Vikan - 03.11.1949, Side 6
6
VIKAN, nr. 44, 1949
„Mig langaði ekki, en ég vil ekki vera van-
rækt.“
„Kæra barn — það er ekkert við því að gera.
Mustapha er mjög önnum kafinn maður, og hef-
ur mjög mikinn áhuga á stjórnmálum. Hann
mundi ekki, ef hann á nokkurn hátt hefði getað
komizt hjá því, hafa frestað boðinu — en auð-
vitað kemur til hans einhver mjög mikilvægur
maður, eða hann hefur verið kallaður á ráð-
stefnu." *
„Tyrkneska ráðstefnu?‘‘
„Já, auðvitað."
„Já, það hlýtur að vera mjög mikilvægt —,
fyrir pá.“
Molloy kastaði til höfðinu og hló.
„Þú ert hlægileg! Tyrkir eru einnig mannleg-
ar verur, Beatrice, og hafa rétt til að lifa sínu
lífi.“
„En þessi leiðinlegu mál þeirra-------“ byrjaði
hún.
„Þau eru ekki svo leiðinleg, kæra barn. 1 al-
vöru talað, kæra Beatrice, þá verðurðu að
,fara að breyta framkomu þinni. Þú býrð í landi
þeirra, og þ'eir eru húsbændur hér. Og það sem
meira er, Tyrkland hefur aldrei verið hertekið
— er þér það ljóst? Sigrað, það játa ég, en það
er annað. Þú getur ekki farið með Tyrkja eins
og þú mundir t. d. fara með Sigauna."
„Nei, þessvegna getum við ekki umgengizt
Mustapha Aziz þannig,‘‘ svaraði hún og brosti.
„Þá verð ég að beygja mig undir þetta. Við get-
um víst ekki afþakkað boðið?“
„Nei, það getum við ekki! Svaraðu honum og
segðu, að það gleðji okkur mjög að koma í næstu
viku.“
Beatrice skrifaði bréfið, beygði sig undir
nauðsynina. Hún gat ekki þolað að skrifa
Mustapha Aziz. Hugsunin um það, að fallegar,
grannar hendur hans skyldu opna bréfið, sem
hún hafði lokað, og köld augu hans hvíla á því,
sem hún hafði skrifað, var henni á móti skapi.
Þegar hún afhenti Pietro bréfið, hringdi sím-
inn, og rödd Rickey Kingston sagði henni, að
hann og Leighton og nokkrir aðrir hefðu ákveð-
ið að fara út í kvöld og dansa — hvort hún og
faðir hennar vildu ekki koma með —? Beatrice
svaraði fyrir þau bæði, að þau vildu það gjarn-
an, og Rickey lofaði að koma og sækja þau í
bílnum sínum.
Næturklúbburinn, sem þau ætluðu að dansa í,
sneri að Bosporus — djúpt, blátt hafið, þar
sem hvíldarlausir fuglarnir, sem höfðu strax haft
svo mikil áhrif á hugmyndarflug Beatrice, flögr-
uðu fram og aftur. I kvöld var hafið mjög ólíkt
því, sem það hafði verið daginn áður — það var
bleksvart, og öll ljósadýrðin speglaðist í því.
Breiðar svalir gnæfðu yfir vatninu fyrir utan
salinn, þar sem þau dönsuðu.
Hljómsveit lék, þegar þau komu — og salur-
inn var fullur — það var alveg eins og nætur-
klúbbur í London, hér var aðeins meiri hávaði
og miklu fjörugra. Beatrice, sem aldrei fyrr hafði
komið á þannig stað, gladdist yfir þessu öllu —
hún elskaði að dansa, elskaði skemmtilega hljóm-
list og negrahljómsveitin lék mjög vel ■— þeir
voru fjörugir eins og apar og virtust skemmta
sér mjög vel sjálfir.
„Lízt yður vel á það, ungfrú Molloy?" spurði
Rickey, þegar þau dönsuðu saman.
„Mér finnst dásamlegt hér,‘‘ svaraði hún, „og
dansgólfið er prýðilegt.“
„Það er það bezta í Konstantinópel,“ svaraði
ungi maðurinn. „Hérna verður ef til vill helzt
til fjörugt undir morgun; en hér er skemmti-
legt, og allir koma hingað.“
„Þetta er í fyrsta sinn, sem ég er á þannig
stað,“ sagði Beatrice brosandi. „Ég hef aldrei
áður dansað á opinberum stað.‘‘
„Hvar hafið þér verið innilokuð?" spurði hann.
„1 klaustri ?“
„Nei, aðeins í Vestur-lrlandi.“
„Dansar fólk ekki í Vestur-lrlandi?‘‘
„Jú, það gerir fólk! Við höldum dansleik á
hverju ári,“ svaraði hún.
Rickey hló og leit á hana. Hún var dásamleg
i kvöld — ekki eins fráhrindandi af nunnuútliti
sínu.
Og honum fannst hún stöðugt yndislegri, eftir
því sem leið á kvöldið, og það varð stöðugt fjör-
ugra í stóra salnum. Negrarnir léku dásamlega
og þau fengu kampavín. Milli réttanna dönsuðu
þau, komu aftur og settust og stóðu rétt strax
aftur upp, vegna hins ómótstæðilega hljóðfalls.
Öðru hverju gengu þau út á svalirnar til að
anda að sér hreinu lofti. Bosporus, sem hafði
verið svo fallegt og kyrrt daginn, er hún hafði
séð það fyrst, var nú lifandi og upplýst — fullt
af litlum bátum og yndislegum lögum, og Beatrice,
sem hafði áður virzt vatnið tákn leiðinlegs og
hræðilegs lands, fannst, eins og það í kvöld væri
orðið leikvöllur Evrópumanna — litlu, glötuðu
sálirnar voru hættar að flögra, reknar burt af
heitum tónum hljómsveitarinnar.
Hún gleymdi fyrstu áhrifum sínum — gleymdi
Mustapha Aziz — gleymdi öllu nema gleði sinni,
gljáandi gólfinu, og gleðinni yfir að dansa. Kinn-
ar hennar loguðu, fallegu augun hennar ljóm-
uðu. Mary Leighton athugaði hana með áhuga
og dálítið áhyggjufull, Rickey með vaxandi ást.
Það var um miðnætti, að Beatrice, sem aftur
dansaði við Rickey, skyndilega — eins og einu
sinni áður — tók eftir breytingu á andrúmsloftinu
— í salnum. Það kom eitthvað fyrir — hljómsveit-
in hélt áfram að leika — fólk hélt áfram að
dansa — og þó, andrúmsloftið varð undarlegt.
Hún leit fljótt í kringum sig, og sá tvo menn
við endann á löngum salnum. Það var ekki um
að villast — hái maðurinn — ljósa höfuðið gat
aðeins tilheyrt Mustapha.
Það var Mustapha Aziz, sem gekk nú rólega
inn salinn, ásamt minni og þreknari manni. Þeir
gengu áreiðanlega um til að sjá um, að allt
væri, eins og það átti að vera — hljómsveit-
arstjórinn hneigði sig. Svo var lagið búið, og
Beatrice og Rickey sneru aftur að borðinu.
Jim Leighton útskýrði' fyrir henni, hvernig
málum væri háttað. Litli maðurinn var einn af
trúnaðarmönnum lögreglunnar — lögreglan fór
alltaf í alla næturklúbba til að athuga, hvernig
allt færi fram — menn vissu aldrei, hvenær
hún gat komið, og hún hélt vissri reglu í
klúbbunum.
Meðan Jim var að segja þetta kom Mustapha
tll þeirra, hneigði sig og brosti vingjarnlega,
lagði höndina á öxl Molloys, beygði sig og sagði
eitthvaö, sem Molloy svaraði með því að kinka
kolli.
Blessað
barnið!
Teikning eftir
George McManus.
Pabbinn: Lilli! Hvar ertu? Komdu
hingaö! Hef ég ekki ótal sinnum sagt
þér, að þú átt ekki að skilja leik-
föngin þín eftir hvar sem er?
-=o3i
Pabbinn; Eg þarf að finna eitthvert
ráð til þess að kenna þér þetta!
Pabbinn: Hvar er hann? Eg get Pabbinn: Lilli! Lilli!
aldrei fundið hann, þegar ég þarf á
honum að halda! Lilli!
Pabbinn: Ég er búinn að leita svo Lilli: Pabba, pabba, Lilli kominn!
lengi, að ísinn, sem ég keypti handa
l’.onum er farinn að bráðna. Ég vero
að éta íginn sjálfur!