Vikan - 03.11.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 44, 1949
11
.. Framhaldssaga: ...................
LEIKUR ÖRLAGANISiA
14 Eftir HERMÍNU BLACK
„Þetta er hlægilegt,“ sagói hann. „Hver fær að
vita það ? Garth sagði mér, að fólk áliti þig
ekkju hér um slóðir.“
„Þú ert hlægiléga barnalegur," sagði hún bit-
urlega. „Veiztu ekki, að til er nokkuð, sem heitir
fæðingarvottorð og, að lögin eru mjög ströng
gegn fólki, sem ekki segir sannleikann við slík
tækifæri ?“
„Góða Lissa, það verður séð um það.“
„Gerir Garth það? Meinarðu, að hann eigi að
gefa út svikið vottorð ? Mér finnst hann hafa
gert nægilega mikið fyrir þig.“
Hann yppti öxlum.
„Hann hefur tekið þig að sér. Hann mun einn-
ig sjá um, að þú komist gegnum þetta.“
Hún sat grafkyrr augnablik. Svo sagði hún:
„En hvað unga stúlkan, sem giftist Garth, get-
ur verið ánægð að hafa sloppið frá þér. Leiðin-
legt, að hún skuli ekki vita það. Þú ert óþokki,
Tony. Ég hef verið heimsk og léttúðug -— en
enda þótt það hljómi einkennilega, þá elskaði
ég þig. Þú kannt að tæla konu, en tryggð et:
heiðarleika þekkir þú ekki — —“
„Eigum við ekki að hætta að vera hátíðleg -—“
byrjaði hann.
En hún hélt áfram, eins og hann hefði ekki
sagt neitt.
^Fyrir menn eins og þig, er ástin aðeins
líkamleg. Einu sönnu tilfinningarnar, sem þú
berð, eru ást og aðdáun á sjálfum þér' — -—“
„Ef þú hefur sent boð eftir mér aðeins til að
halda sálfræðilegan fyrirlestur yfir mér, held ég,
að ég vilji heldur fara,“ sagði hann og stóð upp.
En hún svaraði með sömu rólegu röddinni:
„Ég sendi boð eftir þér, af þvi að ég vildi
sjá þig aftur. Ég vildi gera mér ljóst, hve mikill
asni ég hefði verið. Nú getur þú farið! En næst,
þegar við hittumst, munt þú uppgötva, að ekki
er hægt að koma sér undan skyldum sínum.“
„Heyrðu, Lissa," sagði hann, „ef þetta á að
vera ógnun —“
„Ég ógna þér ekki — ég segi þér þetta aðeins
eins og það er,“ sagði hún. „Vertu sæll!“
Hann fór án þess að segja orð. En þegar hann
kom að bílnum, uppgötvaði hann, að lófar hans
voru rakir, og hann tók vasaklút sinn upp til
að þurrka þá. Áður en hann setti bílinn í gang,
leit hann aftur að glugganum, og, þegar hann
ók áfram, fannst honum kalt vatn renna eftir
baki sínu.
En hvað hann var kjánalegur! En auðvitað
hefði einhverjum liðið illa eftir slíkt samtal,
sagði hann við sjálfan sig. Auðvitað mundi hann
sjá um framtíð hennar — það hafði alltaf verið
ætlun hans, en hann ætlaði sér ekki að kvænast
henni. Það varð að gera henni skiljanlegt, að ef
hún reyndi að fá hann til þess, fengi hún ekki
meir en lögin fyrirskipuðu. En hvað það liktist
þannig stúlku að gera allt eins hátíðlega og
hægt var — ef hún hefði hagað sér skynsam-
lega, hefði ekkert mælt á móti því, að þau skildu
sem góðir vinir.
Hún hafði breytzt mikið. Honum geðjaðist
ekki að svip augna hennar. Tony var efnis-
hyggjumaður — hann hafði ætíð hæðzt að öllu
því, sem hann nefndi vífillengjur, en liann varð
að játa fyrir sjálfum sér, að hann hafði fundið
til einkennilegrar tilfinningar undan augnaráði
Lissu Grey.
„Næst, er við hittumst, munt þú komast að
því, að menn geta ekki ávallt skorizt undan
skyldum sínum —“ „ —- — Ég ógna ekki -— ég
segi þér það aðeins eins og það er-------------“
Einkennilegt, að þessi orð skyldu stöðugt vera
í huga hans. Sólin skein mjög heit, en honum
var hrollkalt.
Lissa stóð enn nokkrar mínútur þar, sem hann
hafði skilið við hana, eftir að hávaði bilsins,
sem bar hann burtu, dó út í fjarska.
Svo stóð hún upp og gekk inn til ungu stúlk-
unnar, sem Tony hafði talað við, er hann kom.
„Kunningi minn þurfti að flýta sér, og mátti
ekki vera að því að fá sér te.“
Lissa brosti til hennar og kvaddi.
Hún gekk götuna við hlið litlu veitingarkrá-
arinnar og þvert yfir akrana. Fuglarnir sungu,
blómin önguðu og geislar sólarinnar féllu á trén.
En hvorki var fuglasöngur, blóm né sól í heimi
þeim, sem hún reikaði í.
Hversvegna hafði hún gert Tony boð um að
? Það hafði verið fastur ásetningur hennar
að halda loforð það, sem hún hafði gefið Garth
og Mta hann sjá um allt. En svo hafði henni
skyndil ;a fundizt hún verða að sjá Tony —
standa avgliti til auglitis við hann, vita í eitt
sinn fyrir öli, hvað hann æ^’aði sér að gera.
En nú, þegar hún gekk herna í háu grasinu,
vissi hún, að hún í raun og veru hafði þráð að
sjá manninn, sem hafði tælt hana, enn einu sinni.
Ástríðum þessa manns hafði hún svarað með
allri þeirri ást, sem hún átti til.
Er hún sá hann aftur, hafði ástin sem hún
aetíð hafði vitað, að hún hafði í sér og sem hún
af ásettu ráði hafði falið með alltof rólegri fram-
komu sinni, vaknað — og hún reyndi ekki leng-
ur að bæla hana niður.
Jæja — hún hafði haft sinn tíma, og nú vissi
hún fyrir vist, að hann myndi aldrei koma aft-
ur. Ástin var dauð eins og askan frá í gær í
arninum.
Lítil á rann um héraðið, og var lítil brú yfir
hana. Hún stóð augnablik á brúnni og horfði
niður í vatnið. Hún minntist' þess tíma, er hún
hafði reikað meðfram Thames og horft á ljósin,
sem spegluðust í vatninu og hugsað um, hvernig
það væri að drukkna, og, hversvegna hún hefði
ekki hugrekki til að binda endi á þetta iíf á þann
hátt. Það var áður en hún fór til Garths.
Er hún minntist Garths, breyttist svipur and-
lits hennar. Allt sitt líf hafði hún ekki hitt mann
eins og hann.
Hann er góður, hugsaði hún undrandi. Og
einnig mannlegur. Hann skilur alls ekki það,
sem ég hef gert — en hann dæmir það ekki.
Hún minntist æsku sinnar og litlu þorpskirkj-
unnar, þar sem hún hafði heyrt föður sinn halda
ræður á sunnudögum. Þennan dreymandi, lærða
mann, sem alls ekki hafði skilið skapstóra dótt-
ur sína.
Gott að hann vissi ekkert um þetta. Eða gerði
hann það.
Ég er farinn að hugsa alltof mikið, sagði hún
við sjálfa sig, þegar hún kom út á veginn og
stanzaði til að bíða eftir bílnum, sem átti að
aka henni til frú Dennison.
12. KAFLI.
Allt sitt líf minntist Nada þessarar fyrstu
helgi í sumarhúsi Annette Marston. Þessi helgi
gnæfði yfir allar hennar minningar.
Hún sagði honum ekki, hve heitt hún elskaði
hann, því að það var eins og ekki væru til orð,
sem gætu lýst þeim tilfinningum, sem hún bar
í brjósti. Eina ósk hennar nú var að gefa — sjálfa
sig, hjarta sitt, hugsanir sínar og nývaktar
ástríður sínar.
Það var svo yndislegt að sjá Garth hamingju-
saman. Þau hlógu mikið á þessum sólskinsdög-
um, og hún kvaldist nærri því líkamlega, er
henni varð ljóst, að þetta var í fyrsta skipti
allan þennan tíma, sem hún hafði þekkt hann,
að hann virtist ungur. Hann var í rauninni ungur
maður, og ef þessi fyrri ár, sem höfðu fært svo
mikla velgengni, og starfið, sem hann hafði
helgað sig svo fullkomlega, yrði honum of erfitt,
myndi hann fara á mis við svo mikið, sem gerði
lífið þess virði að lifa því. Því að til er annað
og meira í lífinu en aðeins vinna. Hún vildi, að
hún gæti sagt eitthvað í þessa átt við hann, en,
þegar þau, kvöldið áður en þau ætluðu að fara
aftur til London, gengu í fallegum garði Ann-
ette, var hún samt sem áður næstum hrædd við
að tala um það, sem var annar hluti lífs hans.
„Já, á morgun um þetta leyti, verður þú aftur
kominn til vinnu," sagði hún dálítið feimin.
„Verður næsta vika erfið fyrir þig?“
„Þær er'u flestar erfiðar." Hann stakk hendinni
undir handlegg hennar og þrýsti henni fastar
að sér. „Ég vildi, að við gætum stungið af sam-
an —“
Hún leit á hann.
„Eigum við að gera það? Og yfirgefa þennan
heim sjúkrahúsa, veikinda og óhamingju."
„Já, aðrir gætu án efa séð alveg eins vel um
sjúklinga mína og ég.“
„Nei, það gætu þeir ekki,“ svaraði hún áköf..
Og svo eftir þögn: „En hvað þú mundir vera ó-
hamingjusamur. Nei, Garth, ég má aldrei koma.
á milli þin og vinnu þinnar, en — láttu mig eklci
vera alveg utan við. Ég — vil gjarnan fylgjast
með henni.“
En stundum mun ég verða hræðilega afbrýði-
söm, sagði hún við sjálfa sig. Hvernig get ég
annað ? Konur Ijúga, þegar þær segja, að þær
séu ekki eigingjarnar, ef þær elska, geta þær
ekki annað. Hið eina, sem þær geta gert er að
leyna því.
„Heldurðu, að þú getir komizt í burtu hverja
helgi?“ spurði hún.
„Ég mun reyna. öðru hverju i það minnsta.
Þegar á allt er litið, er simi hér — menn geta
náð í mig — — Að hverju hlærð þú, Nada,“
spurði hann.
„Að þér. Af því að ég elska þig.“
Engin vera var sjáanleg, og hann beygði sig
niður og tók hana í faðm sér. Lengi stóðu þau
þarna, og kyrrð kvöldsins gaf þeim þá tilfinn-
ingu að þau væru alein í heimi, sem tilheyrði
þeim.
I litla rósagarðinum var lítill bekkur, og þar
Settust þau.
„Segðu mér, Garth. Hefur þig alltaf langað
til að verða læknir?“
„Já, alltaf, eins lengi og ég man eftir mér.“
Hann brosti. „Ég hlýt að hafa verið óþolandi
sem drengur. Ég vildi alltaf binda um fólk og
leggja það inn á sjúkrahús.“
„Veiztu, hvað Sir Hugh sagði um þig um dag-