Vikan - 03.11.1949, Page 3
VIKAN, nr. 44, 1949
3
Húsmæðraskólinn ÓSK
á ísafirði
(Sjá forsíðu)
Húsmæðraskólinn Ósk á ísa-
firði er ein elzta stofnun sinn-
ar tegundar hér á landi. For-
göngu um stofnun skólans
hafði Kvenfélagið Ósk árið
1912.
Samkvæmt því, sem frú
Sigríður Jónsdóttir, skólanefnd-
armaður, sagði í ávarpsorð-
um við setningu skóláns 5. okt.
í fyrra, hafði frú Camilla Torfa-
son, þáverandi bæjarfógetafrú
á Isafirði (kona Magnúsar
sýslumanns og alþingismanns),
verið fyrst til þess að reifa hús-
mæðrafræðslumálið í kvenfél-
Porstöðukona og kennarar Hús-
mæðraskólans Ósk á Isafirði: Sitj-
andi fyrir miðju: Þorbjörg Bjarna-
dóttir frá Vigur, forstöðukona, og er
hún matreiðslukennari. Frá vinstri:
Stefanía Árnadóttir, kennir hún mat-
reiðslu, þvotta og ræstingu; Guðrún
Vigfúsdóttir, kennir hún vefnað;
Jakobína Pálmadóttir, kennir handa-
vinnu.
aginu og kom konum saman um
að halda námskeið í matreiðslu
árið 1911. Ári síðar var skól-
inn formlega stofnaður eins og
fyrr segir. Fyrsta forstöðukona
hans var frú Fjóla Stefánsdóttir
Fjeldsted, sem nú er látin. Hélt
hún um stjórnartaumana um
fimm ára skeið. Frú Sigríður
Jónsdóttir segir svo í áður um-
getinni ræðu um hin fyrstu
starfsár: ,,Á nútímamælikvarða
mætti segja að smátt væri til
fanga, hvað þægindi og hús-
pláss snerti, en námsmeyjum
til veglegs lofs, nutu þær þess,
sem fram var veitt, bæði í bók-
legu og verklegu námi, enda er
skólinn sérlega heppinn með
forstöðukonu og kennaralið. . . .
I fyrstu skólanefndinni, sem
kosin var fyrir þenna skóla,
voru hinar ágætu konur, frú
Camilla Torfason formaður, frú
Sesselja Kristjánsdóttir og frú
Sigríður Sandholt.“
Árið 1917 lagðist kennsla
niður í skólanum vegna erfið-
leika, sem orsökuðust af stríð-
inu. Hélzt svo til ársins 1924,
að ekki fór fram kennsla í hús-
mæðraskólanum, en hinsvegar
svaf málið ekki, því að það var
jafnan reifað í kvenfélaginu
Ósk. Og loks var kosin ný
skólastjórn árið 1924 og skip-
uðu hana frú Kristín Sigurðar-
dóttir, sem var formaður síðan
næstu 17 ár, frú Anna Björns-
dóttir, sat 12 ár í stjórn og frú
Sigríður Jónsdóttir. Ungfrú
Gyða Maríasdóttir tók við for-
Hluti af eldhúsi Húsmæðraskólans. (Árni Matthíasson tók allar ljósmynd-
irnar, sem fylgja þessari grein.)
stöðukonustarfinu, þá nýkomin
úr námsdvöl í Kaupmannahöfn.
Hún stjórnaði skólanum með
röggsemi til dánardægurs 1936
og hafði þá setið 12 ár.
Eftir fráfall Gyðu sál. Marí-
asdóttur tók frú Dagbjört Jóns-
dóttir við starfinu og gegndi
því til 1940. Árið 1941 gengu
í gildi ný lög um húsmæðra-
fræðslu og samkvæmt þeim
var skólinn gerður að ríkis-
skóla. Hafði Kvenfélagið Ósk
þá rekið skólann sem einka-
stofnun samtals 22 ár. For-
stöðukonur hafa síðan verið
ungfrú Ingibjörg Jónsdóttir,
ungfrú Jónína Guðmundsdóttir
og ungfrú Þórey Skaftadóttir.
Núverandi forstöðukona er ung-
frú Þorbjörg Bjarnadóttir frá
Vigur.
Áætlað er, að skól'inn hafi
brautskráð um eða yfir 700 hús-
mæðraefni.
I maí 1945 var byrjað að
grafa fyrir grunni Húsmæðra-
skólans. Skrifstofa húsameist-
ara ríkisins gerði teikninguna,
en Jón H. Sigmundsson var
yfirbyggingameistari og um-
sjónarmaður verksins. Uþphiaf-
lega var ekki ætlað rúm í hús-
inu fyrir nema þrjátíu og tvo
nemendur í heimavist, en þegar
skólinn tók til starfa voru í hon-
um fjörutíu heimavistarnem-
endur. I ræðu, sem forseti bæj-
arstjórnar hélt við vígslu skól-
ans, lét hann þess getið, að hús-
ið mundi vera eitt vandaðasta
skólahús, sem reist hefur verið
hér á landi og þótt víðar væri
leitað. Gat hann mjög lofsam-
lega ísfirzka iðnaðarmanna og
Framhald á bls. 7.
Veggteppi, ci' gert hefur Jóna Júl-
íusdóttir frá Vestmannaeyjum.
1 ' V j| I ‘■r*á
jp'—'H ■» > ú ■ | 1 .ittV.fr.:::- j|.
m1 S i \<f| -'i í'
\ % ■
ÍL ' 'WMi
Ýmsir munir á handavinnusýningu Húsmæðraskólans síðastliðið vor.
Vr vefnaðarkennslustofu Húsmæðraskólans.