Vikan


Vikan - 03.11.1949, Page 12

Vikan - 03.11.1949, Page 12
12 VIKAN, nr. 44, 1949 inn ? Að þú værir það, sem alltof fáir læknar eru — fæddur lœknir.‘‘ „Sagði ha»n það?“ spurði Garth undrandi og; glaður. „Hann er mjög skynsamur maður,“ sagði Nada. „Og hann hefur mjög mikið álit á þér. Ég held, að hann hafi auga með þér, og hann gaf mér bendingu um að koma á engan hátt í veg fyrir að framúrskarandi hæfileikar þínir njóti sín. Hann þarf ekki að óttast það.“ Hún brosti til hans. „Ég skal halda mér á minum stað.“ „Þinn staður er i hjarta mínu — og það er alltaf það, sem mestu máli skiptir," svaraði hann. „Allt annað verður að koma næst.“ En hún vissi, að það, enda þótt hann meinti það, sem hann sagði — var aðeins hálfur sann- leikur. Hann hafði helgað sig lífi, sem fyrir mann, sem er fæddut- til þess, er köllun — hennar starf var að standa við hlið hans og sjá um, að hann yrði ekki fórnardýr þessarar köllunar. „Nada,“ sagði hann skyndilega og þrýsti henni að sér. ',,Ég get ekki trúað, að þetta sé í raun- inni satt. Að þú og ég sitjum hér saman, að það sé ekki draumur. Þú ert ekki aðeins góð við mig, af því að þú veizt, að ég þarfnast þin svo mjög ?“ „Af svona framúrskarandi manni að vera, ert þú kjánalega fávís,“ sagði hún með handleggina um háls honum, „og — mjög heimskur." Þegar þau voru komin aftur til London, skeði hið óhjákvæmilega: eins og Nödu hafði dottið í hug, var Garth sífellt önnum kafinn. Frá morgni til kvölds vann hann, og þau sáu varla hvort annað, enda þótt hann notaði hvert tækifæri, sem hann gat til að hringja til hennar. En Nada átti ekki erfitt með að eyða tíman- um. Shirley var í bænum nokkra daga, og syst- urnar voru mikið saman. Frú Barraclough kom til borgarinnar undir því yfirskyni, að hún og börnin ættu ekki sóma- samleg föt til að fara með i ferðalag, en í raun- inni af því að hún varð að vita, hvernig hjóna- band Nödu og Garths væri. Um leið og hún sá hana, varð hún róleg og glöð. Nada leit mjög vel út, og ótti Shirley við, að 1. Raggi: Amma, hvao veizt þú um vatna- vexti ? Amma: Það er nú lítið, drengur minn. Hva3 vantar þig að vita um þá? 2. Raggi: Bafa svolítið . . . ekki mikið . . . það er skrrfað um það i þessari bók . . nýr glamþi augna hennar kynni að vera vegna Tonys, var brátt upprættur. „Sérðu Tony oft?“ spurði hún svona eins og af tilviljun. „Ég hef ekki séð hann síðan — síðan daginn, sem þú varst hér síðast,“ svaraði Nada, og henni brá, er hún heyrði sín eigin orð. Hún fékk skyndi- lega samvizkubit við að uppgötva, hvc fullkom- lega hún hafði gleymt honum — eða kannske ekki gleymt honum, heldur látið hann íilheyra fortiðinni, sem henni virtist nú tilheyra annarri tilveru. Hún haföi ekki séð Tony, og þó leit hún út fyrir að vera hamingjusamari en nokkru sinni áður. Shirley létti. Ef til vill var það bezt af öllu, að Tony skyldi vera á lífi og geta afmáð sig úr huga hennar. Shirley vorkenndi honum ekki. Þær fóru í búðir og borðuðu morgunmat hjá Harrod og á eftir ætlaði Shirley til tannlæknis- ins. Nada fór að ná í nokkrar bækur, sem hún hafði pantað, og lét systur sína setja sig úr bílnum við Wigmore Street. Hún náði í bæk- urnar og var að fara út úr búðinni, er hún rakst á Annette Marston. „Góðan dag.“ Annette þrýsti innilega hönd hennar. „Hvernig hafið þér það? Eruð þér nokk- uð uppteknar — eða er of snemmt að drekka te?“ „Getið þér ekki komið heim og drukkið með mér te?“ spurði Nada. „Ég hef aðeins talað við yður í símann og ég vil gjarnan segja yður, hve þakklát við erum fyrir þennan dásamlega stað, sem þér hafið lánað okkur.“ „Ég er svo glöð yfir, að yður líkar vel við kofann minn og mig langar mjög mikið til að fara heim með yður, ef þér hafið tíma til þess.“ svaraði Annette. Þær gengu saman heim, og ekki tuttugu mín- útum seinna hellti Nada tei í bolla gestsins. „En hvað það er gott hjá yður að hafa íbúð á sama stað og maður yðar hefur lækningastofu," sagði ungfrú Marston. „Þá getið þér haft auga með honum." Nada hló. „Því miður get ég það ekki vel. Það er ekki gott að hafa auga með læknum. En þegar hann Amma: Eg hef svo mikið aii gera, elskan mín, ég er að undirbúa matinn. 3. Amrna: Hversvegna bi Vur þú ekki afa þinn að útskýra þetta fyrir þér? Riggi: Sjáðu til, amma ... 4. Raggi: Ég þarf ekki að vita svo mikið . . . FELUMYND Hvar er ökumaðurinn? er í lækningastofu sinni, finn ég í það minnsta, að hann er undir sama þaki og ég.‘‘ „Ég vona, að hann sé ekki eins þreytulegur og um síðustu helgi," sagði Annette. ,,Þér lítið ljómandi vel út.“ „Þetta var svo yndisleg hvíld,“ sagði Nada. „Hann var miklu hraustlegri, þegar við komum heim.“ ,,Og ætlið þið að fara aftur á föstudaginn ?“ ..Ekki fyrr en á laugardag — Garth kemst því miður ekki fyrr,“ sagði Nada og andvarp- aði. „Ég vona bara, að hann verði ekki kallaður á síðustu stundu." „Ef ég væri þér, myndi ég láta taka símann úr sambandi, meðan þér eruð í sumarhúsinu," sagði Annette. „Já, mig langar sannarlega til þess,“ játaði Nada. „en þá er ég hrædd um, að hann vildi alls ekki fara þangað, eða mundi vera taugaæstur og órólegur." „Ég vildi, að þið bæði færuð í langa sjóferð." SjóferJ. En hvað það hljómaði fallega, hugsaði Nada. Alein með Garth — þau þyrftu ekkert að skipta sér af hinum farþegunum. Ég vissi ekki, að hún væri svona ástfangin af honurn, hugsaði Annette, meðan hún athugaði andlit Nödu. Ég held, að hugmynd mín um sumarhúsið hafi komið í góðar þarfir. Mig lang- ar að vita, hvað manninum finnst um þetta. Ung- frú Marston ætlaði að fara til Parisar eftir nokkra daga. Það kom í ljós, að hún hafði íbúð í Montparnasse, nálægt Luxemburg. „Ég hef ekki ró í mér til að vera neins staðar lengi," sagði hún. „Og nú ætla ég í eina af mín- um löngu ferðum. Vel á minnzt — ég sé, að þessi flugmaður — frændi manns yðar — ætlar að byrja á nýju fiugi eftir stuttan tíma." „Tony!“ sagði Nada. „Ég — ég hef alls ekki heyrt neitt um það.“ „Það var smágrein um það í Times í morgun. Hann ætlar að reyna að bæta metið aftur. Menn skyldu halda, að hann hafi fengið nóg af þvi — en auðvitað, skyldu menn einnig ætla, að ég hefði fengið nóg af ferðalögum minum. Við er- um víst fædd þannig, og þá er bezt fyrir okkur að vera ekkert bundin.“ Meðan hún þóttist vera upptekin við að kveikja í sígarettu sinni, athug- aði hún Nödu nákvæmlega og var ánægð með það, sem hún sá. Mér kemur það vissulega ekki við, en ég var glöð yfir, að hún getur tekiö því þannig, sagði hún við sjálfa sig. Þegar Annette var farin, tók Nada morgun- blaðið, sem hún hafði enn ekki lesið. Já, þarna var mynd af Tony á forsíðunni af Daily Illustrated, og tilkynning um, að hann innan skamms myndi hefja nýtt flug til að hnekkja núverandi meti á fluginu til Afríku. Er undarlegt, að ég sé vond yfir því? hugs- aði hún. Og — ætti Tony að fara? Hann getur ekki verið orðinn nægilega hraustur ennþá til þess. MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. v,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.