Vikan - 03.11.1949, Side 4
4
VIKAN, nr. 44, 1949
HINN RÉTTI ÞÝDD SMÁSAGA
egar Egmont Brun og Pétur Hansen
gengu niður aðalgötuna í litla kaup-
staðnum, þar sem þeir höfðu atvinnu sem
leikarar, litu allir vegfarendur um öxl og
horfðu á eftir þeim. En óneitanlega var
það hinn ungi og fríði Brun, sem dró að
sér athygli manna, því að Pétur Hansen,
sem var lágvaxinn og feitlaginn, fékk
alltaf að ganga óáreittur, ef hann var
einn á ferð.
Það var ekki svo að skilja, að Pétri
þætti það miður að fá að vera í friði,
því að hann var hlédrægur og rólyndur.
Sagt var að andlit hans, sem var kringlu-
leitt og holdugt, væri „ágætlega fallið til
málningar", og vaxtarlag hans og andlits-
drættir höfðu orsakað það, að hann lék
einungis gamanhlutverk. Og þar eð hann
var samvizkusamur með afbrigðum og
naut hylli yfirboðara sinna og samverka-
manna, reyndi hann að leika skrípahlut-
verkin eins vel og hann gat, þótt honum
dauðleiddist þau. Ekki gat hann leikið
ástahlutverk, en hann þóttist þess full-
vís, áð hann ætti framtíð fyrir sér sem
skapgerðarleikari. Hann var steinhættur
að safna blaðaúrklippum. Þær voru allar
á einn veg: ,,sprenghlægilegur“, „með
afbrigðum skringilegur“ o. s. frv. En eina
úrklippu geymdi hann og trúði á sann-
leik þess, er þar var skrifað: „I leik Pét-
urs Hansens er ráðandi undiralda hins
mannlega, og gefur það góðar vonir um
að hér sé á ferðinni efni í mikinn skap-
gerðarleikara.“
Hansen var mjög iðinn og duglegur.
Öllum tómstundum eyddi hann til lestrar,
og þeir voru ekki ófáir bókaverðirnir, sem
þekktu dugnað hans og gott bókvit. Hann
las einungis úrvalsrit.
Brun las líka. Yfirleitt höguðu þessir
tveir vinir lífi sínu á sama hátt, bjuggu
meðal annars í sama herbergi. En það
voru aðrar bókmenntir sem Brun hafði á-
huga á. Hann las einkum afbrotamanna-
sögur og aðra reyfara. Brun hafði hærra
kaup en Hansen, en illa hélzt honum á
peningum sínum, á meðan vinur hans
lagði fyrir. Auðvitað var þess fremur
krafizt af Brun, að hann klæddist betur
og héldi sér meira til. Hann var af þeirri
manntegund.
Hansen hafði ekki verið að fárast útaf
því, þótt hann yrði að standa í skugga
vinar síns. Það hafði hann látið sér í
léttu rúmi liggja, þangað til veturinn,
sem þeir voru í Sandköbing. Eins og ávallt
bjuggu þeir í sama hótelherberginu, og
þá var það sem örlögin réttu út armlegg
sinn. Dóttir gestgjafans hét Gerða og á
henni fékk Pétur ofurást. Því verr leið
honum sem Gerða virtist ekki sjá sólina
fyrir Egmont, svo að honum lá stundum
við að gera axarsköft af afbrýðisemi.
En ekki nóg með það. Honum fannst
sér gert mikið óréttlæti, þegar Gerða sagði
eitt sinn, er hún hafði séð þá vinina leika
saman:
„Þér voruð afskaplega skemmtilegur, en
megið vara yður á því að eyðileggja ekki
möguleikana fyrir Brun í síðasta atrið-
inu.“
Hún hafði séð fjöldann allan af sjón-
leikum um dagana og þekkti marga leik-
ara, en hún hafði ekki gert sér grein fyr-
ir því, að því aðeins hvarf Brun í skugga
Péturs, að sá síðamefndi var þúsund
sinnum meiri leikari.
Pétur þagði, en næstu skipti fór hann
svo illa með hlutverk sitt, að leikstjórinn
varð bálillur. Hvað gekk að Hansen ? Hann
hafði leikið svo ágætlega áður.
Eftir því sem leið út á veturinn leið
Pétri æ miður. Hann streittist við að
þjálfa sig í hlutverki einu, sem síðar átti
að verða prófverkefni hans hjá frægum
leikstjóra í Kaupmannahöfn, sem missa
mundi helzta skapgerðarleikara sinn með
vorinu. Heppnin' var með Hansen. Hann
fór til höfuðborgarinnar og fékk stöðuna.
Kaupið var að vísu ekki mikið, en útlit
fyrir að honum mundi vegna vel.
Hansen fór aftur heim. Hann hefði átt
| VEIZTU -?
| 1. Don Ameche hætti laganámi til þess
að geta orðið leikari. Hjá hvaða kvik-
myndafélagi vinnur hann?
E 2. Hvenær tóku Þjóðverjar að skjóta
svifsprengjum á England?
= 3. Hvenær stóð San Francisco-ráðstefn-
| an?
= 4. Hvað heitir sundið milli Madagaskar
1 og meginlandsins ?
i 5. Hvar er Yúkon-fljót?
| 6. Hvert er íslenzkt heiti Odense?
r 7. Hverjir voru fyrstu skipstjórar Eim-
skipafélags Islands?
1 8. Hver er harka ópals?
\ 9. Eftir hvern er óperan „Rakarinn i
I Sevilla“.
E 10. Hvenær var Jón Þorkelsson (Fornólf-
ur) uppi?
Sjá svör á bls. 14.
"/í JiiiiiiiHimiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiumuKii,,
að vera himinlifandi glaður, en svo var
ekki. Eitthvað vantaði á. Egmont mundi
auðvitað óska honum til hamingju með
framann, en það var illt til þess að hugsa,
að nú yrðu þessir vinir að skilja að fullu
og öllu. Vinátta þeirra hafði annars hang-
ið á bláþræði upp á síðkastið.
Gerða hafði verið mjög alúðleg við Pét-
ur. En það var auðvitað bara af góð-
mennsku, hún vorkenndi þessum litla og
digra manni, sem var svo hlægilegur á að
líta. Það var aðeins ein manneskja í hús-
inu, sem sýndi honum sanna vináttu og
trúnaðartraust og hafði gert frá fyrstu
kynnum. Það var frænka gamla.
Heimkoman var ekki skemmtileg: Pét-
ur mætti Egmont í stiganum, þar sem
hann kom á fleygiferð, sótrauður og
gramur á svipinn. Þegar Pétur reyndi að
stöðva hann ýtti hann honum frá sér reiði-
lega og mælti:
„Láttu mig vera!“
Svo þaut hann framhjá honum og hljóp
út á strætið. Það yrði víst ekkert tækifæri
til þess að segja fréttirnar.
„Frænka“, sem venjulega sat við glugg-
ann á framreiðslustofunni á þessum
tíma dags, var hvergi sjáanleg, og — það
sem verst var: Þegar Pétur var á leiðinni
upp stigann að einkaherbergjunum,
heyrði hann hana segja reiðilega við ein-
hvern, sem snökti og kjökraði í einu
herbergjanna:
„Þú sagði nei, segir þú? — Já, það er
nú gott og blessað allt saman. En ef þú
varst ekki ástfangin í vetur, geturðu kall-
að mig, hvað sem þú vilt.“
Það heyrðist smásnökt, en síðan veik-
burða rödd, sem sagði:
„Já, en það var Brun sem bað mín!“
„Frænka“ skellti á lærið.
„Og þú hefur víst verið svo gáfuð, að
það var Pétur Hansen, sem . . .“
Meira hevrði Pétur ekki. Hann hljóp'
niður stigann eldrauður í framan, hálf-
skömmustulegur yfir að hafa staðið á
hleri, en þó himinglaður, enda þótt hann
ætti bágt með að trúa sínum eigin eyrum.
Þannig atvikaðist það, að meðan Brun
reikaði út í skógi og velti vöngum yfir
því, að stelputófan skyldi „gefa honum
spark“, hangsaði Pétur niður á árbökk-
um og velti því fyrir sér, hvort þetta
gæti virkilega verið satt.
Það var ekki fyrr en komið var kvöld,
og hann þurfti að fara að leika, að hann
gekk heim á leið. Þá fór hann inn í her-
bergið til Gerðu og sat á tali við hana um
sinn. Hann bað hennar, áður en hann
sagði henni stórtiðincíin. Og hún hafði
játast honum.
En sagan er ekki þar með á enda kljáð..
Eftir að þeir höfðu lokið leik sínum,.
sagði Pétur vini sínum fréttirnar. Hann
brosti, sló kumpánlega á herðar honum
og mælti:
„Þú átt þetta skilið, vinur minn — allt.
saman.“
IIIIIIIIIIIIIMHIMIIIIMIIIk