. 1 1. rjómi, 4 egg, tsk. af vanillu- dropum, 100 gr. sykur 8 blöð matarlím. 1 sósuna: 300 gr. sykur, 1 peli vatn, 1 peli rjómi. Matarlimið er látið liggja í bleyti í 10 mínútur. Eggjarauðunum og sykrinum er hrært í þétta froðu. Mjólkin er soðin og henni hellt í. Sett í pottinn aftur yfir hitann, mat- arlímið undið upp og látið saman við. Þessu er siðan hellt í nokkuð stóra skál, og, þegar það er að því komið að þykkna, þá er stífþeyttum hvít- unum og rjómanum jafnað varlega sarhan við. Sett í skálar eða randa- mót, sem hefur verið skolað innan með köldu vatni. Sósan- er búin til þannig, að syk- urinn er látinn á pönnu, og, þegar hann er runninn og orðinn vel brúnn, er vatinu hrært saman við og látið sjóða í 2—3 mínútur. Þá er þessu hellt í skál gegnum sigti og látið kólna. Þegar sósan er orðin köld, er einum pela af þeyttum rjóma jafnað saman við. Sandra Martin er hér í mjög fal- legum strandfötum. Þau eru blá með hvítum doppum. Yfir þeim er víður jakki úr sama efni. (Myndin er frá J. Arthur Rank, London). 1 konunglega brezka flughernum (R. A. F.) starfar sérstök hjúkr- imardeild, þjálfuð í fallhlífastökkum, ætluð til þess að veita hjálp mönn- um, sem hafa nauðlent á torsóttum stöðum. Bréf frá móður: „Kæri hr. Myers. Dóttir mín, 7V2 mánaða gömul er nýfarin að spýta út úr sér matnum, og ég vil gera það, sem rétt er að gera i þessu vandamáli. Ég hef hvað eftir annað slegið á höndina á henni og sagt nei mjög stranglega. Er þetta rétt hjá mér ? 1 tíu ár áður en bam mitt fæddist hafði ég átt verzlun, og oft hafði ég brotið heilann um, hvort það að ala upp börn væri eins skemmtilegt og að umgangast fullorðna. Mér finnst það skemmtilegra, og ég finn til mikill- ar ánægju við að finna hjá barni mínu það, sem ég er búin að lesa um áður. Vinir mínir segja mér, að hún sé mjög óþekk.“ Ég svaraði þessari móður, að refs- ingin, sem hún veitti fyrir að láta út úr sér matinn gæti auðveldlega vanið barnið af þessu, en gæti samt sem áður haft slæm áhrif á matar- lyst þess. Ég ráðlagði henni þess vegna að hætta að refsa barninu, en hætta að gefa barninu mat, þegar það færi að spýta honum út úr sér. Síðar, þegar þetta barn verður far- ið að skríða, mun það læra að forðast það, sem þvi er bannað (með því að slá á hendurnar) og, að fenginni þeirri reynslu, mun það læra að virða orðið nei. Eftir slíka meðferð, ætti orðið nei, sagt meðalháum rómi að nægja við máltíðir, eða, þegar bamið kastar diskum eða mat á gólfið. Ég sá t. d. einu sinni dreng, átján mánaða, sem var vanur að kasta skeiðinni sinni meðan á máltið stóð. Dag nokk«rn var hann sleginn fast á höndina, er hann kastaði skeiðinni. Næsta dag, er hann gerði þetta, fékk hann aftur högg á höndina. Aldrei eftir þetta endurtók hann þetta, og ekki hafði þetta nein áhrif á matar- lyst hans. Hanh hefur sérlega góða matarlyst. Samt ættu mæður að forð- ast að valda börnum sársauka með- an á máltíð stendur.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.