Vikan


Vikan - 03.11.1949, Page 2

Vikan - 03.11.1949, Page 2
2 VIKAN, nr. 44, 1949 PÓSTURINN * Svar til X—9: Við getum ekki lof- að birtingu, nema við fáum að sjá greinina. Þú gætir reynt að senda okkur hana. Úrklippurnar getum við tæplega notað af vissum ástæðum. Svar til Holku og Englu: Vanga- dans er ákaflega andstyggilegt fyrirbrigði, nema um sé að ræða gift fólk eða trúlofað, þá má náttúr- lega afsaka það. En ef ókunnugir menn ætla að „vanga“ stúlku „í öðrum dansi“, eins og þið orðið það, er gengið feti of langt, og hver ein- asta siðsöm stúlka getur ekki þolað það. Þið skulið ekki halda, aö þið missið karlmannahylli, þótt þið neit- ið hinum og þessum að ,,kela“ við ykkur á opinberu dansgólfi. Við ráð- leggjum ykkur að leyfa slíkt aldrei. Svar til „Balúala tízkudrósar": Skrifaðu vesturíslenzku blöðunum, við höfum hér heimilisfang Heims- kringlu: Editor Heimskringla, 853, Sargent Ave., Winnipeg. — 2. Við höfum sýnt sýnishornin manneskju, sem vit hefur á sliku, og þykir henni þau góð. Haltu bara áfram á þessari braut, ef þig langar til og hefur dugn- að til þess. — 3. Fróðlegt hefði ver- ið, að fá líka sem sýnishorn einn þús- undasta hluta þess, sem minnst er á síðast í bréfinu! Svar til „R. Þ.“: Fullan skilnað mun vera hægt að fá eftir tvö ár frá skilnaði að borði og sæng, þótt annar aðilinn sé þá ekki samþykkur skiln- aði. — 2. Móðirin mun yfirleitt halda barninu, nema hún sé ekki tal- in hæf til þess. — 3. Við erum alger- lega á móti slíkum aðferðum við börn. Það getur aldrei neitt gott af því leitt „að loka þau inni í klæða- skápum eða öðrum dimmum komp- um“. Svar til „A. K.“: Samþykki for- eldra þarf til þess, nema aðili hafi verið í hjónabandi áður. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónor. Erla Sigurðardóttir (á aldrinum 20 —30 ára), Þórgunnur Þorgrímsdóttir (á aldrin- um 20—40 ára), Hrafnhildur Guðjónsdóttir (á aldr- inum 20—30 ára), Jónína Magnúsdóttir (á aldrinum 20—30 ára), Guðlaug Kristjánsdóttir (17—20 ára), Unnur Jónsdóttir (19—30 ára), Ásdís Jónsdóttir (17—25 ára), Sigrún Bjarnadóttir (18—50 ára), Sigfríður Ölafsdóttir (19—50 ára), allar á Húsmæðraskólanum Hall- ormsstað, S.-Múlasýslu. Þorvaldur Árnason (17—19 ára), Kristján Jónsson (15—17 ára), Sævar Guðmundsson (16—19 ára), Samúel FriHeifsson (14—16 ára), Rögnvaldur Haraldsspn (16—19 ára), Eiður Sveinsson (16—17 ára), Gunnsteinn Stefánsson (16—19 ára), Páll Axel Halldórsson (16—20 ára), Bernharð Hjartarson (15—18 ára), Páll Hjálmarsson (30—50 ára), Hreinn IMagnússon (17—19 ára), Allir á Bændaskólanum Hólum i Hjaltadal. Margrét ACaisteinsdóttir (við pilta eða stúlkur 25—26 ára), Kristín Vagnsdóttir (við pilta eða stúlkur 17—20 ára), báðar til heimilis að Miðkoti, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Framhald á bls. 14. Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar ritgerðir og bráðsmellnar skop- sögur. 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlasón magister. Áskriftarsimi 2526. Pósthólf 75. - í 8 8 v 8 8 8 V 8 8 I V V v V V Hrífandi saga - sönn og látlaus: SVEITIN OKKAR eftir Þorbjörgu Árnadóttur. Með litprentuðum myndum eftir Halldór Pétursson listmálara. 8 X * V v V V í X X í X X V V V V V V V V V V V V V V ►5 V í V v ►5 v V v *♦< X 8 8 V V V ►7< 8 Þetta er saga úm lífið í sveitinni okkar, um lífið í sveitinni þinni og sveit- inni minni, eins og það var á öðrum tug þessar- ar aldar, þegar þjóðin var ung á ungri öld og vorbjarmi frelsisins lék um fjallatindana. Fólkið gladdist við dagleg störf, við fegurð náttúrunnar og við samveru við aðra menn. — Ástir og vonir, sorg og gleði skiptust á eins og skin og skúrir í gróðri lífsins. Það var kátt í sveitinni okkar og fólkið átti mörg hugðarefni. • Söguskáld og Ijóðskáld ólu þar aldur sinn, og stjórnmálamenn og trúmenn bjuggu þar hver á sínum bæ. Á löngum vetrarkvöldum var les- ið upphátt í baðstofunni og í rökkrinu var sungið, dansað, eða farið á skauta, skíði eða sleða. Fólkið í sveitinni okkar var félagslynt, hraust og glaðvært. Það var eins og stór fjölskylda, sem gladdist sam- an, syrgði saman og stóð saman í stormum og sól- skini lífsins. Átthagaástin og virðingin fyrir samtíð sinni og íslenzku þjóðlífi speglast í hverri línu bókarinnar, í birtu þeirri og hlýju, sem hún er þrungin af samfara „rómantík“ unga fólksins, sem varpar œvintýrahjúp raunveruleikans yfir allt líf þess og starf. SVEITIN OKKAR Hér birtist tslenzk sveit í seiðandi töframyndum látlausrar fegurðar í leik og starfi, sorg og gleði, söng og hlátri, framtíð- ar, víðsýni og vonum. er bókin, sem töfrar hvern einstakling og veitir yl og birtu inn á hvert íslenzkt heimili. $ V V V V V 8 8 8 8 * I V V v $ ►5 * v V V V V V V V V V V V V V V V V 8 8 8 y I I »»»»»»»»»»»>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»1. VETRARÁÆTLUN Frá Rfeykjavík til: | AKUREYRAR alla virka daga kl. 10. | | ÍSAFJARÐAR [ alla virka daga kl. 10. j | VESTMANNAEYJA alla virka daga kl. 10. j i SIGLUFJARÐAR mánudaga — fimmtud. I | PATREKSFJARÐAR þriðjudaga — föstud. j ÞINGEYRAR j miðvikudaga. | FLATEYRAR j miðvikudaga. j | BÍLDUDALS j laugardaga. | HÓLMAVÍKUR mánudaga. | BLÖNDUÓSS þriðjudaga. | HELLISSANDS j fimmtudaga. j Aætlun þessi gildir frá 1. j j okt. 1949 til 30. aprí! 1950. \ E 5 E £ ........... mmmimmmmmi^ Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004; pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.