Vikan


Vikan - 10.11.1949, Qupperneq 14

Vikan - 10.11.1949, Qupperneq 14
14 VIKAN, nr. 45, 1949 Annabel Porton Framhald af bls. Jj. Aldrei fyrr hafði hún séð eins greinilega, hve bros hennar var hrekkjalimslegt. En augu Miröndu voru fögur þrátt fyrir þetta bros. Annabel mælti: „En þú skilur þetta bréfamál ekki rétt. Viltu ekki aðgæta dagsetninguna á bréfunum?“ „Það er engin dagsetning á þeim,“ svar- aði hann. „Aðgættu þá póststimpilinn á umslög- unum,“ sagði Annabel. „Ég veit ekki hvað þú meinar,“ sagði hann dálítið ruglaður í ríminu. „Bréfin eru alls ekki til mín,“ sagði Annabel. „Það var þessvegna að ég vildi að þú sæir þau. Ég fann bréfin í leyni- hólfi í skrifborðinu. En Miranda átti það.“ „Þetta er, er voðalegt áfall,“ sagði hann og var stirðmæltur. „Því trúi ég,“ sagði hún kuldalega. „En þú hefur gott af að vita þetta.“ Hún horfði á málverkið. En hann gekk að arninum og fleygði bréfunum á eldinn. „Vesalings Miranda," sagði Annabel. En Porton horfði til skiptis á hana og málverkið af Miröndu, og varð meira og meira ringlaður. Hann skildi það, að það er minni vandi að verzla með hamp heldur en skilja hugarfar kvenna. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Franskur, 1822—1895. — 2. Mac Kinley í .Alaska, 6200 m. — 3. Murray og þverá hennar Darling. — 4. Málmhaugar. — 5. 1885 3 þús. tunnur, 1934 43.351 tunna,. — 6. 20. des. 1930. — '7. 2.0. — 8. Ca C2. — 9. Moussorgsky. — 10. Á .Laugalandi í N.-ls. 1908. 499. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. Á móti. — 5. gölluð. — 8. kafa. — 12. leyfi. — 14. fisk. — 15. eld- stæði. — 16. dá. •—• 18. sjór. — 20. sjúk. — 21. tvihl. — 22. fugls. —25. sk.st. — 26. votlendið. — 28. húsdýra. — 31. ek._—- 32. á litinn — 34. frábsér. — 36. óðagot. — 37. ná í. — 39. gler. — 40. fiska. — 41. hugrökk. — 42. dýrs. •— 44. meiða. — 46. gælun. þ. f. — 48. for- nafn. •— 50. skvetta boðh. — 51. lengdarmál. — 52. óviðfeldið hljóð. — 54. Æðir. — 56. dýramál. — 57. mat. — 60. samþykki. — 62. samhl. — 64. liðið. — 65. kraftur. — 66. fitl. — 67. geðstirð. — 69. spurðu. — 71. óp. — 72. detta. — 73. gauf. Lóðrétt skýrincj: 1. Spil. — 2. storkum."—3. birta. — 4. sk.st. - 6. ílát. — 7. villta. — 8. samhl. — 9. verkfæri. — 10. eind. — 11. veika. — 13. fljótir. — 14. megnar. — 17. eldstæði. — 19. atv.orð. — 22. embættismanns eign. — 23. fugl. — 24. vothey. — 27. gára. — 29. dygg. — 30. farar- tálmi. — 32. vörður. — 33. birtu. — 35. kv.n. — 37. merki. — 38. mann. — 43. leðja. — 45. lík- amshl. — 47. atv.orð. — 49. rimp. — 51. til létt- is. — 52. ávarp. — 53. hl.st. — 54. dýr. — 55. seinagang. — 56. lin. — 58. dyggur. — 59. gjald. — 61. mjólk. — 63. skilrúm. — 66. dugleg. — 68. ein. — 70. samhl. Lausrt á 498. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Skíðamót. — 6. heyfok. — 9. Lára. — 10. gól. — 11. skær. — 13. urtina. — 15. að- alsins. — 17. nót. — 18. Njál. — 20. Sódóma. — 24. tigna. — 25. sökótt. — 27. próf. — 29. saiar. - - 31. bílda. — 32. Kron. — 33. romsan. — 35. gnægð. — 37. krumla. -— 40. róna. — 41. ana. — 43. dalalæðu. — 46. Island. — 48. dult. — 49. róa. — 50. afar. — 51. amstur. — 52. raunamóð. Lóðrétt: 1. Sigurs. — 2. Irland. — 3. ansa. — 4. ólæs. — 5. tárin. — 6. hausti. — 7. fái. — 8. kúaslefa. — 12. klóak. — 14. tannpínu. — 16. nóttum. — 19. jarl. — 21. ólar. — 22. ósannaða. — 23. mör. — 26. óorðna. — 28. ódæl. — 29. skírlífa. — 30. logn. — 31. bar. — 34. skell. — 36. gaddar. •— 38. maurum. — 39. alrauð,- T— 42. aldar. — 44. aura. — 45. ætan. — 47. les. Það var Bulder að þakka Smásaga. Ég hafði fengið stöðu í höfuðborg- inni. Fór ég þangað átta dögum fyrr en ég átti að byrja starf mitt. Ætl- aði ég að hafa þennan tima til þess að fá mér húsnæði og fleira. Ég las auglýsingar blaðanna, hringdi i allar áttir oft á dag, ók um borgina þvera og endilanga, en hafði að fimm dögum liðnum ekkert húsnæði fengið. Ég hafði einnig sett auglýsingar í blöðin, og bárust mér þá tilboð úr tveim stöðum. En þar sem þau skilyrði voru sett, að ég yrði að gæta barna og hjálpa til innanhúss, varð ég jafn nær fyrir því. Ég hafði gefiö mig á tal við marga. 1 fyrstu talað um daginn og veginn, en að síðustu spurði ég hvort við- komandi gæti ekki útvegað mér hús- næði. En margt af þessu fólki var sjálft í leit að herbergi, svo það var ekki við góðu að búast. Ég var öldungis að missa kjarkinn. Svo settist ég kvöld eitt á bekk í skemmtigarði. Ég var svo þreytt að ég neyddist til þess. Þá kom ég auga á lítinn, haltan hund. Hann kom ýlfr- andi eftir einum stígnum. Ég kallaði vingjarnlega til seppa, og kom hann til mín. Ég tók hundinn upp og aðgætti hann. Sá ég þá hvað að honum am- aði. Stórt glerbrot hafði stungizt upp í eina löppina. Seppi sat kyrr á meðan ég tók glerbrotið. Það er siður minn að hafa ætíð sárabindi og joð í töskunni minni. Ég gat því búið um sár hundsins, og lét hann í ljós þakklæti sitt með því að sieikja hönd mína. Það hefði mér undir venjulegum kringumstæðum þótt nægileg borgun. En nú var ég í vandræðum, og kom skyndilega til hugar að seppi gæti gert mér gagn. Ég tók bréfmiða og skrifaði þetta á hann: „Ég hefi hjálpað hundi yðar á þann hátt að draga glerbrot úr löpp hans. Ef þér viljið gera mér greiða þá kæmi mér ekkert betur en ef þér gætuð útvegað mér her- bergi. Mundi ég verða yður mjög þakklát fyrir þá hjálp.“ Ég skrifaði nafn mitt og heiti gistihússins, er ég dvaldi í. Svo festi ég miðann við hálsband hundsins. Ég varð afar for- vlða morguninn eftir, þegar dyra- vörðurinn færði mér blómvönd og þakklæti fyrir hundinn. Enn fremur skilaboð um að mæta á tilteknum stað kl. 10. Ég var mjög spennt fyrir þvl hvað þar gerðist. Bjóst ég við að mín biði karlfauskur. En svo var ekki. Ég hitti hávaxinn, fríðan, ungan mann. Og hann hafði útvegað mér herbergi hjá systur sinni, er hafði matsölu. Þar borðaði hann sjálfur. Þetta varð mér örlagaþrungið. Að ári liðnu giftum við okkur. Á brúð- kaupsdaginn gekk ,,Bulder“ um ríg- montinn eins og hann vildi segja: „Þetta er allt mér að þakka.“ Og það var satt. Úr ýmsum áttum — Hversvegna heyra menn aldrei villta hunda eða úlfa gelta ? Kannske hefur vísindamaðurinn J. Lubbock rétt fyrir sér, þar sem hann heldur því fram að hundurinn reyni með gelti sínu að líkja eftir rödd manns- ins. ! ! ! 1 kvikmyndahúsi einu í Brasilíu er hléið meðan áhorfendur eru að drekka eina tunnu af öli. Ölverðið innifelst í aðgöngumiðaverðinu. Eins og gengur — rr Loksins hitti hann I miðju!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.