Vikan - 03.11.1949, Side 9
VIKAN, nr. 44, 1949
9
Sundmeistarinn og Tarzan-leikar-
inn, Johnny Weissmuller ásamt konu
sinni. Myndin er tekin í London i
sumar.
Stúdentar frá 13 löndum komu
saman í Berlín (á brezka hernáms-
svæðinu) í sumar og er fyrsta
stúdentamót, sem háð hefur verið
síðan fyrir stríö. Hér er verið að
draga að hún fána Bandaríkja
Evrópu.
Fréttamyndir
Hér sést nýlendumálaráðherra
Frakka bjóða velkominn stórkaidinn
af Marokko, er hann kom til París-
ar í sumar. Stórkaidinn er mjög
háttsettur embættismaður i landi
sínu, hefur á hendi dómsvald og
skattheimtu.
Þetta eru meðlimir úr kjarnorkumálanefndinni í Bandaríkj-
unum ásamt formanni sínum, David Lilienthal (ber höndina
að munninum.)
Fréttaritarar brezka útvarpsins
(B. B. C.) eru látnir gera sitt af
hverju. Hér sést einn, sem er að út-
varpa því, sem fyrir auga hans ber
I hraðlestinni: London — Edinborg..
Sú lest stanzar aldrei á leiðinni.
Hér sjást slökkviliðsmenn bera sært fólk úr hræðilegum bruna, sem
átti sér stað í Hazleton í Pennsylvaniu.
Um það bil 60 slökkviUðsmenn hljóta þarna sjúkraaðgerð, af þvi
afi þeir misstu meðvitund af súrefnisskorti, er þeir voru að ráða niður-
lögum eldsvoða, sem upp kom í danssal einum í New York.